Morgunblaðið - 05.12.2009, Side 29

Morgunblaðið - 05.12.2009, Side 29
Fréttir 29ERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2009 Reuters Viðbúnaður Danskur hermaður setur upp gaddavír í vatnsrennu við Bella- miðstöðina í Kaupmannahöfn þar sem loftslagsþing SÞ fer fram. Reuters Fangageymsla Danskur lögreglumaður opnar einn af 37 klefum sem komið hefur verið fyrir í gamalli Carlsberg- bjórgeymslu sem notuð verður sem bráðabirgðafangelsi fyrir fólk sem kann að verða handtekið fyrir mótmæli í tengslum við loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn. Hver klefi rúmar um 8-10 fanga. YFIR hundrað þjóðarleiðtogar hafa staðfest að þeir ætli að taka þátt í aðildarríkjaþingi loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í Kaupmanna- höfn, að sögn danskra embættis- manna í gær. Lars Løkke Rasmussen, forsætis- ráðherra Danmerkur, bauð leiðtog- um 191 ríkis að taka þátt í tveimur síðustu dögum þingsins sem hefst á mánudaginn kemur og stendur til 18. desember. Dönsk stjórnvöld ætla ekki að birta lista yfir þá þjóðarleiðtoga sem ætla að taka þátt í loftslags- þinginu. Barack Obama Banda- ríkjaforseti hefur sagt að hann ætli að taka þátt í samningaviðræð- unum í Kaupmannahöfn 9. desem- ber, um viku áður en hinir þjóð- arleiðtogarnir mæta. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur staðfest að hún hyggist taka þátt í þinginu. bogi@mbl.is Yfir 100 leiðtogar ætla til Kaupmannahafnar www.gisting.dk/gisting.html sími: 499 20 40 (Íslenskt símanúmer) Ódýr gisting í Kaupmannahöfn Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 1200 N JARÐARBRAUT 9 - REYK JA NE SB Æ FIS KIS LÓÐ 3 - REYKJAVÍK Mikið og gott úrval af jeppa- og vetrardekkjum frá TOYO. Nesdekk - Fiskislóð - sími 561 4110 / Nesdekk - Reykjanesbæ - sími 420 3333 Gæða vetrardekk fyrir alla bíla

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.