SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Blaðsíða 16

SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Blaðsíða 16
16 17. október 2010 „Jújú, maður leið stundum fyrir útgang- inn á sér þegar skólafélagarnir voru í nýj- um fötum og þess háttar.“ Grunnskólamenntun fékk Gissur að mestu leyti í barnadeild Kennaraskólans þar sem Ásgeir Ásgeirsson, síðar forseti Ís- lands, var aðalkennari hans. Síðasta árið í grunnskóla voru Gissur og eldri bróðir hans, Jón, í Miðbæjarskólanum. „Þegar við fórum þangað til skráningar voru allir nemendurnir og kennaraliðið mætt. Mor- ten Hansen skólastjóri trommaði þarna fyrir miðjum sal og útdeildi plássunum og það kom í ljós að hann lét mig í 7. bekk en Jón bróður minn í 6. bekk. Þá tel ég það að það hafi verið feikimikið afrek af mér að ég tók mig upp og gekk fyrir fullum sal af bæði nemendum og kennurum og bar mig upp við skólastjórann og sagði honum að við bræðurnir hefðum alltaf setið saman og notuðum sömu bækur, hvort hann gæti ekki flutt mig niður í 6. bekk? Hann lét nú lítið yfir því, en sagði að við myndum fá að heyra frá honum. Þetta endaði svo með því að Jón var hífður upp.“ Gissur hlær dátt að minningunni. „Og eftir því þurfti ekkert að sjá því Jón var vel yfir miðjum bekk á næsta vorprófi, jafnvel þótt hann væri afskaplega kvikur og nennti ekki að lesa. Hann varð síðar vélstjóri á Heklu þegar hún var skotin niður í stríðinu, svo hann fórst þar.“ Úr Miðbæjarskólanum lá leiðin í Menntaskólann í Reykjavík, en þá var Gissur 13 ára. „Ég var svona heldur í yngri kantinum en ég fermdist upp úr fyrsta bekk. Ég var síðan sex ár í mennta- skólanum og tók stúdentsprófið upp úr honum.“ Ólíkt bróður sínum naut Gissur þess að lesa. „Það hefur alltaf fylgt mér þótt ég hafi svo sem ekkert frekar verið spenntur fyrir námsbókum. Ég lét mig samt hafa það að lesa þær en hafði lítið gaman af stærðfræði enda taldi ég mér trú um að ég gæti ekki lært stærðfræði. Allt þar til síðasta árið í menntaskóla svo það fór svo að ég fékk sæmilega einkunn á stúdentsprófi.“ Þess þarf varla að geta að Gissur er elsti núlifandi stúdentinn frá MR, en hann átti 80 ára stúdentsafmæli fyrir tveimur árum. Loftskeytaskóli og skilnaður Gissur hugðist mennta sig meira að loknu stúdentsprófinu. „Ég asnaðist til að byrja í læknisfræðinni, en kynntist svo fyrri kon- unni minni, Mjallhvíti Margréti Linnet heima hjá Stefaníu systur minni, og það stóð ekki á skotinu. Við byrjuðum strax að hlaða niður börnum og þegar ég var kom- inn með fjölskyldu hraus mér hugur við að vera bláfátækur næstu árin svo ég hætti í náminu. Á þessum tíma voru engir styrkir eða námslán sem fólki finnst sjálfsagt í dag.“ Mjallhvít var kjördóttir Kristjáns Lin- net, bæjarfógeta í Vestmannaeyjum, sem Gissur segir hafa verið merkilegan kall. „Hann var líka skáld og orti undir skálda- heitinu Ingimundur sem átti að vera eins konar tilvísun til Ingimundar Sveinssonar, bróður Jóa litla Kjarvals. Við Mjallhvít fluttum út í Eyjar og fljótlega tók Kristján mig á skrifstofuna til sín og ég var fulltrúi hjá honum úti í Eyjum í fimm, sex ár.“ Við byrjun seinna stríðs, árið 1939 ákvað Gissur að skella sér í Loftskeytaskólann en fjölskyldunni sá hann farborða á meðan sem túlkur fyrir hernámsliðið. „Ég byrjaði sem dómtúlkur í herrétti og var svo að þýða blaðagreinar og annað fyrir herinn.“ Eftir Loftskeytaskólann fékk hann vinnu sem loftskeytamaður á togurum. „Við vorum þá búin að eiga sex börn og kaupið var mun betra en í landi. Ég var talsvert mikið fjarverandi, upp undir þrjá mánuði samfellt, en á meðan var auðvitað fullt af fjarskalega myndarlegum mönnum í hernum hér heima. Það reyndist hjóna- bandinu ofraun og við Mjallhvít skildum undir lok stríðsins.“ Eftir skilnaðinn hélt Gissur áfram á sjónum um hríð en var með fast aðsetur í höfuðborginni. Börnin tvístruðust nokkuð – sum þeirra bjuggu hjá afa sínum og ömmu í höfuðborginni, meðan önnur fengu athvarf hjá vandalausum úti á landi til lengri eða skemmri tíma. Gissur segir þetta hafa verið erfiðan tíma. „Í sumum tilfellum leið æði langur tími á milli þess að ég sæi börnin, en önnur sá ég meira. Ég reyndi þó að halda eins miklu sambandi við krakkana og ég gat, og meðan ég var á sjónum færði ég þeim hitt og þetta, keypti kannski föt handa þeim eða annað.“ Staðan breyttist nokkuð þegar hann kynntist seinni konu sinni, Valgerði Ósk- arsdóttur. „Hún var indæliskona og mjög góð húsmóðir og hún tók að sér mörg barnanna minna svo þau litu mörg á hana sem móður sína. Við eignuðumst ekki barn saman en tókum að okkur eina kjör- dóttur. Það var hins vegar ekki gott í efni með marga hluti á þessum árum hér í Reykjavík. Til að mynda var ægileg hús- næðisekla og ekki nokkur leið að fá við- unandi húsnæði. Þetta varð til þess að við fluttumst austur í Neskaupstað þar sem ég fékk stöðu sem stöðvarstjóri Pósts og síma. Þar fylgdi íbúð starfinu og það mun- aði öllu.“ Fjölskyldan ílengdist fyrir austan í ein 17 ár og Gissur gegndi stöðu stöðvarstjóra Pósts og síma á Siglufirði og Seyðisfirði, auk Neskaupstaðar. Lengst af, eða í ein 13 ár, vann hann þó á Eiðum. „Þar var gott að vera. Ég byrjaði sem kennari í unglinga- skólanum á Eiðum þar sem Þórarinn Þór- arinsson frá Valþjófsstað var skólastjóri, merkilegur kall. Ég tók svo við stöðu stöðvarstjóra endurvarpsstöðvarinnar þar þegar hún losnaði.“ Hættur á Facebook Þegar Gissur hafði lokið sínum „lögmælta vinnutíma,“ 68 ára gamall fluttust hann og Valgerður aftur suður, að þessu sinni til Selfoss. „Þá fór ég strax í að þýða bækur fyrir Skjaldborg,“ segir hann en hann hafði fengist við þýðingar með vinnu allt frá sjómannsárunum, þegar hann í löngum Ameríkusiglingum þýddi sína fyrstu bók. Þrátt fyrir að eiga að heita sestur í helgan stein sló Gissur ekki slöku við og eru þýðingar hans orðnar vel á ann- að hundrað talsins. Sú nýjasta, þýðing hans á bók eftir Mary Higgins Clark, kom út fyrir jólin í fyrra, þegar hann var 100 ára. Bækurnar hefur Gissur þýtt úr ensku, þýsku, frönsku og Norðurlandamálunum „en ekki fleiru,“ segir hann afsakandi. Inntur eftir því hvaðan tungumálakunn- áttan kemur segir hann hana fyrst og fremst byggða á sjálfsnámi. „Og úr bókum og af kynnum við fólk.“ Það kemur líka í ljós að tungumálin heilla, þegar hann er spurður hvaða braut hann myndi velja í lífinu, væri hann ungur maður í dag. „Ég veit ekki hvort ég get svarað því af nokkru viti, en held að ég myndi helst hallast að einhverjum fræðum, eins og til dæmis málvísindum. Ég á ótrúlega gott með að tileinka mér tungumál og les frönsku og þýsku reiprennandi þó að ég hafi ekki annan grunn en menntaskólann,“ segir hann og þýskar og franskar bækur sem liggja á borðinu hjá honum vitna um að hann nýti sér þá færni til hins ýtrasta. Hið sama má segja um tölvutæknina og netið, sem Gissur hefur tileinkað sér frá upphafi og nýtt m.a. við samskipti, upp- lýsingaleit og þýðingarnar. „Ég var á Fa- cebook en nenni ekki að vera þar lengur,“ segir hann. „Ég er samt nokkuð duglegur að nota netið, en heimurinn hefur dregist mikið saman, m.a. út af því.“ Ferðalög hafa ekki síður átt þátt í því að víkka sjóndeildarhring Gissurar en hann kynntist útlöndum fyrst í gegnum milli- landasiglingarnar á stríðsárum. „Þá var maður ýmist í Bandaríkjunum eða Bret- landi. Svo var ég í eitt ár umdæmisstjóri Rótarý og ferðaðist talsvert í sambandi við það.“ Þá hefur hann ferðast nokkuð til að fylgjast með ættingjum sínum og afkom- endum, og Ólafur Kjartan rifjar upp þegar langafi hans var við óperufrumsýningu hjá honum í London fyrir nokkrum árum, þá 97 ára að aldri, sem var „stórfínn túr“ að hans sögn. Þeir félagar, Gissur og Ólafur Kjartan skelltu sér svo á góða krá í Lund- únum að lokinni frumsýningunni og skál- uðu þar í viskíi fyrir kvöldinu. Síðast fór Gissur til útlanda ári síðar, en þá brá hann sér í heimsókn til næstelsta sonar síns í Svíþjóð sem lést í fyrra. Háður helv … tóbakinu Þótt Gissur eltist ekki lengur við óp- erusýningar í útlöndum lætur hann ald- urinn ekki aftra sér frá því að sækja tón- ’ Fyrir það fyrsta hag- aði ég ekki mínu lífi þannig að það byði upp á langlífi. Það var svona trassaskapur og glannaskapur í og með. Gissur ungur maður með foreldrum sínum og systkinum. Hann stendur beint fyrir aftan föður sinn á myndinni. „Þetta var ágætis bernska, þótt maturinn væri ekki alltaf fjölbreyttur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.