Morgunblaðið - 19.07.2009, Page 6

Morgunblaðið - 19.07.2009, Page 6
6 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 2009 Eftir Ingvar Örn Ingvarsson ingvarorn@mbl.is K erfið sem byggt hefur verið á hér á landi hef- ur gert fólki kleift að fá lánað fyrir allt að 80% af kaupverði en þó að hámarki 20 milljónir sem hefur ekki dugað sem eina fjármögnunin í mörgum tilfellum eftir fast- eignahækkanir síðustu ára. Bankakerfið bauð upp á 90% og allt að 100% lán þegar hæst stóð. Aukið fjármagn í um- ferð hafði áhrif á verðmyndun og fasteignaverð hækkaði því enn meira eftir að bankarnir byrjuðu að lána. Flestir nýta sér að taka húsnæðislán enda erfitt að fjár- magna húsnæðiskaup öðruvísi. Eftir hrun bankakerfisins og aukna verðbólgu vegna þess hafa lánin hækkað og eignirnar lækkað í verði og því er ekki nema eðlilegt að skuldarar bregðist við og krefjist viðbragða. Það er ógnvænleg staða að skulda meira í hús- næði heldur en fæst fyrir það í sölu en þannig er ástandið víða, sérstaklega hjá þeim sem keyptu frá 2007 og fram á vorið 2008. Svipað ástand í Danmörku Það er athyglisvert að bera stöðuna á Íslandi nú saman við stöðu húseigenda t.d. í Danmörku því hún er að mörgu leyti sambærileg þó ekki sé hún enn eins alvarleg. Þegar árið 2007 voru danskir húseigendur komnir í vandræði með húsnæðislán og þá var talað um að t.d. í Kaupmannahöfn væru þúsundir fasteignaeigenda tækni- lega gjaldþrota. Fasteignaverðið þar náði hámarki árið 2006 og hefur fallið mikið síðan. Í Danmörku er einnig löng hefð fyrir háu hlutfalli húsnæðislána sem gerir ástandið verra. Þar að auki varð álíka innspýting á danska fasteignamarkaðnum og þeim íslenska árið 2003 því þá var boðið upp á afborgunarfrí lán – þ.e. fyrstu tíu árin eru bara borgaðir vextir og kostnaður. Framboð slíkra lána hafði gríðarleg áhrif á fasteignamarkaðinn og má að vissu leyti líkja því við innkomu íslensku bankanna á íslenska fasteignamarkaðinn, en þar voru boðnir lágir vextir og hátt veðhlutfall. Frá árinu 2004 hafði, líkt og á Íslandi, verið gríðarlegur vöxtur í fasteignasölu, enda mikið fjármagn í hagkerfinu. Það er athyglisvert að bera saman tölurnar fyrir Dan- mörku annarsvegar og Ísland hinsvegar. Á Íslandi hækk- aði fasteignaverð um 84% frá 2003 til júní 2007, en þá hef- ur fasteignaverðið verið nálægt hámarki í lok ársins. Á sama tíma hækkaði fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu í Danmörku á íbúðum um fast að 200% og um 250% frá árinu 1996. Þá hefur lækkunin í Danmörku verið æði mik- il, en í maí síðastliðnum hafði íbúðaverð að meðaltali lækk- að um 15% á landsvísu en yfir 25% í Kaupmannahöfn. Á Íslandi er búist við um það bil 30% raunlækkun til lengri tíma litið. Búist er við að fasteignaverð lækki enn meira á næst- unni, eða samtals um 30% frá toppnum sem var náð 2006- 2007 og myndu því eignir í Kaupmannahöfn keyptar á hæsta punkti bólunnar enda langt undir því sem er áhvíl- andi á þeim og má því vera ljóst að það eru ekki bara Ís- lendingar sem glíma við yfirveðsettar fasteignir. Danir þurfa þó ekki að glíma við himinháa vexti og Danir eru lausir við verðtrygginguna. „Tómatsósuáhrifin“ Kaupmannahöfn hefur leitt verðhrunið á danska mark- aðnum og eru ýmis svæði þegar búin að ná 30% lækk- uninni sem reiknað er með að verði meðaltalið á landsvísu. Það má því búast við því að tómatsósuáhrifanna, eins og Danir kalla það, muni fljótlega fara að gæta, en þar er átt við tregðu til lækkunar á markaði. Fyrst kemur ekkert, en svo kemur allt. Um 40 þúsund danskir fasteignaeigendur eru tækni- lega gjaldþrota en það kemur fram í skýrslu sem Sydbank lét gera. Í landinu eru um það bil 2,5 milljónir íbúða og því er ekki um mjög stórt hlutfall að ræða á landsvísu, en þó er búist við að um 140 þúsund fasteignaeigendur verði komnir í mínus innan skamms þar sem verðið er enn á niðurleið. Því er spáð að næstum 6% allra fasteignaeig- enda í Danmörku verði því tæknilega gjaldþrota. Í Kaup- mannahöfn er ástandið mun verra, þar sem þrír fjórðu hlutar þeirra sem eru í þessari stöðu búa á Kaup- mannahafnarsvæðinu. Á Íslandi er talið að um 18% heimila skuldi meira en þau eiga og á meðan verðbólga er landlæg og fast- eignaverð á niðurleið þá eykst þetta hlutfall hratt. Í Danmörku taka hagsveiflurnar þó lengri tíma og er því erfitt að sjá hvernig staðan verður áður en uppsveiflan hefst á ný. Það má einnig vera ljóst að fleiri lönd glíma við vandamál af þessu tagi, enda hefur meirihluti hins vest- ræna heims leikið eftir sömu leikreglunum síðastliðin ár.  Þegar árið 2007 voru þúsundir danskra fasteignaeigenda orðnir tæknilega gjaldþrota vegna verðlækkana á fasteignamark- aði  Ástandinu svipar til þess sem hefur gerst á Íslandi. Í Danmörku hafa bankar einnig dregið saman seglin og kvarta fasteignasalar þar undan því að lítið sé lánað til fasteignakaupa. Skaðinn er að mörgu leyti þegar skeður í Danmörku, enda hefur fasteignaverð þar fallið mikið síðustu tvö ár. Kunnugir telja þó að viðbrögð bankanna séu síður en svo óeðlileg enda talsverð áhætta að lána til fasteignakaupa á meðan óvíst er hvort botninum hafi verið náð. Allt að 70% fasteignasala í Danmörku telja að bankar sitji á peningunum því áhugi á fasteignakaupum hafi auk- ist mikið eftir að verðið lækkaði. Margt minnir á ástandið á Íslandi. Illa gengur að fá lánum skuldbreytt til að nýta lægri vexti sem eru í boði á meðan að í uppsveiflunni var fólki boðið að taka hærra lán til að endurnýja eitthvað í fasteign- inni. Grátlegt þykir að fyrir tveimur árum þegar fast- eignaverð náði hámarki hafi verið lítið mál að fá lán, en nú þegar fasteignaverð er loksins orðið hag- stætt fyrir þá sem t.d. eru að kaupa í fyrsta skiptið, þá er það varla hægt. Það virðist því vera einhver sannleikur í því að bankar láni þér regnhlíf þegar sólin skín en taki hana af þér þegar byrjar að rigna. Vissulega ber bönkum skylda til að gæta þess að veð séu nægjanleg fyrir lánum. Í samtali við El- isabeth Toftmann Asmussen hjá Realkredit Dan- mark kom fram að það væri ólöglegt að lána gegn ótryggu veði í Danmörku, nokkuð sem er athygl- isvert í ljósi lánastefnu bankanna á uppsveiflutím- um, þegar ljóst mátti vera að um fasteignabólu væri að ræða. Fasteignabóla Mörgum kann að þykja súrt í broti að geta ekki nýtt sér verðlækkun á fast- eignamarkaði vegna takmarkaðra lánamöguleika og jafnframt er tilhneigingin hjá fólki sú að vilja ekki selja þegar íbúðin hefur fallið í verði frá því hún var keypt. Þeir sem eiga hinsvegar íbúðir með lágu hlutfalli áhvílandi lána, eiga nóg eigið fé eða geta tryggt sér veð með öðrum hætti, geta hinsvegar, jafn- vel þrátt fyrir að vera með neikvætt eigið fé í íbúð, gert skynsöm kaup á fasteignamarkaði með því að kaupa dýrari eign, stærri eða betur staðsetta. Í reiknidæminu hér er til hagræðis ekki reiknað með vöxtum né verðtrygg- ingu frá því að keypt er og þar til selt er, enda meginatriðið að sýna fram á hvernig sóknarfæri geti verið til staðar þrátt fyrir að eignin hafi lækkað nið- ur fyrir kaupverð og jafnvel niður fyrir lánin sem eru áhvílandi. Ennfremur er reiknað með 100% láni til einföldunar. Taka má dæmi frá fasteignasölunni Home í Danmörku sem hefur lagt fram þessa lausn sem hér er staðfærð sem rök fyrir breyttri stefnu í fasteignakaupum. Athygli er vakin á því að há- markslán hjá Íbúðalánasjóði er 20 milljónir og ennfremur að ekki er leyfilegt að lána nema gegn nægilegu veði. Dæmið sýnir því helst hvernig minnka má skaðann, ef hægt er að fá viðbótarveð einhvers staðar annars staðar eða ef nóg eigið fé er fyrir hendi til að brúa bilið milli þess sem hægt er að fá lánað og kaupverðsins. Munurinn er sláandi, því að í fyrra dæminu skuldar parið 34 milljónir en í því síðara 46 milljónir en samt er parið í fyrra dæminu með skuldir umfram eignir þó því sé öfugt farið í seinna dæminu. Það gefur hinsvegar augaleið að vextir, verðbólga og verðtrygging skekkja heildarmyndina t.d. hvað greiðslubyrði til lengri tíma varðar. Dæmið sýnir hinsvegar hvernig sóknarfæri geta verið til staðar ef fasteignakaupendur hafa eitthvað svigrúm og lánafyrirgreiðsla er með eðlilegum hætti. Ef verð- bólga er tekin með inn í myndina og reiknað er með 5,8% vöxtum og 10% verðbólgu þá hefði fjölskyldan tapað aukalega 4 milljónum þar sem lánið hefði hækkað sem því nemur vegna verðbólgunnar og vaxta. Staðan í sókn- ardæminu er því fjórum milljónum verri, húsnæðið kostar þannig 38 milljónir, en í uppgreiðsludæminu er um að ræða 50 milljónir, munurinn er því samt sem áður hinn sami. Það getur því verið mikil spurning hvort við núverandi aðstæður eigi að sækja fram eða salta fasteignakaup; á að gera hagstæðari kaup og taka áhættu með verðbólgu og vexti – eða ekki? Sækja eða salta 80m2 120m2 Íbúð 1 Íbúð 2 1 Dæmi 2: Í uppsveiflu Dæmi 1: Í niðursveiflu Matsverð íbúðanna árið 2007: Íbúð 1: 20.000.000 kr. Íbúð 2: 40.000.000 kr. Ungt par kaupir íbúð 1 á 100% láni. Tveimur árum seinna hefur íbúðarverð lækkað um 30%. Matsverð íbúðanna árið 2009: Íbúð 1: 14.000.000 kr. Íbúð 2: 28.000.000 kr. Lánið á íbúð 1 er því 6 milljónum hærra en matsverð hennar. Parið selur íbúð 1, kaupir íbúð 2 á 100% láni en flytur auk þess 6 milljóna skuld yfir á hana frá íbúð 1. Parið skuldar því 34 milljónir í íbúð 2, sem kostaði 40 milljónir fyrir tveimur árum. Matsverð íbúðanna árið 2007: Íbúð 1: 20.000.000 kr. Íbúð 2: 40.000.000 kr. Ungt par kaupir íbúð 1 á 100% láni. Nú ímyndum við okkur að í stað þess að lækka, hafi íbúðaverð hækkað um 30%. Matsverð íbúðanna árið 2009 væri þá: Íbúð 1: 26.000.000 kr. Íbúð 2: 52.000.000 kr. Parið er því með 6 milljónir í hagnað ef það selur íbúð 1. Hagnaðinn getur parið notað sem innborgun fyrir íbúð 2 en þarf einnig lán upp á 46 milljónir. Parið skuldar því 12 milljónummeira en í dæmi 1, þrátt fyrir að hafa í því skuldað 6 milljónir umfram eignir eftir söluna á íbúð 1. 2 3 4 5 6 7 1 2 3 4 5 6 7 Í samtali við Þórð B. Sigurðsson, for- mann Hagsmunasamtaka heim- ilanna, kom fram að eitt stærsta vandamálið sem íslenskir fasteigna- eigendur standa frammi fyrir sé það að hægt sé eltast við skuldara ef veð dugar ekki, eins og gerist ef skuldari er tæknilega gjaldþrota vegna verð- lækkana á fasteign. „Ég held að flestir hafi tekið verð- lækkanir með inn í jöfnuna þegar þeir ákváðu fasteignakaup á sínum tíma,“ segir Þórður „en það er ekki aðalkjarninn í okkar málflutningi. Or- sakirnar fyrir því að fólk situr í yf- irveðsettu húsnæði, t.d. í Danmörku, má að miklu leyti rekja til þess hús- næðislánakerfis sem við búum við hérna. Í Danmörku bjóðast lán til langs tíma sem eru óverðtryggð í fyrsta lagi og eins er hægt að fá fasta vexti út allan lánstímann sem eru þá hærri, eða breytilega vexti sem eru endurskoðaðir með nokk- urra ára millibili. Á Íslandi hefur fólk hinsvegar slæma reynslu af verð- tryggðum lánum og vegna þessarar reynslu leitaði fólk eftir myntkörfu- lánum. Í aðdraganda bankahrunsins er það verðtryggingin sem hefur leik- ið lántakendur mjög grátt og eru dæmi um að höfuðstóllinn hafi hækk- að um 20-25% á einu ári. Það hvernig höfuðstóllinn hefur rokið upp úr öllu valdi vegna brostinna forsendna er eitt aðalatriðið fyrir okkur.“ Þórður segir einnig að ferlið sem tekur við þegar fólk verður gjaldþrota á Íslandi sé allt að því ómann- eskjulegt því hægt er að viðhalda kröfum þegar búið er að taka bú til skipta, eins lengi og kröfuhafi hefur áhuga á því. Fólk á því litla möguleika á að byrja upp á nýtt. Ennfremur er áhugavert að sjá hvað aðgengi almennings að lánsfé hefur stóraukist síðustu áratugi. Skuldastaða heimilanna á Íslandi hefur því versnað til muna hin síðari ár. Skuldastaða heimilanna sem hlutfall af ráðstöfunartekjum hefur farið úr 20% árið 1980 í 272% 2008 að sögn Þórðar sem þýðir að hver maður skuldar að meðaltali tvö til þrefaldar árstekjur sínar til lána- stofnana. „Menn hafa verið að tala um það að þjóðfélagið sé samansett af nýjum stéttum lánardrottna og skuldara og þess vegna er þessi hefðbundna stéttabarátta hálf máttlaus gagnvart þessum þáttum. Lánakjörin þín skipta orðið meira máli en launakjörin þín út af einmitt þessu. Að auki er verkalýðshreyf- ingin á Íslandi mjög innlimuð í ís- lenska lífeyriskerfið og þar með er hún báðum megin við borðið og get- ur illa beitt sér fyrir skjólstæðinga sína.“ Lánakjör eða launakjör? Þórður B. Sigurðsson er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna. Tæknilega gjaldþrota GARÐ ÚTSAL AN Lýkur um helgina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.