Morgunblaðið - 19.07.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.07.2009, Blaðsíða 1
1 9. J Ú L Í 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 194. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is SVIPMYND»4 FASTEIGNAMARKAÐUR»6 TÍÐARANDI»9 Allt stefnir í að a.m.k. þrír nýir bændamarkaðir verði starf- ræktir í höfuðborginni með haustinu. Á Suðurlandi eru sjö bændamarkaðir miðað við tvo í fyrra og hafa viðtök- urnar verið slíkar að bændur anna varla eft- irspurninni. Neyt- endur velja í auknum mæli íslenskt og æ fleiri vilja kaupa afurðir beint frá býli. Bændamörk- uðum fjölgarFasteignamarkaður á Íslandi hefur átt undir högg að sækja en gagnstætt því sem margir gætu haldið eru Íslendingar ekki einir í slíkri stöðu. Afleiðingin af verðhruni á eftir mikilli fasteignabólu er sú að margir fasteignaeigendur eru tæknilega gjaldþrota. Fasteignaeigendur í Danmörku, sér- staklega í höfuðborginni Kaupmanna- höfn, eru einnig í mjög erfiðri stöðu þar sem tugþúsundir þarlendra eru í svip- aðri stöðu og íslenskir fasteignaeig- endur. Markaðurinn býður upp á tækifæri, ef aðeins aðgangur að fjármagni væri auðveldari. Minnir á Ísland Hún er orðlögð fyr- ir alþýðlegt viðmót og þykir fær í sínu starfi. Sonia Soto- mayor hefur staðið í ströngu í vikunni en þingnefnd öld- ungadeildarinnar metur nú hvort þessi dóttir inn- flytjenda frá Pú- ertó Ríkó sé hæf til að gegna starfi hæstaréttardómara í Bandaríkjunum. Klár og alþýð- legur dómari Hæf? Sotomayor situr fyrir svörum. FJÁRFRAMLÖG til stuðnings flóttafólki frá Írak hafa snarminnkað, þrátt fyrir að enn sé fjöldi flóttamanna í nágrannalöndunum Sýr- landi og Jórdaníu. Flóttamannastofnun Sam- einuðu þjóðanna sendi út beiðni til ríkja heims um 400 milljóna dollara framlag fyrir árið 2009 svo aðstoða mætti fólkið. Þrátt fyrir að komið sé fram í júlí vantar enn meira en helming fjár- ins. Talsmaður Flóttamannastofnunarinnar í Sýrlandi, Sybella Wilkes, bendir á að alþjóða- samfélagið þurfi að gangast við því að ólíklegt sé að flóttamannavandinn í Sýrlandi leysist fljótlega. Mikilvægt sé að tryggja að fólk snúi ekki aftur til Íraks af illri nauðsyn. Í Morgunblaðinu í dag er rætt við Íraka á flótta, meðal annars flóttakonuna Umm Ah- med. „Fyrsta árið vorum við vongóð – enda augljóst að við gætum ekki búið lengur í Írak sem fjölskylda og að í Sýrlandi væri enga framtíð að hafa. Svo síaðist það hægt og bít- andi inn að umheiminum er að mörgu leyti sama um þetta,“ segir hún. | 22 Heiminum virðist sama Minni fjárstuðningur við íraska flóttamenn Reuters Írak Þrýstingur er á flóttafólk að snúa heim. LEIKARAHJÓNIN Brynhildur Guðjónsdóttir og Atli Rafn Sigurðs- son eiga mikið í vændum. Í sept- ember verður leikritið Frida, viva la vida, sýnt á stóra sviðinu í Þjóð- leikhúsinu en Brynhildur, sem skrifar handritið, mun leika mexí- kósku listakonuna Fridu Kahlo og Atli Rafn leikstýra. Undirbúnings- ferlið hefur verið langt og tókust Brynhildur og Atli Rafn á hendur ferðalag til Mexíkó til að kynna sér ævi Fridu Kahlo en ekki síður til að öðlast dýpri skilning á því umhverfi sem Frida mótaðist af. Ótrúlegt lífshlaup Ævi Fridu Kahlo var ekki sér- lega löng, en þeim mun ótrúlegri. Frida Kahlo lenti ung í skelfilegu slysi og var ekki hugað líf. Hún þjáðist stöðugt af verkjum en listin veitti henni vissa lausn. Hún giftist eldri manni, þekktum mexíkóskum málara, Diego Rivera, og áttu þau í stormasömu sambandi enda bæði blóðheitar og óvenjulegar mann- eskjur. Frida Kahlo laðaði að sér ótrú- lega litríkt fólk og í ævi hennar koma við sögu margir frægir og ólíkir einstaklingar eins og Joseph- ine Baker, Pablo Picasso og Leon Trotskí, eins og Brynhildur og Atli Rafn leiða okkur fyrir sjónir. | 10 Morgunblaðið/Heiddi Tilbúin Brynhildur og Atli Rafn hafa lagt mikla vinnu í undirbúning leikritsins um Fridu Kahlo sem verð- ur tekið til sýningar í september í Þjóðleikhúsinu en leikritið verður sýnt á stóra sviðinu. Heilluð af heimi Fridu BLUNDAR í þér rithöfundur eða tónlistarmaður enda þótt útgef- endur séu ekki tilbúnir að veðja á þig? Leggðu þá ekki árar í bát heldur gakktu sjálf(ur) í málið. Blurb heitir bandarískt fyrirtæki sem gefur út bækur fólks með tiltölulega litlum tilkostnaði. Allt sem þarf er að skila hand- riti tilbúnu til prentunar og ábyrgjast að a.m.k. eitt eintak af bókinni seljist. Óski fólk þess eru bækurnar kynntar á heimasíðu Blurb, þar sem almenningur getur pantað þær, látið prenta og fengið sendar heim. Vilji menn koma tónlist sinni á framfæri er bandaríska vefútgáfan TuneCore tilvalinn vettvangur. Þar gefst tón- listarmönnum tækifæri til að senda inn lag eða lög sem TuneCore hefur gegn vægu verði milligöngu um að selja á netinu. Ódýr útgáfa með óhefð- bundnum hætti BÆÐI RAUNGÓÐ OG RITFÆR TENGSL: BRAGI OG JÓHANNA KVIKMYNDIR Skilaboð í duldum boðskap MANSTU EFTIR CLAIROL ? VARAMENN Ávallt viðbúnir að skipta sköpum SUNNUDAGUR ÚTGÁFA»18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.