Nýtt kvennablað - 01.10.1942, Blaðsíða 12

Nýtt kvennablað - 01.10.1942, Blaðsíða 12
N’ÍTT KVENNABLAÐ 8 Þýzk ógnaröld í Póllandi. Konur og börn í fremstu víglínu. ógnarstjórn Þjóðverja í Póllandi líkist engu, sem áður eru dæmi til í sögunni. Hver maður, sem lifir í hinum frjálsa heimi, og sem ekki hefir verið hræddur við að horfast í auau við sannleikann, þekkir frásagnir um hryðjuverk þau, sem þar hafa verið unnin. En i þeim glæpaannál eru nokkur hermdar- verk, sem taka öllu öðru fram: misþyrmingar á konum, iinglingum og börnum. Jafnvel þeim er engin linkind sýnd, heldur pvnduð og ofsótt, — eins og þau áttu sér engrar miskunnar von á dögum innrásarinnar, þegar þýzkir flugmenn slungu sér yfir vegi og þorp og létu vélbyssuskothríð dynja á konum og hörn- um. Eitt af fyrstu verkum hinnar þýzku stjórnar í Varsjá var að dæma lil dauða tvær pólskar konur, fyrir að rifa niður þýzka tilkynningu. önnur var gömul lcona, hitt var ungur kven- stúdent. Félagsleg löggjöf í Póllandi. Félagsleg löggjöf hins frjálsa Póllands lét sér sérstaklega annt um konur og börn. Vinna barna og unglinga innan 14 ára var bönnuð. Sömuleiðis næturvinna kvenna og barná. Bannað var að láta konur vinna neðanjarð- arvinnu (námuvinnu), eða að kemiskri fram- leiðslu, er útheimti að notuð væru eitruð efni. Móðir og harn nutu sérstakrar verndar. Ó- frískar konur máttu vera fjarverandi úr vinnu 6 daga í mánuði hverjum. Bannað var að taka ófriskar konur í erfiðisvinnu og alls ekki í vinnu á tímabilinu fi vikum fyrir og 6 vikum eftir barnsburð, og óheimilt var að segja þeim upp vinnu þann tíma. Fæðingarkostnaðurinn greidd- ist af ti-yggingarstofnun. Allan ]»ann tíma, er þær voru frá vinnu vegna barnsburðar, voru þeim greidd mæðralaun, er gátu numið allt að 100% af kaupi þeirra. Allar verksmiðjur og vinnustöðvar, er höfðu i þjónustu sinni 100 konur eða yfir, voru skyldar til að reka vöggustofu fyrir smábörn og gefa mæðrunum % klukkustundar fri tvisvar í vinnu- timanum til að leggja börnin á brjóst. Hlé þessi reiknuðust með i vinnutímanum. Fóstrur höfðu stöðugt eftirlit með börnunum. öll þessi fríðindi voru mæðrunum að kostn- aðarlausu. Til að gæta réttar kvenna og unglinga var sett á stofn sérstakt vinnueftirlit. Heyrði það undir atvinnumálanáðuneytið, en deild þeirri. er um þessi mál fjallaði, veitti kona forstöðu. Jafnrétti kynjanna í pyndingum. Pólland var ekki fyr komið undir þýzka stjórn, heldur en öll félagsleg löggjöf var bók- staflega numin burlu. Tryggingar, fri með kaupi og mæðravernd var afnumin. Hin pólska verka- kona nýtur engrar vérndar lengur, eins og hinn pólski verkamaður er hún nú gjörsamlega rétt- laus. Konur hafa verið liflátnar, sendar í fanga- búðir og pyndaðar jafnt og karlmenn. Þær hafa verið reknar i nauðungárvinnu eins og kar- menn, eini munurinn er að nokkrar þeirra hafa ekki verið settar í þrælkunarvinnu — heldur hefir þeirra beðft það, sem margfallt verra var. Sumar þessar konur og ungu stúlkur komu aldrei aftur og af þeim spurðist ekkert. Aðrar komu aftur: veiklaðar, eyðilagðar — hálf vit- skertar. Leikvellir eru einungis handa þýzkum börnum. Hinu pólska barni er engin miskun sýnd. Það er svift réttindum til framhaldsmenntun- ar, látið draga fram lífið á hungurskammti og bannað að sækja opinbera skemmligarða og Ieikvelli. Þeir eru handa þýzkum börnum. Óteljandi dauðadómar yfir konum. í þýzku blöðunum getur maður lesið um ótal dauðadóma yfir konum fyrir lítilfjörlegustu yfirsjónir. Sem dæmi má nefna: Þ. 18. mai 1941 er 44 ára gömul kona tekin af lífi fyrir að hlusta á útvarp frá London. Þ. 17. ágúst 1941 eru tvær pólskar konur dæmdar til dauða fyrir að slá þýzkan kaupmann, sem ekki vildi selja þeim mjólk handa hungruðum. börnum þeirra. Þ. 9. des. 1941 er 24 ára gömul stúlka tekin af lífi fyrir tilraun til að strjúka úr fang- elsi. Þ. 5. febr. 1942 er kona dæmd til dauða fyrir að hafa tafið fyrir hernaðarpóstsendingu. Takmarkið: Útrýming á pólsku þjóðinni. Til að ná því takmarki, að útrýma hinu pólska þjóðerni, hafa Þjóðverjar gefið út lög, sem banna körlum að giftast innan við 28 ára aldur og konum yngri en 25 ára. Hjónabönd, sem stofnað er lil innan þessa ald- urs, eru dæmd sem lauslæti og börnin óskilgetin.

x

Nýtt kvennablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýtt kvennablað
https://timarit.is/publication/767

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.