Nýtt kvennablað - 01.10.1942, Blaðsíða 10

Nýtt kvennablað - 01.10.1942, Blaðsíða 10
6 NYTT KVENNABLAÐ lega staðið til, skrifstofustaðan, verzlunai'staðan í einhverri mynd og verksmiðjustaðan, eða starf við iðnað eins og það er kallað. Þar með er tal- inn ýmiskonar saumaskapur, því hann er nú iðkaður i stórum stíl og sem einskonar verk- smiðjuvinna (luaðsaumastofur, vinnufatasaum- ur, nærfatasaumur m. m.). Hússtörfum vill nú- tímastúlkan yfirleitt ekki gegna, nema sem neyðarúrræði, sem hún liverfur frá við fyrsta tækifæri sem gefst. Talsvert framboð var þó til hússtarfa á spitölunum fyrir ófriðinn, en fer nú óðum minnkandi líka. Loks eru það allskon- ar frammistöðustörf i veitingahúsum, sem á síðari tímum virðast vera talsvert eftirsótt af ungum stúlkum. Hvað veldur nú því, að nútímastúlkan íslenzka er á hröðum flótta frá þeim störfum, sem frá aldaöðli hefir verið aðalvettvangur konunnar, og seni, mörg eru þannig vaxin, að konunni einni hentar bezt að inna þau af hendi, en hverfur meir og meir að öðrum störfum, sem hún þó nær alltaf fær verr launuð en karlmaðurinn, enda þótt starfið sé það sama, t. d. ýms verzl- unar- og verksmiðjustörf? Vafalaust má rekja þetta fyrirbrigði til þjóðaruppeldisins, sem rnörgum hugsandi mönnum og konum hefir verið tíðrætt um og sem mörgum er farið að skiljast nú, að hafi ekki verið sem heppilegast. Kynslóð sú, sem í æsku hefir búið við ýmis- konar örðugleika, en síðan vanist á siaukin þæg- indi kaupstaðanna, dekrar nú um of við ungu kynslóðina, einkum dæturnar. Sá hugsunarhátt- ur festir smám saman rætur, að unga stúlkan eigi að fá góða skólagöngu, en síðan eigi hún að leita sér strax sæmilega launaðarar atvinnu, án þess að leitast við að undirbáa sig undir það lífsstarf, sem biður hennar, þegar hún verður húsfreyja og móðir. Helzt velur liún sér starf, sem ekki er likamlega lýjandi, og er þá ekki alltaf unnið með þeim áhuga og ánægju, sem skyldi; hinn góði frítími bætir það upp og gefur ungu stúlkunni gott tækifæri til viðtæks skemmtanalífs, og þegar allur fjöldi þeirra býr á heimilum sinum og notar mikinn hluta launa sinna !il klæðnaðar og skemmtana, er ekki nema eðlilegt að þessháttar líf sé eftirsóknarvert fyrir æskulýðinn. Þetta nær þó að sjálfsögðu ekki til allra ungra stúlkna, því að margar þeirra hafa því miður af fjárhagslegum ástæðum ekkert val um framhaldsnám, en verða að stunda þá at- vinnu sem býðst, til þess að sjá sér og sínum farborða, En hér eins og víðar verður að gæta hófs og því miður mun hitt algengt, að unga fólkið hugsi of mikið um að bera sem mest laun úr býtum, án tillits til þess, hvort starfið er geð- felll eða gagnlegt. Þeim fækkar óðum, sem hverfa l'rá vinnu sinni að kvöldi með gleði yfir þvi, að þeir hafi unnið að góðu A'erki með góð- um árangri. Á síðustu árum hefir myndast hér i Reykja- vík ein atvinnugrein ungra stúlkna sem ef til vill er ógeðfeldust allra. Það er afgreiðsla í veit- ingakrám, sem nú risa hér upp eins og gorkúlur vegna erlends setuliðs. Vinna ungu stúlkunnar á þessum veitingaslöðum er vel borguð, og vinnutiminn sennilega eitthvað styttri en gerist á heimilum almennt, en hvorl myndi verða ungu stúlkunni betra veganesti fyrir lifið, hús- störf á þokkalegum lieimilum með öllum þæg- indum undir handleiðslu velviljaðra húsmæðra (því að þær eru enn til, þótt hið gagnstæða finn- ist og hafi alltaf fundist), fyrir nokkru minni peningagreiðslu, en hin hátt launuðu knæpu- störf? Eg legg þann samanburð undir dóm al- mennings. Eg tel ungu stúlkuna okkar svo dýr- mæta þjóðareign, og svo mikið komið undir því, hvernig tekst til um uppeldi hennar og lífs- venjur allar, að ekki sé það vansalaust fyrir okkur Reykvikinga að horfa aðgerðalaust á það, að hundruð ungra stúlkna bæði héðan úr Rejkjavik og utan úr byggðum landsins láti ginnast að slíkri atvinnu, einungis af því að hátt kaup er í boði. Eg hefi dvalið svo lengi við þennan nýja atvinnuveg ungra kvenna, með- fram af því, að eg vildi nola tækifærið til þess að beina því að foreldrum utan Reykjavíkur, að það er mjög varhugavert að senda stúlkur innan við tvítugt einar síns liðs til Reykjavíkur, eins og sakir standa, nema þær hafi eitthvað á- kveðið starf að ganga til og að þeim sé tryggt húsnæði áður, þar sem þær að einhverju leyti séu undir umsjá fólks, sem ættingjar stúlkunn- ar þekkja til. Eg hefi um mörg undanfarin ár farið öðru hvoru til útlanda, sem fulltrúi íslenzku hjúkr- unarkvennastéttarinnar, og liaft tækifæri til þess að kynnast og vera samvistum við yngri og eldri konur annara þjóða og þá einkum á Norð- urlöndum. Við þau kynni liefir mér oft orðið á að gera samanhurð á áhuga íslenzkra kvenna í ýinsum velferðarmálum þjóðarinnar og þeirra erlcndu kvenna, sem eg hefi kynnst. Og mér hefir ekki fundist við standasl samanburðinn. Þjóðaruppeldi okkar er með miklu meiri los-

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.