SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Blaðsíða 21

SunnudagsMogginn - 17.10.2010, Blaðsíða 21
17. október 2010 21 það sé einhver kjarni, óhagganlegur og órjúfanlegur, í kvenleikanum. Hugmyndafræði er mjög áhugaverð.“ Hugmyndafræði er eitt, en hvað kemur út þegar frammistaða karla og kvenna í hernum er borin saman? Enloe bendir á að hægt sé að þjálfa konur og til dæmis gegni þær núorðið störfum slökkviliðsmanna þar sem þær þurfi að halda á þungum slöngum, sem áður var talið að þær myndu ekki valda. „Nú segja íhaldsmenn að þegar karlar og konur séu hlið við hlið í bardögum – og þeir sjá alltaf fyrir sér skotgrafir þótt þær hafi ekki sést í 90 ár – muni það dreifa athygli karlanna, sem muni einbeita sér að því að vernda kven- kyns félaga sína þegar þeir ættu í raun að einblína á að berjast við óvininn. Þetta hljómar fáránlega – nú sitja karlar og konur hlið við hlið í lögreglubílum þrátt fyrir að sagt hafi verið að það myndi ekki ganga á sömu for- sendum, karlinn myndi hugsa um félaga sinn en ekki hætturnar í kring. Þeir myndu vera of riddaralegir og aldrei geta komið fram við konu eins og félaga. En auðvit- að reyna karlar að vernda félaga sína, sem eru karlar. Það er fáránlegt að halda að karlmaður í hættu muni ekki reyna að vernda karlinn, sem hann hefur verið með í skotgröfinni eða brynvagninum. Auðvitað gerir hann það og það hefur ekkert með kvenleika og karlmennsku að gera. Auðvitað dreifist athyglin og þannig á það að vera, það er ekki hægt að slökkva á því að vera mennskur. En íhaldsmenn eru orðnir örvæntingarfullir vegna þess að gildi fullyrðinga um að konur geti ekki gert hitt og þetta, gegnt lögreglustörfum, verið slökkviliðsmenn, tekið þátt í hernaði, rýrnar jafn og þétt.“ Enloe bendir á að í fyrsta lagi sé um að ræða störf, sem ekki séu á færi allra karlmanna. Búin hafi verið til skil- greining um styrk í efri hluta líkamans, sem konur búi ekki yfir. Þessi skilgreining er svo mikið notuð að í Penta- gon hefur verið búin til skammstöfunin UBS (Upper Body Strength). „En ekki geta allir karlar haldið á stórum slöngum eða borið þungar byrðar og sumar konur geta þjálfað sig til að gera það,“ segir hún. „Eftir því sem staðreyndirnar grafa meira og meira undan gömlu rökunum verða vernd- ararökin meira áberandi og þau eru sett í búning hern- aðartæknilegrar þekkingar.“ Hjúskaparstaða dáta þingmál Enloe fór brátt að víkka sjóndeilarhringinn. Hún fékk ábendingar frá vinum um að skoða vændi í kringum hernað og rannsaka hlutskipti kvenna í því sambandi. Einnig fór hún að beina sjónum sínum að hlutskipti eig- inkvenna hermanna og ákvað að skoða eigin fjölskyldu. „Foreldrar mínir giftust í seinni heimsstyrjöld,“ segir hún. „Faðir minn var herlæknir og var á Indlandi, Búrma, Bretlandi og Þýskalandi. Þessi tími var honum mjög mik- ilvægur. Eftirstríðsáhrifin stóðu mjög lengi hjá honum. Hann talaði meira um þessi fjögur ár í hernum en nokk- urn annan tíma í lífi sínu. Hann hélt sambandi við alla fé- laga sína úr herflokknum. Þeir voru fyrir aftan víglínu óvinarins og þetta var honum mikilvæg reynsla. En ég vissi ekkert um reynslu móður minnar á heimavígstöðv- unum á þessum tíma. Hún var í New York og hélt dag- bækur allan tímann. Þær eru ekki persónulegar og af- hjúpandi heldur snúast um hið daglega líf. Ég spurði hana hvort ég mætti lesa þær og hún svaraði: Auðvitað.“ Enloe var ungur prófessor þegar þetta var og móðir hennar spurði hvers vegna dagbækurnar vektu áhuga hennar, þar væri bara sagt frá hverja hún hitti og tann- læknatímum frá því að Enloe var sex ára. „Ég sagði henni að ég vildi lesa bækurnar til að skilja seinni heimsstyrjöldina,“ segir Enloe. „Hún sagði mér að tala við föður minn, en ég sagði að ég vildi skoða málið frá hennar hlið, konu, sem allt í einu verður í raun einstæð móðir.“ Eftir þetta hefur Enloe rannsakað konur og stríð frá öll- um hliðum og í fyrirlestrinum, sem hún hélt hér á landi á vegum Rannsóknastofu í kynja- og kvennafræðum í Há- skóla Íslands í liðinni viku, fjallaði hún um konur og eft- irköstin að stríði loknu. „Hermennirnir snúa oft aftur með alvarleg geðræn veikindi,“ segir hún. „Ákveðnir hlutir hafa komið í ljós jafnt á stöðum eins og Kongó sem gömlu Júgóslavíu, Austur-Tímor, Líberíu og Kambódíu. Við erum að verða þess áskynja með því að draga saman þekkingu frá mörg- um stöðum að gengið er út frá því þegar mennirnir eru að leggja niður vopn, hvort sem þeir koma úr her, uppreisn- arsveitum eða vígahópum, að búist er við því að kon- urnar sjái á eigin spýtur um að finna leiðir til að leiða þá aftur inn í fjölskyldulífið. Þessar kröfur gera jafnt rík- isstjórnir sem alþjóðlegar stofnanir, sem hafa umsjón með því að koma á friði. Öll byrðin er sett á konurnar, eftirstríðstíminn er einkavæddur. Stjórnvöld segja sem svo við konurnar, við sáum um stríðið, þið skuluð sjá um friðinn. En auðvitað er friðurinn ekki mjög friðsamlegur því að eftir öll þessi stríð eiga svo margir karlar við mikla sálræna erfiðleika að etja – þótt þeir leiti sér ekki hjálpar – vegna álags, ógnar og spennu svo mánuðum skiptir. Svo bætist atvinnuleysi ofan á.“ Ekki er öllum hermönnum, sem snúa aftur úr stríði, fagnað sem hetjum og Enloe bendir á að jafnvel þegar það gerist sé þeim ekki launað eins og hetjum. „Það er skrúðganga þegar þeir koma heim, en þremur vikum seinna vakna þeir við það að þeir eru enn að slæp- ast heima hjá sér, atvinnulausir, og konurnar eiga ein- hvern veginn að tína upp brotin.“ Enloe segir að gefið sé til kynna að þegar skyldustörf- um á vígvellinum sé lokið bíði „venjulegt“ fjölskyldulíf. „En hvað er venjulegt?“ spyr hún. „Konan hefur verið ein, þurft að sjá um fjölskylduna og jafnvel farið og fengið sér vinnu og haldið hlutum gangandi fjárhagslega. Hug- myndir hans um að snúa aftur til einhvers, sem kalla má venjulegt, og hennar nýju hugmyndir um hvað sé venju- legt eru verulega ólíkar. Konan er einfaldlega orðin vön sjálfstæði. Fólk getur verið í skýjunum yfir að vera saman á ný, en verkaskiptingin er breytt og atvinnuleysi getur ýtt undir vandann.“ „Öll byrðin er sett á konurnar, eftirstríðstíminn er einkavædd- ur,“ segir Cynthia Enloe, prófessor við Clark-háskóla í Massachusetts. „Stjórnvöld segja sem svo við konurnar, við sáum um stríðið, þið skuluð sjá um friðinn.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Langt er síðan konur byrjuðu að klæðast herbúningum, en áhrif þeirra hafa verið hverfandi þrátt fyrir mikilvægt hlutverk. ’ Þegar hins vegar hallar undan fæti og þeir eru búnir með ný- liðana snýst dæmið við og skil- greiningin á bardaga verður þröng vegna þess að þeir þurfa á konum að halda til að gera nánast allt. Þeir geta samt sagt: Ekki hafa áhyggjur, við er- um að vernda kvenleikann, konum er ekki teflt fram í bardögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.