Morgunblaðið - 19.07.2009, Side 10

Morgunblaðið - 19.07.2009, Side 10
10 Leiklist MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 2009 Eftir Ingvar Örn Ingvarsson ingvarorn@mbl.is Þ au hafa staðið í ströngu við að mála hús og olíu- bera grindverk í garð- inum heima hjá sér. Það er sól og sumarblíða þegar mig ber að garði hjá Bryn- hildi Guðjónsdóttur og Atla Rafni Sigurðssyni. Viðrar prýðilega til innhverfrar íhugunar hugsa ég og spyr hvort ég hitti ekki vel á þau. Meiningin er síðan að spyrja þau út í rannsóknarleiðangur þeirra um slóðir Fridu Kahlo í Mexíkó. „Mér finnst þetta vera eins og jóga. Fyrir utan það að í jóga verð- ur maður ekki stífur í herðunum,“ segir Atli Rafn og vísar í vinnu- stundirnar utandyra. Eins gott að þau skötuhjú eru í góðu formi því framundan er mikið verk, en þó af öðrum toga. Þau eru potturinn og pannan í leikritinu Frida, viva la vida, sem verður á fjölum Þjóðleik- hússins í haust. Brynhildur skrifar handrit og fer með aðalhlutverkið í leikstjórn Atla Rafns. Saman hafa þau svo pælt í sviðsmyndum, verk- og vinnulagi og öllu sem því til- heyrir að setja upp leikrit. Hindrar að við sjáum ljósið „Byrja þú,“ segir Brynhildur þegar þau eru spurð hvort ekki sé einhver samhljómur á milli þess sem er að gerast á Íslandi og ævi- skeiðs Fridu Kahlo. „Alveg rosa- lega mikill,“ segir Atli Rafn, „það er svolítið magnað. Frida er af fyrstu kynslóð byltingarinnar í Mexíkó. Það var sósíalistabylting í Mexíkó 1910 og hún stóð í tíu ár.“ „Hin tragísku tíu ár,“ skýtur Bryn- hildur inn í áður en Atli Rafn held- ur áfram: „Öllu sem kemur út úr þannig löguðu varðandi bæði efna- hag þjóðar og hvernig þjóðin skynj- ar sjálfa sig í gegnum kúltúr svipar til okkar aðstæðna. Þetta var svona góðæriskúltúr eins og okkar með gífurlegri stéttaskiptingu þar sem t.d. list var unnin í þágu herranna. Pabbi Fridu Kahlo var t.d. ljós- myndari sem myndaði opinberar byggingar fyrir þáverandi einræð- isherra, Porfirio Díaz, sem hafði látið reisa þær sér til heiðurs. Síðan verður bylting eins og það varð bylting hérna,“ segir Atli Rafn og hlær. „Höfðatorgið mun þó aldrei þjóna sama tilgangi og Palacio de Bellas Artes,“ segir Brynhildur. „Bellas Artes er risastór rjómaterta í spænska stílnum sem er guð- dómlega falleg að innan, stútfull af fallegri list. Ég man ennþá tilfinn- inguna af því að fara þarna inn,“ segir Brynhildur en Atli skýtur inn í að Mexíkóar geti vel dáðst að byggingu á sama tíma og þeir gera grín að henni sem mesta tákni þessa tíma sem endaði með bylting- unni 1910. Þau hjónin hafa ýmislegt við Höfðatorgsturninn að athuga. „Hann skyggir nefnilega á innsigl- ingarvitann inn í Reykjavíkurhöfn og er hvorki fallegur né skyn- samlegur,“ segir Brynhildur. Henni finnst táknrænt að vitinn hans Guð- jóns Samúelssonar sem er búinn að lýsa þjóðinni í öll þessi ár sé allt í einu í skugga turns sem hindrar að þjóðin sjái ljósið. „Eftir byltinguna varð mikil menningarleg vakning út um allt íMexíkó. Stelpur fengu að fara í skóla, gamli indíanakúltúrinn var ekki lengur fótum troðinn og Mexíkóar fengu fínan mennta- málaráðherra, eins og við eigum núna, en sá fékk hina þrjá stóru, eins og myndlistarmennirnir voru kallaðir, Diego Rivera, David Alfaro Siquieros og Clemente Orozco, til að skreyta allar þessar stóru gömlu byggingar og öll minn- ismerkin með risastórum vegg- myndum sem sögðu sögu Mexíkó,“ segir Atli Rafn. „Fólkinu var ein- faldlega sögð sagan í myndum svo það gæti skilið hvað hafði gerst og hvar í sögunni fólk væri statt,“ seg- ir Brynhildur og útskýrir að þannig hafi stjórnvöldum tekist að upplýsa fólk, sem var að miklu leyti ólæst, um menningu og sögu Mexíkó þannig að það áttaði sig betur á uppruna sínum. „Þeir umbreyta húsunum,“ segir Atli Rafn og legg- ur til að tómum skrifstofuhúsum á Íslandi verði breytt í ævarandi minnismerki um græðgi og heimsku. Þá mætti t.d. fjarlægja gljáfægt glerið svo sæist aftur til ljóssins, vitans hans Guðjóns Sam- úelssonar. Vindgnauðið og ýlfrið í turninum gæti svo verið öðrum til viðvörunar. Frida er byltingarbarn Brynhildur segir að byltingin sé fyrirbæri sem þroski og mennti listamennina sem á eftir koma. „Frida Kahlo, sem er töluvert yngri en maðurinn sem hún velur sér, Diego Rivera, er fædd 1907 en hún Frida - Í lifanda lífi Hjónin Brynhildur Guðjónsdóttir og Atli Rafn Sigurðsson eru samstiga og samhent og um margt lík. Sama átti ekki við um mexí- kósku hjónin Fridu Kahlo og Diego Rivera, sem þó gátu ekki hvort án annars verið, en þau hafa átt hug Atla Rafns og Brynhildar undanfarið. Enda er Frida Kahlo viðfangsefni þeirra í leikritinu Frida, viva la vida. Brynhildur leikur Fridu og er jafnframt hand- ritshöfundur verksins, sem Atli leikstýrir og verður sýnt í Þjóðleikhúsinu í september. Þau sóttu sér innblástur í Mexíkó. Morgunblaðið/Heiddi Líf Það er líf og fjör í kringum Brynhildi og Atla Rafn. Litla ljónið Baldur Trausti í fangi Atla Rafns og beinagrindurnar frá Mexíkó eru skemmtilegar andstæður. Haust Þjóðleikhúsið mun sýna leikritið Frida... Viva la vida eftir Brynhildi Guðjónsdóttur og í leikstjórn Atla Rafns Sigurðarsonar í byrjun september. Rúmföst Brynhildur í hlutverki Fridu Kahlo og Ólafur Darri Ólafsson í hlut- verki Diego Rivera en þau áttu í afar stormasömu sambandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.