Morgunblaðið - 19.07.2009, Síða 18

Morgunblaðið - 19.07.2009, Síða 18
18 Útgáfa MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 2009 Eftir Orra Pál Ormarsson orri@mbl.is L angar þig að gefa út bók en færð engu tauti við hefðbundna forleggjara komið? Þá er Blurb málið fyrir þig. Um er að ræða bandarískt fyrirtæki sem sérhæfir sig í prentun og útgáfu bóka fyrir almenning. Allt sem þarf er að skila handriti tilbúnu til prent- unar og ábyrgjast að a.m.k. eitt ein- tak af bókinni muni seljast. Í flest- um tilvikum má reikna með að höfundurinn gefi sig fram sjálfur til að uppfylla það skilyrði. Eða þá móðir hans. Alls gaf Blurb út 300 þúsund titla með þessum hætti á síðasta ári og tekjur fyrirtækisins jukust úr einni milljón dollara í 30 milljónir dollara á tveggja ára tímabili. Ekkert lát er á eftirspurn. En hvernig virkar þetta? Menn byrja á því að hlaða niður sérstöku forriti, BookSmart, sem nálgast má á heimasíðu fyrirtæk- isins, blurb.com, og hanna bókina síðan sjálfir. Höfundurinn ber alla ábyrgð á texta, myndum og útliti og engu er breytt í meðförum Blurb. Það er eins gott að vera með staf- setninguna á hreinu! Þegar bókin er tilbúin í end- anlegri mynd prentar Blurb hana og sendir heim að dyrum á kostnað við- takanda. Blurb prentar bækur jöfn- um höndum í lit og svart/hvítu og í sex mismunandi stærðum og snið- um. Hægt er að velja um kiljur eða harðspjalda bækur og nokkrar gerð- ir af pappír. Kaupandi greiðir kostnað Kostnaður er býsna misjafn eftir lengd bókar og broti en hægt er að hafa hana frá 20 síðum upp í 440. Hver prentuð bók kostar á bilinu 4,98 upp í 186,95 dollara, þ.e. 635 upp í 23.800 kr. á genginu þegar blaðið fór í prentun. Nákvæma verðskrá er að finna á heimasíðu Blurb. Umfang útgáfunnar veltur alfarið á höfundinum. Hafi hann bara í hyggju að láta prenta eina bók fyrir sig og sína verður hún ekki gerð að- gengileg öðrum. Hafi hann aftur á móti áhuga á því að koma verkinu á framfæri getur hann sér að kostn- aðarlausu farið þess á leit við Blurb að fyrirtækið setji hana inn á lista sinn á heimasíðunni yfir útgefnar bækur. Þá getur hver sem er, hvar sem er, pantað bókina, látið prenta og senda sér heim. Viðkomandi kaupandi greiðir allan kostnað við þá prentun sem er sá sami í hvert skipti og bókin er prentuð nema höf- undurinn ákveði annað. Hann getur að vísu ekki lækkað verðið – sem er í raun bara framleiðslukostnaður og þóknun Blurb – en hann getur hækkað það. Geri hann það hirðir höfundurinn sjálfur mismuninn. Á Blurb er hægt að verðleggja bækur í þrennskonar gjaldmiðlum, doll- urum, sterlingspundum og evrum. Velji höfundur að kynna bókina á heimasíðu Blurb birtist mynd af henni með stuttri kynningu, auk þess sem hægt er að skoða fyrstu fimmtán blaðsíðurnar rafrænt. Að öðru leyti hvílir kynning á út- gáfunni alfarið á herðum höfundar. Fróðlegt er að slá inn leitarorðið „Iceland“ á blurb.com en þá kemur fram aragrúi bóka, einkum ferða- og ljósmyndabækur eftir útlendinga sem hér hafa stungið við stafni og heillast af landinu. Ljósmyndir og hrekkjusvín Meðal höfunda sem fært hafa sér Blurb í nyt eru hjónin Gunnar Gunnarsson og Harpa Karlsdóttir. Gunnar hefur þegar gefið út þrjár ljósmyndabækur með þessum hætti og Harpa tvær kómískar myndasög- ur um Tralla nokkurn hrekkjusvín. Fyrsta bókin sem Gunnar gerði fjallar um Dorrit Moussaieff for- setafrú, önnur hefur að geyma port- rettmyndir sem hann hefur tekið gegnum tíðina og í þeirri þriðju leik- ur Gunnar sér með myndir af hálf- um andlitum þekktra Íslendinga. Blaðamaður handleikur bæk- urnar heima hjá Gunnari og getur vitnað um að gæði prentunarinnar eru alveg hreint prýðileg. Hér er sannarlega um alvöru útgáfu að ræða. Gunnar segir Trallabækurnar hafa kostað tæplega 6 þúsund kr. heim komnar hvort stykki en ljós- myndabækurnar voru heldur dýr- ari, í kringum 15 þúsund kr. Gunnar kveðst ekki hafa neinar væntingar til sölu en tíminn verði að leiða það í ljós. „15 þúsund krónur er frekar hátt verð fyrir bók og því er ekki að neita að gengi krónunnar mætti vera hagstæðara. Við skulum sjá til.“ Þegar bókunum er flett vekur at- hygli að Blurb-lógóið er að finna á titilsíðunni. Gunnar segir ekki nauð- synlegt að hafa það en geri menn það ekki hækki verðið um 10 doll- ara. „Ætli þeir líti ekki öðrum þræði á þetta sem auglýsingu.“ Engin takmörk Gunnar hefur starfað sem ljós- myndari í meira en tvo áratugi og hefur verið að fara yfir myndasafn sitt að undanförnu. Hann leitaði hóf- anna hjá Forlaginu um útgáfu en hafði ekki árangur sem erfiði. „Bókaútgefendur eru ekki að eyða peningum sem stendur,“ segir hann. Þá var Gunnari bent á Blurb. „Ég hafði litla trú á þessu í upphafi en þegar ég fór að kynna mér málið betur komst ég að raun um að þetta er bráðsniðugt.“ Hann segir BookSmart-forritið tiltölulega auðvelt í notkun en ekki sé verra að hafa grunn í útlits- hönnun og umbroti. Blurb býður upp á staðlað umbrot en höfundar geta líka látið hugmyndaflugið ráða. „Það eru í raun engin takmörk fyrir því hvað hægt er að gera.“ Gunnar er kominn á bragðið og sér fram á frekari útgáfu. „Ég er með eina bók til viðbótar í vinnslu og fleiri í kollinum.“ Þar sem draumarnir Mikill er máttur útgef- enda. Þeir ráða hvað kemur út og hvað ekki í bókmenntum og tón- list. Höfundar geta raunar freistað þess að gefa út sjálfir en því fylgir ósjaldan mikil fjárhagsleg áhætta, einkum ef menn eru illa kynntir. Nú eru á hinn bóginn komnir fram aðilar sem gera tónlist- armönnum og rithöf- undum kleift að koma sér á framfæri með litlum tilkostnaði. Galdraorðin eru Blurb og TuneCore. Morgunblaðið/HeiddiHöfundar Hjónin Harpa Karlsdóttir og Gunnar Gunnarsson með bækurnar sem þau hafa gefið út fyrir tilstilli Blurb. Hann ljósmyndar en hún teiknar. ‘‘ÉG HAFÐI LITLA TRÚ ÁÞESSU Í UPPHAFI ENÞEGAR ÉG FÓR AÐKYNNA MÉR MÁLIÐ BET- UR KOMST ÉG AÐ RAUN UM AÐ ÞETTA ER BRÁÐ- SNIÐUGT. VÉLASALAN Klettagörðum 25 S:5200000 I www.velasalan.is I velasalan@velasalan.is VÉLASALAN Ægisvagn með fortjaldi Eigum til sölu örfáa tjaldvagna á gamla verðinu. Upplýsingar í síma 6182050

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.