Nýtt kvennablað - 01.10.1942, Blaðsíða 14

Nýtt kvennablað - 01.10.1942, Blaðsíða 14
10 NtTT KVENNABLAÐ Hedda Gabler. Xorska Ieikkonan Gerd Grieg hefir á þessu sumri skenjmt bæSi Reykvíkingum og Akureyringum meö söng. lislfengum upplestri, og á leiksviðinu með aö- stoö Leikfélags Reykjavíkur. Sýndir voru 2 þættir úr „Hedda Gabler“, eftir Ibsen, 2. og 3. þáttur. Söknuöu leikhússgestir 1. og^. þáttar. og hef öu held- ur kosiö aö sjá leikritið frá byrjun. Nýtt kvennablaö vill nú birta í lauslegri þýðingu 1. þátt sjónleiksins. Leikpersónur: Jörgen Tesman, visindastyrkþegi í menningarsögu. — Frú Hedda Tesman, kona hans. — Fröken Júlíana Tesman, föðursystir hans. — Berta þjónustustúlka. — Frú Elvsted. — Assessor Brack (dómari). — Ejlert Lövborg. Stór, falleg setustofa meö stílfögr.um húsgögnum, skreytt í dökkum litum. Á veggnum á móti eru breið- ar dyr meö frádregnum dyratjöldum. Þessar dyr liggja inn í minna herbergi. Á veggnum til hægri eru rennidyr, sem liggja út i anddyriö. Á móti, til vinstri, er glerhurð, einnig með frádregnum dyra- tjöldum. Gegnum rúöurnar sést hluti af yfirbyggðum svölum og haustlit lauftré. Á gólfi borö og stólar í kring. Framan til viö vegginn til hægri er hæg- indastóll meö háu baki, skammel og tveir kollstól- ar. I horninu til hægri er hornsóffi og lítið kringlótt borð. Framarlega til vinstri stendur sóffi, nokkuö frá veggnum. — Gegnt glerhuröinni er „Piano“. — Báöum megin viö dyrnar á veggnum á móti standa hilluborð nteð leirkeraskrauti. Við bakvegginn í innra herberginu 'sést legubekkur, borð og stólar. Yfir legubekknum hangir mynd af fríðum rosknum manni i herforingjabúningi. Yfir borðinu er hengi- latnpi. Hingað og þangað um setustofuna er fjöldi blómvanda í glösum og skálum. Aörir liggja á boröunum. Þvkk teppi eru á gólfum. Morgunlýsing, sólskin gegnum glerhurðina. (Fröken Júlíana Tesman kemur inn úr anddyrinu með hatt og sólhlíf og með henni Berta, sem heldur á innvöföum blómvendi. Fröken Tesman er sem næst 65 ára, góðleg og lagleg, snoturlega en látlaust klædd. i grárri dragt. Berta roskin stúlka úr sveit.) Fröken Tesman (nemur staðar innan við dyrnar, hlustar og segir lágt) : Nei, þau eru víst ekki komin á fætur! Berta (einnig lágt) : Þetta sagði ég yður, fröken. Það er ekki aö undra — jafn seint og skipið kom i nótt. Og svo þegar heim kom! Drottinn rninn! — Öll þau kynstur, sem unga frúin þurfti að taka upp. áður en hún gat tekið á sig náöir. Frk. Tesman: Jæja — við skulum lofa þeim að sofa út. En morgunloftið skulu þau sannarlega fá ferskt inn til sín, þegar þau koma. (Hún gengtir að glerhurðinni og opnar upp á gátt.) Berta (við borðið, ráðalaus, með blómvöndinn i hendinni): Nei, svei mér ef hér er hægt að koma meiru fyrir. Eg held, fröken, eg geti látið liann hérna. (Setur blómvöndinn fremst á píanóiö.) Frk. Tesman: Já, nú hefiröu eignazt nýja hús- bændur, Berta mín. GuÖ veit eg tók mér nærri að missa þig. Bci!a (kontin að gráti) : En eg, fröken! Hvað mætti eg þá segja, sem búin er að vera hjá ykkur systrunum öll þessi ár? Frk. Tcsman: Við veröum aö gera okkur það að góðu. Berta. Það eru engin önnur úrræði. Þú veizt aö Jörgen getur ekki án þín verið. Hann veröur aö hafa þig á heimilinu. Þú hefir annast hann frá blautu barnsbeini. Berta: Já, en, fröken, eg hugsa.svo mikið 41111 hana, sem liggur veik heima. Hún, auminginn, sem er alveg ósjálfbjarga. ( )g fá svo nýja, ókunnuga stúlku ! Aldrei nokkurntima lærir hún að gera sjúklingn- um til hæfis. Frk. Tesman: Ó. með tímanum fæ eg hana til að gcta sér nærri um þ'arfir hennar. ()g eins og þú skilur annast eg hana þá meira sjálf. Kæra Berta mín. Þú skalt engan kvíðboga bera fvrir veslings systur minni. Berta: En svo er það iíka annað, fröken. Eg cr svo hræcld um að eg geri ungu frúnni ekki til hæfis. Frk. Tesman: Hamingjan hjálpi þér, Berta — auðvitað gæti rélt í fyrstu eitthvað borið útaf. Berta: Því hún er víst ákaflega vandfýsin. Frk. Tesman: Það geturðu ímyndaö þér, dóttir (lablers hershöfðingja. Slíku s.em hún var vön meö- an hershöfðinginn lifði. Manstu, þegar hún var að ríða úf með föður sínum? í svörtu, síðu klæðisreið- fötunv-n? ()g með fjöður i hattinum? Berta: Jú-jú, — því ætli ég muni það ekki! — En svei mér ef mér ílaug það nokkurntíma í hug þá. að þau yrðu hjón, hún og kandidatinn. Frk. Tesman: Ekki mér heldur. — En ég ætla að scgja þér, Berta — meðan ég man : Þú mátt ekki lengur kalla Jörgen kandídat. Þú veröur að segja doktorinn. Berta: Já. unga frúin talaði lika um það — i nótt — strax og þau komu inn úr dyrunum. Á ég að gera það, fröken? Frk. Tesman: Já, vissulega átlu aö gera það, Berta mín. Hugsaðti þér. — Þeir hafa gert hann að doktor utanlands — núna í feröinni. Ég hafði ekki hugmynd um það, fyr en hann sagði mér það niðri á bryggjunni. Berta: Já, hann getur víst orðið hvað sem væri. Eins og hann er vel að sér. En aldrei hélt ég þó að hann myndi fara að fást við að lækna fólk. Frk. Tesman: Nei, það er ekki slikttr doktor, sent hann er orðinn. (ibyggin:) Annars getur nú vel verið að þú þurfir bráöum aö nefna hann ennþá viðhafnarmeira nafni. Berta: Nei, segir frökenin satt! Hvað ætli það verði? Frk. Tesman (brosandi) : Hm — ja, þaö ættirðu bara að vita! (klökk:) Ó, guð minn góður, — ef Jochum sálugi gæti séð úr gröf sinni hvað orðið er úr litla drengnum hans. (lítur i kring um sig.) En heyrðu mig. Berta, hvers vegna hefirðu gert þetta? Tekiö hlífðaráklæðið af öllum húsgögnun- um ?

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.