Morgunblaðið - 19.07.2009, Síða 30

Morgunblaðið - 19.07.2009, Síða 30
30 Minningar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 2009 Selhellu 3 Hafnarfirði Sími 517 4400 • www.englasteinar.is                          ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HREIÐAR G. VIBORG, áður Barmahlíð 34, Hraunvangi 3, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Garðakirkju mánudaginn 20. júlí kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Jóna Helgadóttir, Helgi Þór Viborg, Hildur Sveinsdóttir, Guðmundur Viborg, Sigríður María Hreiðarsdóttir, afabörn og langafabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, HILDIMUNDUR SÆMUNDSSON, Túngötu 4, Álftanesi, lést þriðjudaginn 7. júlí. Útförin fer fram frá Breiðholtskirkju þriðjudaginn 21. júlí kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á ferðasjóð íbúa að Hátúni 12, reikningsnúmer 1175-26-500013, kt. 660506-0120. Aðalheiður Sigurdís Steingrímsdóttir, Steingrímur Hildimundarson, Steinhildur Hildimundardóttir, Leifur Eysteinsson, Kristín Hildimundardóttir, Jón Unnar Gunnsteinsson, Sæmundur Hildimundarson, Nancy Rut Helgadóttir og barnabörn. ✝ Okkar ástkæra og yndislega eiginkona, móðir, tengdamóðir, dóttir og amma, ÁSTRÍÐUR HÓLM TRAUSTADÓTTIR, Seljabraut 52, Reykjavík, verður jarðsungin frá Seljakirkju þriðjudaginn 21. júlí kl. 15.00. Óskar Már Ásmundsson, Margrét Jóhannsdóttir, Hafþór Theodórsson, Bjarki Már Óskarsson, Trausti Már Óskarsson, Agnes Sigurðardóttir, Viktor Blær Hafþórsson, Ásta María Hafþórsdóttir. ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HÖLLU INGU EINARSDÓTTUR, áður til heimilis Eikjuvogi 24, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á hjúkrunarheimilinu Eir fyrir þá einstöku umönnun og nærgætni er það sýndi henni ætíð. Pálína Erna Ólafsdóttir, Marsibil Ólafsdóttir, Stefán Árnason, Sigrún Ólafsdóttir, Pétur Jónsson, Ingimar Ólafsson, Guðlaug Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Samskipti við gott fólk gefa lífinu gildi. Ég hef verið svo lán- söm að eiga yndislega ömmu mína að í 59 ár. Amma Kristín var um margt sérstök kona og einstök fyrirmynd. Ég hef alltaf verið mjög stolt af ömmu minni. Það var fátt sem amma gat ekki gert. Hún var greind, skemmtileg, handlagin og fann góða lausn á flestum vandamálum. Þó að afi hafi verið myndarlegur og duglegur að sinna heimilinu þá var það ljóst að amma var handlagnari og hikaði ekki við smíðar og margskonar við- gerðir og viðhald. Það má t.d. nefna þegar hún gerði við gluggana eða þegar hún lá á bak- inu í skriðkjallaranum undir hús- inu og skipti um kaldavatnslögnina inn á baðið. Ég minnist hennar syngjandi eða raulandi við verkin, hvort sem það var við skyrgerð eða að strokka smjör í sveitinni eða bakstur og önnur störf í Borgar- nesi. Amma og afi kynntust góðu fólki hvar sem þau fóru. Þau voru vin- mörg og trygglynd. Það hefur því alltaf verið mikill gestagangur á heimili ömmu og var það henni til ánægju og gleði. Alltaf var komið hlaðið veisluborð áður en við var litið, þegar gesti bar að garði. Enda var hún listakokkur og frá- bær í bakstrinum. Amma var alltaf mjög glaðlynd og jákvæð mann- eskja. Öllum vandamálum eða áföllum sem upp komu tók hún á jákvæðan hátt og vann vel úr þeim. Þannig var hún alla tíð en það var ekki síður áberandi á efri árum þegar hún varð fyrir nokkrum heilsufarslegum áföllum sem hún vann sig frá á skömmum tíma með markvissum viðbrögðum og þjálf- un. Þegar sjónin fór að daprast síð- ustu ár þá hætti hún perlusaumi og vinnu við þá fallegu listmuni sem hún hafði áður unnið í nokkrum mæli en sneri sér að spilamennsku sem hún hafði mjög gaman af. Hún hafði alltaf mjög gaman af ferða- lögum. Á fyrri árum ferðuðust þau afi mikið með foreldrum mínum en síðustu ár ferðaðist hún mikið með dætrum sínum, Önnu Maríu og Gullu. Í vor og sumar var hún búin að fara í tvær ferðir til Hólmavíkur og vikuna áður en hún dó var hún í vikuferð um landið í húsbíl. Þegar ég var barn var alltaf svo gott að koma til afa og ömmu. Þar dvaldi ég um lengri og skemmri tíma. Eftir að ég fullorðnaðist var áfram svo gott að koma til þeirra. Það var alltaf svo gott að spjalla við ömmu enda var hún mjög minnug og skemmtileg. Við áttum gott spjall mánudaginn 29. júní, hún gaf mér ráð sem ég nýtti og hafa þegar skilað árangri. Það er sárt að kveðja ömmu en ég er Kristín Sigurðardóttir ✝ Kristín Sigurð-ardóttir fæddist á Þiðriksvöllum við Hólmavík 12. janúar 1912. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Akraness 1. júlí sl. Útför Kristínar var gerð frá Borgarnes- kirkju 14. júlí síðast- liðinn. þakklát fyrir hversu góða og langa ævi hún átti. Kristín Sæunnar- og Sigurðardóttir. Rösklegt fótatak heyrðist þegar knúið var dyra. Lokið er upp og þar stendur amma mín, einstök lítil kona með stórt hjarta og langt nafn, Salóme Kristín Ingi- björg, alltaf kölluð Stína. Nafnið lítillátt eins og hin æðrulausa, stálminnuga amma sem grét bæði í brúðkaupum og jarð- arförum. Þéttingsfast er knúsað og alltaf margir kossar, hvort sem heilsað var eða kvatt. Litlir fætur höfðu trítlað niður að Skúlagötu 17 í Borgarnesi til að heimsækja ömmu og afa. Ilminn af bestu kleinum í heimi leggur yfir fallegasta stað í plássinu þar sem voraði fyrr en annars staðar, kartöflum var potað snemma niður og ekki hreyfði vind, nema hann væri á vestan. Fallegur garður sem meðal annars skartaði Bínugrasi, sem í raun heitir eitt- hvað annað, og auga mitt getur glaðst yfir í dag, í eigin garði. Boðið er í eldhús, töfrað fram veisluborð á meðan amma er að baka flatkökur fyrir kaupfélagið, stjana við afa, vinna forða til vetrarins, sauma, föndra eða baka, segja sögur eða kenna eitthvað þarft, aldrei verk- laus og oftast brosandi. Síðdegið flýgur hjá, degi tekið að halla og amma þarf að rjúka, það bíða skúrningar í kaupfélaginu. Snemma á lífsins gönguför kynn- ist þessi glögga kona, er hafði sitt fram með hægðinni, ástinni í lífi sínu, afa mínum Andrési Konráðs- syni. Saman gengu þau götuna þar til afi andaðist árið 1994. Nú hafa þau sameinast að nýju og skunda í gleði um nýja stíga. Úr litlum efnum skóp parið sitt fyrsta hreiður og alltaf var rými fyrir þann er þurfti skjól. Fjölgaði brátt í hreiðrinu, börnin orðin þrjú þegar amma var tvítug og alls urðu þau sjö. Römm var taugin við Hólmavík þar sem lengi var búið. Þar misstu þau son sinn, Ara Gísla, árið 1950, á sama tíma og amma lá á sæng, að eiga yngsta barnið. Sorgin nísti og mætur maður sagði að það hefði verið í eina skiptið sem hann sá ömmu verulega brugðið. Sjálf sagði hún mér síðar að það hjálpaði í lífinu að geta grátið, „það losar um,“ sagði hún. Fleiri orð þurfti ekki. Ljóð Samúels Jóns Sam- úelssonar lýsir vel þessu viðhorfi ömmu. Þú sæla heimsins svalalind, ó, silfurtæra tár, allri svalar ýta-kind og ótal læknar sár. Vorið 1952 flytur fjölskyldan í Jafnaskarð í Stafholtstungum. Lífið var eins og gengur. Mikil vinna, heyjað víða til að eiga nóg, langt að sækja, samgöngur erfiðar. Aldrei var æðrast, alltaf tími fyrir hinn dillandi hlátur, hnyttin orð og um- vefjandi væntumþykju. Engin vandamál, aðeins verkefni til úr- lausnar. Sterk bönd bundust við jörð og granna. Eins og ætíð unnu allir ömmu, annað var ekki hægt. Heiðarjörðin er kvödd árið 1960 og flutt í Borgarnes. Þar var samstiga göngu þeirra ömmu og afa fram- haldið, göngu sem varði yfir sextíu ár. Á Skúlagötunni bjuggu þau þar til afi kvaddi, þá flutti amma upp á Borgarbraut. Þaðan hélt hún í sína hinstu ferð og beið með að kveðja þar til allir er gátu, höfðu heimsótt hana. Amma mín, sem breytti flestu til betri vegar, unni ferðalögum og fylgdist með öllum sínum sjötíu og átta afkomendum, hefur kvatt, níu- tíu og sjö ára gömul. Hélt góðri heilsu alla tíð, sótti mannfagnaði og fylgdist vel með í samfélaginu. Hægt og hljótt, á sinn einkennandi hátt, fór hún til fundar við ástvin sinn. Yndisleg kona er gengin sem ég hlakka til að hitta aftur. Allt er geymt allt er á vísum stað engu gleymt, ekkert er fullþakkað. (O.K.) Birna G. Konráðsdóttir. Við systurnar hefðum aldrei vilj- að missa af því að kynnast ömmu Stínu. Stundum vorum við líka svo stoltar af því að eiga ömmu sem var næstum 100 ára en samt svo hress að hún fór stundum til útlanda eða í langa bíltúra. Hún var svo góð og hjálpsöm og dugleg að útskýra hlut- ina fyrir okkur. Hún hét líka svo skrítnu og löngu nafni og gerði stundum grín að því að hún héti Sal- óme Kristín Ingibjörg Sigurðar-Óla- dóttir. Það var svo gott að koma til henn- ar því hún átti alltaf eitthvert spennandi nammi eða góðgæti handa okkur. Hún leyfði okkur líka alltaf að leika okkur í skemmtilega þríhyrningaspilinu, spilunum með stóru stöfunum sem hún notaði í fé- lagsvist, skeljunum og steinunum sem hún átti. Hún átti það líka til að leika sér við okkur í teppaleik, setja rúllur í hárið eða segja okkur sögur frá því í gamla daga. Hún átti líka skemmtilega dúkku, hana Rósu, sem Emilý Pála, litla systir, okkar lék sér oft við. Við ætlum að hjálpa Emilý Pálu að muna eftir ömmu Stínu og geyma góðar minningar um frábæra langömmu í hjörtum okkar að eilífu. Andrea Guðbjörg og Júlía Krista Það er sérstakt að andlát 97 ára gamallar konu komi að óvörum. Lífshlaup ömmu Stínu, sem hét fullu nafni Salóme Kristín Ingi- björg, var þannig að mörg okkar trúðum því nánast að hún yrði eilíf. Viðfangsefni ævi sinnar leysti hún jafnan þannig að hvorki aldur né erfiði verkefnis voru fyrirstaða. Æðruleysi var henni í blóð borið. Margt í sögu lands má lesa úr æviskeiði einstaklings sem lifað hef- ur nær heila öld. Fædd í torfbæ, al- in upp í sjávarplássi fyrir vestan, flutti 8 ára ásamt fullorðnum fóstur- foreldrum til Akureyrar, í tvílyft hús í fjörunni, þar sem bjuggu fjór- ar fjölskyldur fyrir í nánast jafn mörgum herbergjum. Öll sumur í síld á Siglufirði, handfljót og rösk, sá vart upp fyrir tunnubrún. Sextán ára í beitningu, aftur vestur á Drangsnes, snarari en flestir til verka. Kynntist formanni á róðra- báti, afa Andrési og orðin þriggja barna móðir um tvítugt. Þau heyj- uðu túnskika hingað og þangað fyrir kú og nokkrar skjátur, aldrei úr- ræða vant fyrir stöðugt vaxandi heimili. Kostgangarar var ein leið og söltun á síldarplani önnur, jafn- vel gengin átta mánuði á leið með tvíburana. Dugnaður hennar var annálaður og um hana sagt að hún héti þremur nöfnum og stæði undir þeim öllum. Kannski eirðu þau ekki eftir að Ari Gísli dó 1950, auk þess sem hug- ur stóð til búskapar og þau fluttu að Jafnaskarði inni á heiði ofan Hreða- vatns. Búskapur var á byrjunarreit – sauðféð fór ekki suður – og hátt í 80 slátur tekin. Og engan skorti neitt þótt uppbygging búskapar í Jafnaskarði væri erfið. Enn voru heimilis- og bústörf mikið unnin á hendi og hvorugt þeirra gaf sér það eftir. Mynd af þeim hjónum frá þessum tíma ber þess merki. Með barnsaugum leit þetta öðru- vísi út, aðeins gleði og skemmtun. Horfa á ömmu baka rúgbrauð í eldavélinni, strokka smjör og sitja seint um kvöld á borðstofuborðinu hjá henni meðan hún saumaði tjullk- jóla á fjórar stelpur. En búskapnum lauk og við tóku nýir tímar í Borgarnesi og lífið varð léttara – jafnt og þétt eftir því sem árin liðu. Samstaða þeirra hjóna skilaði farsælu ævistarfi, en afi Andrés lést 1994. Kristín hafði á langri ævi þurft að ganga í öll verk, bæði úti og inni. Hún skreið undir hús að gera við pípulögn og sitt hvað kunni hún fyr- ir sér í rafmagni. Nútíminn kom með þægindi og hún tók öllu fagn-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.