Ný saga - 01.01.1998, Blaðsíða 8

Ný saga - 01.01.1998, Blaðsíða 8
✓ Vésteinn Olason Halldór Kiljan Laxness var ekki eitt þeirra skálda sem skríða í skjól fyrir stormum samtíðarinnar. Hann lagði ótrauður út í illviðrin, og ekki er hægt að sjá að hjartað hafi kalið þótt honum hafi orðið villu- gjarnt í byljunum finningahita þess viðburðar sem varð á F>ing- völlum 1944. „ísland farsælda frón“ og „Gunn- arshólmi" bergmála enn í vitundinni, en stolt hins sigursæla hefur nú leyst af hólmi ákall þess sem örvænti um framtíðina á eymdartím- um. I lslandsklukkunni tjáir Halldór í senn eymd og örvæntingu fyrri alda og von bestu manna um að kvæða- og sagnaarfur vísi veg til framtíðar þjóðar sem eigi eftir að rétta úr kútnum. I stormum samtíðar Það var fleira að gerast í heiminum árið 1944 en stofnun örfámenns lýðveldis í úthafinu miðju. Heimsstyrjöld geisaði með skelfilegu mannfalli og eyðingu verðmæta og Iét enga þjóð ósnortna. Þegar hún hófst voru ekki liðnir nema tveir áratugir frá því að fyrri heimsstyrjöld lauk og æskumenn Evrópu lágu í hrönnum í valnum. A tímaskeiðinu milli þessara styrjalda höfðu undirstöður mannfé- lagsins skolfið, á aðra hönd vegna byltingar- innar í Rússlandi og myndunar þess ríkis sem kenndi sig við alræði öreiganna, en vegna kreppu og atvinnuleysis í löndum kapítalism- ans á hina. Halldór Kiljan Laxness var ekki eitt þeirra skálda sem skríða í skjól fyrir stormum samtíðarinnar. Hann lagði ótrauður út í illviðrin, og ekki er hægt að sjá að hjartað hafi kalið þótt honum hafi orðið villugjarnt í byljunum. Þjóðernishyggjan, sem hafði ver- ið haldreipi Islendinga í meira en hundrað ár, hafði það sem af var öldinni sýnt á sér hlið- ar sem voru æði fráhrindandi fyrir þá sem ekki vildu gera mun á þjóðfrelsi og kröfu um frelsi og réttlæti til handa alþýðu. M.a. þess vegna var Halldóri mikilvægt að gera greinar- mun á því sem verðmætt var í fornum þjóðleg- um arfi og því sem illt var og afkáralegt ef menn ætluðu að gera það að mælistiku á mann- gildi í nútímanum. Þess vegna er hann byrjaður að hugsa um Gerplu, einmitt á þeirri stund sem hann lofar fornsögurnar af þvílíkri mælsku. Skáldfræðimaður Nýlega hefur hugtakið skáldævisaga sést á tit- ilsíðu bókar, og er skemmtilega tvírætt eins og þess höfundar var von og vísa. Þegar fjallað er um skrif Halldórs Kiljans Laxness um fornís- lenska sagnahefð, væri líklega ekki illa til fall- ið að kalla hann skáldfræðimann. Meginefni þessarar greinar er skáldfræðimennska Hall- dórs og áhrif þessarar fræðimennsku á skáld- rit hans.4 Skáldfræðimennska Halldórs kom snemma fram og beindist framan af einkum að ýmsum merkum höfundum síðari tíma, svo sem Hall- grími Péturssyni, Jónasi Hallgrímssyni og fleirum. Hann víkur þegar í æsku að fornsög- unum og þá helst til að lasta þær, eins og oft hefur verið rakið. Gagnrýni á fornsögur og dýrkun þeirra var eðlilegur hluti af uppreisn Halldórs gegn íslenskri menningu og þröng- um sjóndeildarhring hennar, sem var eitl skrefið á þroskabraut ungs höfundar. Segja má að skáldfræðimaðurinn Halldór Kiljan Laxness hafi fyrst snúið sér að forn- bókmenntunum af alvöru þegar hann tók að búa fornrit til prentunar í upphafi fimmta ára- tugarins og síðan með „Minnisgreinum um fornsögur", sem fyrst birtust í Tímariti Máls og menningar 1945 og voru endurprentaðar í ritgerðasafninu Sjálfsögðum hlutum 1946. Eftir það birtist eitlhvað um fornar sögur og kvæði í flestum ritgerðasöfnum hans, og ein bók, Vínlandspúnktar 1969, er alveg helguð þessum skrifum. Eðlilegt er að skipta skrifum Halldórs um fornsögur í tvennt. Annars veg- ar eru greinar um hina fornu sagnaritun þar sem hún er lesin sem sagnfræði, frá gagnrýnu sjónarhorni. Hins vegar eru greinar sem fjalla um list fornsagna, einkum íslendingasagna, og um túlkun þeirra. Hér verður fjallað um þennan seinni flokk.5 Sjálfur var Halldór sér auðvitað meðvitaður um þá sérstöðu sem skáldfræðimennska hans hafði. Þar skortir ekkert á áhuga á viðfangsefninu, lærdóm né 6 j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.