SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Blaðsíða 38

SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Blaðsíða 38
38 17. október 2010 Saga aldanna drýpur A lmættið hefur leikið við hvurn sinn fingur þegar það skóp fjallasalinn sem umlyk- ur bæinn Garmisch-- Partenkirchen í Bæjaralandi. Á fimmta hundrað tindar gnæfa þar yfir lifendur og dauða, sá hæsti, Zugspitze, hæsta fjall Þýskalands, sem er hvorki meira né minna en 2.962 metra yfir sjáv- armáli. Ekki spillir fyrir að sýnin er brotin upp með djúpum gjám og til- komumiklum engjum – iðjagrænum eða fannhvítum eftir árstíma – í miðjum hlíðum. Finni menn ekki þörf- ina fyrir að gefa sig náttúrunni á vald á þessum slóðum er þeim ekki viðbjarg- andi. Orkan drýpur af hverju strái. Það er engin tilviljun að Garmisch- Partenkirchen er höfuðvígi vetr- aríþrótta í Þýskalandi. Öll vötn falla þangað, gildir þá einu hvort menn eru í fremstu röð í heiminum eða bara ein- lægir í áhuga sínum. Heimsbikarmót í alpagreinum skíðaíþrótta fara fram í hlíðum bæjarins á ári hverju og á næsta ári verður allt lagt undir þegar sjálft heimsmeistaramótið verður haldið í Garmisch-Partenkirchen. Enda þótt margir mánuðir séu til stefnu fer sú staðreynd ekki framhjá nokkrum manni sem sækir bæinn heim. Búið er að loka skíðasvæðunum þeg- ar mig ber að garði en maður þarf ekki endilega að vera vel að sér til að skynja að aðstæður eru eins og best verður á kosið. Gamla góða Hlíðarfjall – eins vænt og mér þykir nú um það – blikn- ar í samanburðinum. Lyfturnar eru fyrsta flokks og braut- irnar sagðar engum líkar, ekki síst sú nýjasta, Kandahar, sem laðar fram það besta í öllum skíðendum, stórum sem smáum. Ögrar fólki og espir til afreka. Þeir sem kjósa norrænar skíðagreinar eru heldur ekki sviknir, vel er í göngu- brautir lagt og stökkpallurinn geggjað mannvirki. Kunnasti íþróttamaður Garmisch- Partenkirchen um þessar mundir er líklega skíðaskotfimikonan Magdalena Neuner. Enda þótt skíði og snjór séu að- alsmerki Garmisch-Partenkirchen leggst bærinn ekki í dvala á sumrin. Þá skjóta hjólreiðakappar, fjallgöngu- menn, kajakræðarar og fallhlífastökkv- arar upp kollinum. Hvergi er dauðan blett að finna. Allar óskir verða að veruleika! Gönguleiðir eru ófáar, hver annarri fal- legri, að sögn heimamanna, og ná yfir um þrjú hundruð kílómetra kringum bæinn, upp og niður í móti. Hægt er að velja um léttar leiðir og stuttar og nokkurra daga krefjandi ferðir, þar sem gist er í þægilegum fjallakofum á leiðinni. Og auðvitað allt þar á milli. „Hér verða allar óskir að veruleika,“ segir Michaela Braun, kynningarfulltrúi bæjarins. Ein vinsælasta leiðin liggur upp að Frjálst er í fjallasal Fjallabærinn Garmisch-Partenkirchen í Bæjaralandi er sannkölluð paradís útivistar- mannsins enda liggur straumurinn þangað, að sumri sem vetri. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Fallhlífastökkvarar setja sterkan svip á svæðið á sumrin. Garmisch-Partenkirchen á fallegum degi. Bæjarstæðið er hreint geggjað. Skíðendur njóta sín til fullnustu í brekkunum fyrir ofan bæinn. Ferðalög Garmisch-Partenkirchen hefur í félagi við ná- grannabæinn Schönau og München, höfuð- borg Bæjaralands, sótt um að halda vetrar- ólympíuleikana árið 2018. Ekki yrði í kot vísað en leikarnir voru síðast haldnir þar um slóðir árið 1936. Meðal gullverðlaunahafa þá voru Þjóðverjarnir Franz Pfnür og Christl Cranz í alpagreinum skíðaíþrótta og norska skautadrottningin Sonja Henie, sem fór með sigur af hólmi á þriðju leikunum í röð. Henie keppti oft í Þýskalandi og meðan á seinni heimsstyrjöldinni stóð var henni sem frægt er legið á hálsi fyrir þjónkun við nasista. Tvær aðrar borgir hafa sótt um að halda leikana 2018, Pyeongchang í Suður-Kóreu og Annecy í Frakklandi. Valinu verður lýst í júlí á næsta ári. Flestir eiga ljúfar minningar frá brekk- unum í Garmisch-Partenkirchen. Þar hafa þó orðið alvarleg slys, þeirra frægast þegar austurríska skíðadrottningin Ulrike Meier féll illa í brunkeppni í janúar 1994 með þeim afleiðingum að hún lést af sárum sínum. Hún var 26 ára að aldri. Vilja vetrarólympíu- leikana árið 2018
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.