Morgunblaðið - 19.07.2009, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.07.2009, Blaðsíða 44
SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 200. DAGUR ÁRSINS 2009 Heitast 20°C | Kaldast 8°C Norðaustanátt, víða 3-10 m/s. Skýjað aust- anlands og við norður- ströndina, annars bjart veður. Hlýjast suðvestantil. »8 SKOÐANIR» Staksteinar: Kristin eyja, týnd í Atlantshafi Forystugrein: Þung undiralda í Íran Pistill: Svartnætti og sigurgleði Reykjavíkurbréf: Við ráðum við þetta – en með hvaða hætti? Ljósvakinn: Lýsingar í útvarpi skila sínu ATVINNA» TÓNLIST» Er Jackson vinsælli en Elvis og Bítlarnir? »39 Nokkrir leikarar í kvikmyndasögunni hafa gert sig seka um að búa sér til hreim, en mistekist algjörlega. »37 KVIKMYNDIR» Hræðilegur hreimur FÓLK» Pitt og Jolie vilja gera framhaldsmynd. »42 TÓNLIST» Það var fjör á baráttu- tónleikum. »41 Tónlistarmaðurinn Robert Wyatt hefur farið óhefðbundnar leiðir í tónlist og m.a. uppskorið að- dáun Bjarkar. »37 Öðruvísi listamaður TÓNLIST» reykjavíkreykjavík 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT Í LAUSASÖLU 395 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950 VEÐUR» » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Kyrrsettu tjaldvagninn 2. Flókin þyrluaðgerð við … 3. Var hún of falleg fyrir fangelsið? 4. „Hrein og klár viðskipti“ Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is DOKTOR Sturla Friðriksson, erfða- og vistfræðingur, kom nýlega úr sinni 50. ferð í Surtsey. Hann var lengi í stjórn Surtseyjarfélagsins og átti mikinn þátt í að Surtsey var gerð að vísindarannsóknarstöð. „Ég var drifinn með í þessa ferð. Ég er búinn að fara þangað svo oft,“ sagði Sturla. Hann var í hópi tíu líf- fræðinga sem fóru í árlegan leið- angur í Surtsey 13.-16. júlí. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti hópinn til og frá Surtsey. Leiðangursstjóri var Borgþór Magnússon, for- stöðumaður vistfræðideildar Nátt- úrufræðistofnunar Íslands. Sjómenn urðu varir við Surts- eyjargosið að morgni 14. nóvember 1963. Sturla fór fyrst út í Surtsey vorið 1964. Þá stóð eldgosið sem hæst og eyjan var að myndast. „Ég skrapp út til þess að verða vitni að því fyrsta sem kynni að finn- ast þar lífrænt. Það var ekki fyrr en á öðru ári (1965) að ég fann fjörukál rétt fyrir ofan flæðarmálið. Þetta er jurt sem ekki vex að staðaldri í Surtsey en er þarna öðru hverju. Næst kom melgresi og síðan komu fjöruarfi og blálilja á þriðja ári,“ sagði Sturla. Hann hefur farið í Surtsey flest árin síðan og stundum oftar en einu sinni á ári. Sturla er fæddur 1922 og þegar minnst var 40 ára frá upphafi goss- ins var Sturla 81 árs. Hann fór í eyna það ár og með í för var Englend- ingur. „Það er sagt um gamalt fólk á ensku: „He is as old as the hills“ (hann er jafn gamall og fjöllin). Ég gat sagt við Englendinginn að ég væri tvöfalt eldri en fjöllin! Það er merkilegt að koma á stað þar sem maður er tvöfalt eldri en fjöllin,“ sagði Sturla. Surtsey er nú á heimsminjaskrá UNESCO. Sturla þakkar það ekki síst þeirri ákvörðun að friða eyna. Það hafi hafi verið afar rétt ákvörð- un á sínum tíma. Sturla nefndi að til væru aðrar eldeyjar sem ekki hefði verið lokað fyrir almennri umferð. Þangað hafi borist ýmislegt með far- artækjum og ferðafólki. „Það að gera Surtsey að vís- indalegri rannsóknarstöð er ein- stakt. Þess vegna er Surtsey meðal annars fræg, fyrir að Íslendingar skyldu gera þetta.“ Sturla telur merkilegasta framlag rannsókna í Surtsey vera að þar hafi verið hægt að fylgjast með þróun líf- ríkisins. „Surtsey er eins og pínulítil útgáfa af Íslandi. Þegar Ísland reis undan jökli var það alveg nakið. Það að geta fylgst með eyju úti í Atlants- hafi, hvernig líf berst að henni og þróast, er alveg stórmerkilegt og hliðstæða þess hvernig líf barst til Íslands,“ sagði Sturla. Rannsóknir hafa sýnt að lífið hef- ur borist til Surtseyjar með sjó og vindum. Einnig með fuglum, reka og fiskum. Þannig fannst m.a. sjórekið pétursskip, egghylki skötu, sem hafði rekið úr fjöru á fastalandinu. Við pétursskipið loddi mikið af fræj- um plantna ofan af landi. Ljósmynd/Sigurður H. Magnússon Líffræðingar í Surtsey Frá vinstri: Erling Ólafsson, Viggó Þór Marteinsson, Bjarni Diðrik Sigurðsson, Ingvar Atli Sigurðsson, Svanhildur Egilsdóttir, Sturla Friðriksson, Erpur Snær Hansen, Karl Gunnarsson, Borgþór Magnússon og Sigurður H. Magnússon. Sturla Friðriksson (í miðið) fór fyrst í Surtsey til rannsókna vorið 1964. Tvöfalt eldri en fjöllin Dr. Sturla Frið- riksson fór í 50. skipti í Surtsey Ljósmynd/Sturla Friðriksson Gróður Fyrsta samfélag plantna myndaðist þar sem melgresi, fjöruarfi og blálilja uxu saman. Sturla hefur fylgst með vexti og þróun þess í 44 ár. Í HNOTSKURN »Nú fannst 61 tegund há-plantna í Surtsey og hafði þeim fækkað um tvær frá 2008. »Fuglalíf var með svipuðumóti og síðustu ár. Mesta athygli vöktu tólf krossnefir. »Líflegt smádýralíf er íSurtsey og hafa nýjar teg- undir borist þangað. ERNA Einars- dóttir, nýútskrif- aður fatahönn- uður frá hol- lenska lista- og hönnunarháskól- anum Gerrit Rietveld Aca- demie, hefur vakið mikla at- hygli fyrir hönn- un sína, og hefur verið valin til að sýna á tískuvikunni í Amsterdam sem stendur yfir 22.-26. júlí. Lokaverkefni hennar í skólanum var að hanna nýtt útlit fyrir ís- lensku fjallkonuna. „Hún þurfti eitthvað nýtt „identity“ þannig að hún er orðin svolítill pönkari, hörð gella og ákveðin. Ég vann mikið með keðjur, gallaefni og nýtt „fág- að“ pönk-element, var að prjóna og vefa með keðjum í nær allri hönn- uninni. Ég lagði mikla áherslu á textíl og einföld snið,“ segir Erna. Hvað framtíðina varðar segist Erna vilja vinna á Íslandi. „Mig langar mikið til að vinna heima og byggja upp fataiðnaðinn hér. Það er margt hæfileikafólk hérna og við ættum að geta byggt upp dálítið stóran markað.“ | 38 Hannaði nýtt útlit fjallkonu Erna Einarsdóttir FRÉTTAÞULURINN Walter Cron- kite er látinn, 92 ára gamall. Var banameinið æðasjúkdómur sem fylgdi heila- hrörnun hans. Cronkite var einn þekktasti fréttaþulur Bandaríkjanna og var gjarna kallaður „Walter frændi“ þar í landi. Hann var þekktur fyrir ró- lyndi sitt og naut mikils trausts bandarísks almenn- ings. Var hann í könnunum oft út- nefndur sá maður sem fólk treysti best. Cronkite var fréttastjóri kvöld- frétta CBS frá 1962 til 1981 og flutti löndum sínum fréttir af morð- inu á John F. Kennedy, Víetnam- stríðinu, fyrstu mönnunum á tungl- inu, Watergate-hneykslinu, kalda stríðinu og fleiri stórmálum tutt- ugustu aldarinnar. Í kjölfar frétta af andláti Cron- kite lýsti Barack Obama Banda- ríkjaforseti honum sem traustri rödd í ótraustum heimi. „Hann bauð okkur að trúa sér og hann brást okkur aldrei.“ skulias@mbl.is „Hann brást okkur aldrei“ Walter Cronkite ’Staðreyndin er að talsverður hlutikvenna sem beittar eru ofbeldi afmaka sínum slíta sambúðinni. Þó erusambandsslit engin trygging fyrir þvíað ofbeldinu linni heldur getur ofbeld- ismaðurinn tvíeflst við þau og ofbeldið jafnvel orðið lífshættulegt. Í því sam- hengi má nefna að nærri helmingur þeirra 340 kvenna sem leituðu í Kvennaathvarfið í fyrra komu ekki vegna ofbeldis af hálfu þáverandi maka heldur fyrrverandi eiginmanns eða sambýlismanns, barnsföður eða ættingja. » 25 SIGÞRÚÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR OG ÞÓRDÍS ELVA ÞORVALDSDÓTTIR ’Góðir Íslendingar! Við eigum ekk-ert erindi inn í evrópskt risaveldimeð sterka hneigð til samlögunar ogmiðstýringar. Höfnum umsókn um„aðild“ að þessu bandalagi! Aðildin er í reynd innlimun í stórveldi með heimsveldisdrauma » 25 JÓN VALUR JENSSON ’Það var einn flokkur sem ég taldilíklegastan til að geta staðið ívegi fyrir fullveldisafsalinu sem blasirvið íslenskri þjóð. Þessi flokkur erVinstri grænir. Ég kaus VG með þá trú í hjarta að ykkur gæti ég treyst til að standa við gefin loforð. Stór hafa orð- in verið er komið hafa frá forystu flokksins en þegar á reynir virðist erf- itt að standa við þau. » 25 ERLA JÓNA STEINGRÍMSDÓTTIR ’Ég þekki ekki þá er fara fyrir þjóð-inni núna eða þeirra tónlist-arsmekk, vera má að eitthvert þeirraer sæst hafa á skuldsetninguna óg-urlegu hafi hlýtt á Þorláksmessu- tónleika Bubba Morthens sem hefur vitnað til þess að Mayarnir hafi, að sögn, spáð fyrir um heimsenda árið 2012, á Þorláksmessu eða við vetr- arsólstöður. » 26 ARNLJÓTUR B. BERGSSON ’Á Ingólfstorgi hefur þróast sér-stakt mannlíf bifhjólamanna,krakka á hjólabrettum og fólks semnýtur útivistar og veitinga. Svonamannlíf verður ekki búið til með skipu- lagi og yfirvöldum ber að hlúa að því. » 26 HELGI ÞORLÁKSSON Skoðanir fólksins Atvinnuauglýsingar Raðauglýsingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.