Morgunblaðið - 19.07.2009, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.07.2009, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 2009 Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is ERNA Einarsdóttir, 24 ára nýút- skrifaður fatahönnuður frá hol- lenska lista- og hönnunarháskól- anum Gerrit Rietveld Academie, hefur verið valin af skólanum sem annar af tveimur fulltrúum sem fá að sýna hönnun sína á tískuvikunni í Amsterdam sem stendur yfir 22.-26. júlí. Erna verður meðal 14 annarra ný- útskrifaðra fatahönnuða frá sjö hönnunarháskólum í Hollandi, á sér- stakri sýningu sem ber heitið Licht- ing 09 en sýningin er m.a. styrkt af hollenska fatamerkinu G-Star Raw. Mikið tækifæri Sýninguna sækja mörg hundruð þekktra hönnuða, tískublaðamanna, stílista og stjórnenda tískuhúsa og því mikið tækifæri fyrir unga hönn- uði að fá að sýna afurðir sínar þar. Undir lokin er einn hönnuður valinn úr sem þykir öðrum fremri og fær 10.000 evrur að launum en auk þess ferð með starfsmönnum G-Star Raw á tískuvikuna í New York. Sigrar Ernu eru ekki upp taldir því hún var í hópi sex nýrra og efni- legra hönnuða að mati hollensku tímaritanna AvantGarde og Blend og einnig var fjallað um hana á virtri, alþjóðlegri tískubloggsíðu, A Shaded view of fashion. Diane Per- net sér um síðuna, en hún er ein þekktasta tískublaðakona heims. Síðast en ekki síst var hún valin ásamt 11 öðrum útskriftarnemum til þátttöku á hollensku tískuhátíðinni Modefabriek, sem stendur yfir 26. og 27. júlí. Þar verður hönnun frá yf- ir 600 merkjum til sýnis og for- smekkur gefinn að sumartískunni 2010. Pönkuð fjallkona „Ég er búin að vera í námi núna í fjögur ár í Hollandi og svo sótti ég um meistaranám í Central Saint Martins í London og komst inn þar,“ segir Erna, en hún hefur fengið þær upplýsingar frá skólanum að hún sé fyrsti Íslendingurinn í því námi. Hvað einkennir þína hönnun, get- urðu sagt mér eitthvað frá henni? „Ég bý til mín eigin efni, prjóna þau og vefa, og ef ég kaupi efni þá vinn ég með þau, lita og prenta á þau, t.d. Ég einbeiti mér mikið að textíl og konseptið fyrir lokaverk- efnið mitt í Rietveld var að hanna nýtt útlit fyrir íslensku fjallkonuna. Hún þurfti eitthvað nýtt „identity“ þannig að hún er orðin svolítill pönk- ari, hörð gella og ákveðin. Ég vann mikið með keðjur, gallaefni og nýtt „fágað“ pönk-element, var að prjóna og vefa með keðjum í nær allri hönn- uninni. Ég lagði mikla áherslu á textíl og einföld snið,“ útskýrir Erna. Aldrei að vita hvað gerist Hvert er draumastarfið, hvert stefnirðu í framtíðinni? „Ég væri til í að koma heim til Ís- lands, mig langar mikið til að vinna heima og byggja upp fataiðnaðinn hér. Það er margt hæfileikafólk hérna og við ættum að geta byggt upp dálítið stóran markað,“ segir Erna. Þó sé aldrei að vita hvað ger- ist eftir meistaranám, hvaða tæki- færi gefist. Áhugasömum um hönnun Ernu skal bent á vefsíðu hennar, www.ernaeinars.com. Á meðal þeirra bestu  Erna Einarsdóttir hefur vakið mikla athygli í Hollandi fyrir fatahönnun sína  Hannar nýtt útlit fjallkonunnar Morgunblaðið/Eggert Vill koma heim „Mig langar mikið til að vinna heima,“ segir Erna. 750 KR. - ALLAR MYNDIR - ALLAR SÝNINGAR - ALLA DAGA ÓDÝRT Í BÍÓ Í REGNBO GANUM 750kr. Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Sími 551 9000 HHHH “Stærri, fyndnari, flottari ... Ef þú fílaðir fyrstu myndina, þá áttu eftir að dýrka þessa!” T.V. - Kvikmyndir.is Frá leikstjóranum Michael Bay kemur ein flottasta HASARMYND SUMARSINS ÞETTA ERU FORFEÐUR ÞÍNIR 750kr. 750kr. 750kr. 750kr. Í HVERT SINN SEM HANN FER Í VINNUNA ER ÞAÐ UPP Á LÍF OG DAUÐA ÓTRÚLEG MYND SEM BYGGÐ ER Á SÖNNUM HEIMILDUM, UM HÆTTULEGASTA STARF Í HEIMI Í HVERT SINN SEM HANN FER Í VINNUNA ER ÞAÐ UPP Á LÍF OG DAUÐA. ÓTRÚLEG MYND SEM BYGGÐ ER Á SÖNNUM HEIMILDUM, UM HÆTTULEGASTA STARF Í HEIMI HHHH - S.V. MBL HHHH - Ó.H.T, Rás 2 PUNGINN ÚT Frábær gamanmynd með Seann William Scott úr American Pie og Dude Where Is My Car? Stórskemmtileg sumarmynd uppfull af gáskafullum atriðum og grófum húmor. PUNGINN ÚT 750kr. Stórskemmtileg sumarmynd uppfull af gáskafullum atriðum og grófum húmor. Frábær gamanmynd með Seann William Scott úr American Pie og Dude Where Is My Car? HHHH - S.V. MBL HHHH - Ó.H.T, Rás 2 Sími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Þú færð 5% endurgreitt í Háskólabíó SÝND Í SMÁRABÍÓ SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓ Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef SÝND Í SMÁRABÍÓ Ísöld 3 (ísl. tal) kl. 6 LEYFÐ Ice Age 3 (enskt tal/ísl.texti) kl. 6 - 8 LEYFÐ My Sister‘s Keeper kl. 8 - 10 B.i.12 ára Tyson kl. 10 B.i.14 ára District 13 kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i.14 ára Year One kl. 3:30 - 10:10 B.i. 7 ára My Sister‘s Keeper kl. 3:20 - 5:40 - 8 - 10:20 B.i.12 ára Ghosts of girlfriends past kl. 5:45 - 8 B.i. 7 ára Ísöld 3 (ísl. tal) kl. 3:40 - 5:50 - 8 LEYFÐ Angels and Demons kl. 10:15 B.i.14 ára Gullbrá kl. 4 LEYFÐ Balls Out kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 12 ára The Hurt Locker kl. 8 - 10:35 B.i. 16 ára Ísöld 3 (ísl. tal) kl. 3:30 - 5:45 LEYFÐ Ice Age 3 (enskt tal/ísl.texti) kl. 3:30 - 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ Ghosts of girlfriends past kl. 8 - 10:15 B.i. 7 ára Year One kl. 3:30 - 5:45 B.i. 7 ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.