Nýtt kvennablað - 01.10.1942, Blaðsíða 18

Nýtt kvennablað - 01.10.1942, Blaðsíða 18
14 NÝTT KVENNABLAf) séu ekki færri en 20 sjúklingar á deildinni, skurð- stofuhjúkrunarkonur og næturhjúkrnarkonur ráðn- ar sérstaklega til þess starfa: Byrjunarlaun 130,00 kr. á mán. hækkandi m 15,00 kr. á 3, 6 og 9 ára fresti. Hámarkslaun 175,00 kr. á mánuöi. Aðstoðarhjúkrunarkonur: Byrjunarlaun no,oo kr. á mán. hækkandi um 15,00 kr. á mán. á 3 og 6 ára fresti og 10,00 kr. á mán. eítir 9 ára starf. Há- markslaun 150,00 kr. á mánuöi. Auk fæðis, húsnæðis, vinnufatnaðar og þvottar á fatnaði. Hjúkrunarkonur við Hjúkrunarfél. Líkn í Rvík og aðrar heilsuverndarhjúkrunarkonur: Byrjunarlaun 250,00 kr. á mán. hækkandi um kr. 25,00 á mán. eftir 1. og 2. ár. Hámarkslaun 300,00 á mánuði. Hjúkrunarkonur við Líkn, sem starfað hefir 9 ár við félagið, fá kr. 325,00 á mánuði. Hjúkrunarkonur utan stofnana sjá sér sjálfar fyrir fæði og húsnæði af framangreindum launum. Full dýrtiðarppbót er greidd á öll laun hjúkrun- arkvenna. Verkakvennafélagið Framsókn hefir samið um 55% kauphækkun. Auk þess fá konurnar ýmsar aðr- ar kjarabætur. Kaup í allri dagvinnu verður kr. 1,40, í stað 90 aura, sem kaupið var áður. 1 eftirvinnu verður kaup- ið 50% hærra og i nætur- og helgidagavinnu verður það 100% hærra. Verkakonurnar íengu viðurkenndan 8 stunda vinnnudag, en auk þess fá þær borgaðan kaffitíma, sem er 30 minútur. Ákvæðisvinna hækkar að sama skapi og tíma- vinnukaupið. Sumarfrí fá verkakonur eins og lagt er til í frum- varpi um sumarfri verkafólks, en það höfðu þær ekk- ert áður. Veikindadaga fá þær 6. en höfðu enga veik- indadaga áður. Atriði um sömu laun fyrir sömu vinnu var fellt úr samningsuppkastinu. Ger til brauðbaksturs. 1 skeið pressuger, 1 líter vatn, 2 stórar kartöflur, 2 matskeiðar sykur, litil teskeið salt. — Kartöfl- urnar afhýddar skornar i þunnar sneiðar og soðnar í vatninu. Þegar þær eru meirar, marðar i soðinu geguum gatasigti. Látið kólna þar til það er nýmjólkurvolgt. Þá er pressugerið hrært út í ör- litlu vatni, sett saman við ásamt sykrinum og salt- inu. Helt i leir- eða glerilát og látiö standa sólar- hring með loki yfir á hlýjum stað. Þetta lítur út eins og þunnur vellingur og er rúmur líter. Af þessu þarf svo að geyma einn pela, þar til ger er lagað næst, en þá kemur hann í stað pressugersins. Það er örðugt að ná í pressuger og ættu konur að gefa hver annari „uppistöðu" til byrjunar. Hve mi'kið þarf af gerinu finnur sá, sem fer að nota það. Degið er laust hnoðað, en verður að standa við hlýju og lyfta sér áður en það er sett í bakarofninn. Tekur ger þetta öllu öðru geri fram í rúg-, heilhveiti- og hveitibrauð. Fulorðinskjóllinn er jafn fallegur sem samkvæm- iskjóll (síður) og eftirmiðdagskjóll (stuttur). Smá- sáumarnir á hliðarstykkjunum gera fallegan svip. Unglingskjóllinn. Sléttur, hnepptur framaná, en lausir boðangar utanyfir. Fellt eða iilissérað pils. Herðaslá: Garðaprjón. Efni: Þrefaldur lopi, und- inn tvisvar í hnykil. Prjónaforsögn : Fitjið upp 40 1. Prjónið þær og bætið við 15 1. Þessar 55 1. prjón- aðar út prjóninn og aftur til baka; þá bætt við 10 1. Nú er öll síddin komin, 65 1., og eru þær prjón- aðar út prjóninn. Síðan er byrjað á nýjan leik, þann- ig að fyrst eru prjónaðar 40 1., þá 55 og síðast 65 o. s. frv. Gimbað á tvíálmaðan gaffal með heklunál. Bundið utan um gaffalinn (gimbunálina), heklu- nálin sett í hnútinn, sem snýr að, fyrir miðju, bandið lagt framan frá til hægri aftur fyrir aðra álrauna og hekluð ein lykkja; þá farið undir einfalt bandið vinstra megin og hekluð önnur lykkja og gafflinum snúið o. s. frv. Það er bæði gaman og íljótlegt að gimba; og þegar heklað er saman með öðrum lit, er það skraut- leg vinna á dúka, sjöl, brúðukjóla o. fl. Úr mislitu silkigarni fallegar leggingar. Gaffalinn má búa til úr prjóni eða vír. NYTT KVENNABLAÐ Kemur út mánaðarlega frá október—maí, — 8 sinnum á ári, — fellur niður sumarmánuðina. Gjalddagi í október ár hvert. Verð árg. kr. 5.00. Afgreiðsla: Fyrir Reykjavík: Framnesveg 38. Fyrir sveitirnar: Fjölnisveg 7. Utanáskrift: Nýtt kvennablað, Pósthólf 613, Reykjavík. Ritstjórar og útgefendur Guðrún Stefánsdóttir, Fjölnisvegi 7. Sími 2740. Maria J. Knudsen. Framnesveg 38. Sími 5516. Prentað í Félagsprentsmiðjunni h.f.

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.