SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Blaðsíða 9

SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Blaðsíða 9
17. október 2010 9 Á föstudaginn hófst hin níu daga langa Navratri-hátíð í Jammu á Indlandi. Hinn heilagi Mahant Kailash Giri er grafinn í jörðu gyðjunni Durga til dýrð- ar, en í trúarbrögðum hindúa táknar hún orku og sigur hins góða á hinu illa. Myndir af henni sýna konu með tíu handleggi sem heldur á blómi í einni hendi en mundar vopn með hinum og ríður um á ljóni eða tígrisdýri. Veröldin Gyðjan tignuð Reuters G allabuxur eins og við þekkjum þær í dag eru uppfinning Levi Strauss og Jacob Davis og eru sagðar „upp fundnar“ árið 1873. Fyrstu áratugina var flíkin mest notuð af verkafólki við vinnu sína en í dag er galla- buxnaframleiðsla milljarðaiðn- aður. Strauss er maðurinn sem flestir þekkja sem föður gallabuxnanna, enda er fyrirtækið sem hann stofnaði án efa eitt það þekktasta í gallabransanum í dag. Strauss fæddist í Þýskalandi en fluttist 18 ára gamall til Bandaríkjanna ásamt móður sinni og systrum en bræður hans höfðu farið á undan og stofnað heildverslun í New York. Þegar þeir tóku ákvörðun um að auka við veldi sitt var Levi sendur til Kaliforníu til að selja námuverkamönnum ýmsar nauðsynjavörur. Meðal þeirra voru endingargóðar buxur úr gallaefni sem komu sér vel við vinnuna í námunum. Jacob Davis keypti gallaefni hjá Strauss og seldi síðan viðskipta- vinum sínum sem oftar en ekki vantaði klæðisbút til að bæta buxurnar sínar. Davis datt þá í hug að sniðugt gæti verið að nota koparhnappa þar sem álagið var mest á efninu, t.d. sín hvorum megin við vasaopin. Hann hafði þó ekki efni á einkaleyfi á hug- myndinni sem kostaði sitt á þessum tíma og leitaði til Strauss um aðstoð. Félagarnir ákváðu að sameina krafta sína og sóttu um leyfið 20. maí 1873. Sniðið á gallabuxunum var fyrstu áratugina mjög vítt, oft voru þær í formi smekkbuxna en sniðin voru snemma aðgreind fyrir kynin, buxurnar fyrir karl- ana voru renndar að framan en buxur kvenna á hliðinni. Galla- buxur voru eitt sinn hluti af ein- kennisbúningi bandarískra sjó- liða og jafnframt sem neðri partur fangabúninga. Þær urðu þó ekki tískuvara fyrr en James Dean sást skarta þeim í kvik- myndinni Rebel Without a Cause og urðu þær í kjölfarið hluti af einkennisbúningi hins mótþróa- fulla ungmennis. Í kringum 1960 voru gallabuxur orðnar hvers- dagsklæðnaður meðaljónsins og hafa ekki farið úr tísku síðan, þrátt fyrir að hafa birst í afar fjöl- breyttum gerðum og litum í gegnum tíðina. Það eru aðeins hátíðlegir leikhúsgestir og tvídd- glaðir golfarar sem enn streitast á móti. Gallabuxur Morgunblaðið/Eggert Saga hlutanna Óbreytt verð á leikhúskortum þriðja árið í röð! Fjórir leikhúsmiðar sem þú ræður hvernig þú nýtir á leikárinu. AÐ VERA EÐA EKKI VERA MEÐ LEIKHÚSKORT ... það er enginn efi FiNNSKi HESTURiNN ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ eftir Sirkku Peltola Leikstjórn: María Reyndal „Ekki þar fyrir, hrossabjúgu eru ágæt. Finnar hafa bara alltaf haft svo náið samband við hestana sína. Vináttusamband. Það étur enginn vini sína.“ Tryggðu þér miða í síma 551 1200 eða smelltu þér á leikhusid.is Lau 16/10 kl. 20.00 U Fös 22/10 kl. 20.00 Ö Lau 23/10 kl. 20.00 Ö Lau 30/10 kl. 20.00 U Sun 31/10 kl. 20.00 Ö Fös 5/11 kl. 20.00 U Lau 6/11 kl. 20.00 Ö Fim 11/11 kl. 20.00 Ö Fös 12/11 kl. 20.00 Ö Fös 19/11 kl. 20.00 Ö BRÁÐFYNDIÐ OG SNARGEGGJAÐ! Tryggðu þér miða!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.