SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Blaðsíða 6

SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Blaðsíða 6
6 17. október 2010 Hvernig verður framtíð námumannanna hugrökku, 32 Sílemanna og eins Bólivíumanns, sem nú eru hetjur allra? Þeim Juan Illanes og Carlos Mamani, sem sneru í gær aftur til heimaborgarinnar Copiago eftir að hafa verið til öryggis á sjúkrahúsi, var tekið með kostum og kynjum. En fátækrahverfið þeirra er svo hættulegt að lögreglan þorir sjaldan þangað. Grannarnir sögðu að Illanes og Mamani væru breyttir, væru nú afar „auðmjúkir, mjög þöglir menn“. Reynslan á eftir að sýna hve fljótt þeir ná sér and- lega en líkamlega ástandið var sagt ótrúlega gott hjá öllum mönnunum. Einn mun þó vera með lungna- bólgu og nokkrir með svonefnd kísíllungu, algengan kvilla hjá námumönnum. Mörg fyrirtæki hafa nú sent námumönnunum og fjölskyldum þeirra peninga, grískt fyrirtæki bauð þeim að hvíla sig frítt á sólarströnd í Eyjahafinu í nokkrar vikur. Og þeim hefur verið boðið mikið fé fyrir einkarétt á frásögnum af dvölinni í neðanjarðarvít- inu. Einnig hefur verið rætt um auglýsingasamninga og kvikmyndarétt, bækur. En áhugi umheimsins og fjölmiðla dvínar oft hratt, annað grípur athyglina. Ef til vill sætta mennirnir sig flestir eða allir vel við það. En verra væri ef loforðin reyndust hjómið eitt. Dáðir en heimurinn er oft fljótur að gleyma Stálhylkið sem notað var til að ná í mennina í nám- unni, einn þeirra veifar ánægður til mannfjöldans. Reuters B jörgunin ótrúlega í Síle verður lengi í minnum höfð og líklega hefur athygli manna um allan heim aldrei beinst jafn mikið að hættulegu starfi námumanna. Alls staðar eru unnin verðmæt efni úr jörðu og það hafa menn gert um þúsundir ára. Sílemenn hafa meiri áhuga á námum en flestar þjóðir: nær helm- ingur af útflutningstekjum þeirra verður til í nám- um eins og kopar- og gullnámunni alræmdu í iðr- um Atacama-eyðimerkurinnar. Og hagvöxturinn í Kína hefur gert vinnsluna enn hagkvæmari. Kínverjar þurfa æ meira af alls konar hráefnum. Kopar er einkum notaður í rafmagns- kapla, nú er verið að rafvæða afskekkt svæði í Kína og spurnin eftir málminum eykst í samræmi við það. Nokkrum dögum fyrir hrunið örlagaríka í San Jose-námunni, sem er ein af mörgum í landinu og alls ekki sú gjöfulasta, sögðu talsmenn ríkisnámu- fyrirtækisins Codelco að vegna eftirspurnar í Kína yrði þörf fyrir milljón tonn í viðbót næstu tvö árin. Námuvinnsla í heiminum fer að mestu leyti fram án þess að menn þurfi að hírast neðanjarðar. Jarð- vegi er t.d. víða svipt af landi þar sem stutt er í kol og þeim síðan skóflað með risakjöftum upp á færi- bönd og loks í heljarmikla vörubíla eða á járnbraut- arvagna. En annars staðar þarf að grafa holur og göng, það er gert víða í fátækum ríkjum og að- stæður námumanna oft illar, að ekki sé notað sterkara orð. Hvers vegna var haldið áfram eins og ekkert hefði í skorist í San Jose-námunni þótt reyndasti starfs- maðurinn, Mario Gomez, hefði varað við hruni? Ljóst er að öryggismálin hafa ekki verið í lagi og hækkandi verð á mörkuðum olli því að eigandinn, San Esteban, sem er meðalstórt, einkarekið námufyrirtæki, lagði enn meiri áhersla en ella á að framleiða sem mest og það fljótt. En það á við um fleiri námur og fleiri vinnustaði í Síle og nú hefur forseti landsins, Sebastian Pinera, lofað bragarbót. Sáttmáli ILO verði staðfestur „Við munum aldrei framar leyfa að fólk sé látið vinna við jafn hættulegar og ómanneskjulegar að- stæður og í San Jose-námunni og víða annars staðar í landinu okkar,“ sagði hann í vikunni. Sums staðar í landinu er unnið í námum án þess að nokkurt raunverulegt eftirlit sé með starfsem- inni, þar eru á ferð lítil fyrirtæki og kjörin oft slæm. Stéttarfélag síleskra námumanna í einka- reknum námum, CONFEMIN, með um 18.000 fé- laga, krefst þess nú að stjórnvöld staðfesti sáttmála Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, ILO, frá 1995 um öryggi og heilsugæslu í námum. Það hafa alls 24 ríki gert en aðeins tvö í Rómönsku-Ameríku, Brasilía og Perú. Leiðtogi CONFEMIN, Nestor Jorquera, er ekki í vafa um að staðfestingin og ný löggjöf í samræmi við hana yrði til bóta. Námumennirnir í San Jose séu ekki bara hetjur heldur fórnarlömb. „Ef verkamaður er í námu þar sem ekki er nægilega hugað að örygginu gæti hann vegna sátt- málans gefið skýrslu um ástandið, lagt niður störf og hann myndi njóta verndar,“ segir hann. En við núverandi aðstæður myndi hann verða rekinn. Kínverskur verkamaður stritar í kolanámu. Öryggismál eru ekki í lagi í námunum í Síle en samt er ástandið talið mun verra í Kína; þar farast þúsundir manna ár hvert í námuslysum. Falinn óra- langt niðri í jörðunni Námumenn sinna hættulegu starfi og oft fyrir lítil laun Vikuspegill Kristján Jónsson kjon@mbl.is Fyrirtækið sem á San Jose-námuna, San Es- teban, er sagt vera afar illa statt. Það neitaði í fyrstu að borga mönn- unum laun meðan þeir voru í prísundinni, um 600 metra undir yf- irborði jarðar við skelfi- legar aðstæður. Engir peningar væru til, sögðu talsmenn þess. Björguninni fagnað í Síle. Reuters Blankir Allar upplýsingar á skrifstofu Félags íslenskra bókaútgefenda. Net fang: baekur@simnet . is Til bókaútgefenda: Bókatíðindi 2010 Skilafrestur vegna kynninga og auglýsinga í Bókatíðindin 2010 er til 20. október nk. Bókatíðindum verður sem fyrr dreift á öll heimili á Íslandi. Frestur til að leggja fram bækur vegna Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2010 er til 20. október nk. www.bokautgafa. is Íslensku bókmenntaverðlaunin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.