Ný saga - 01.01.1998, Blaðsíða 26

Ný saga - 01.01.1998, Blaðsíða 26
Hörður Vilberg Lárusson Mynd 9. Guðmundur I. Guðmundsson. Sjónvarpi hersins væri ætlað að greiða götu Bandaríkja- manna til valda hér á landi höföu heyrst. Þannig sagði Alfreð Gíslason þingmaður Alþýðubandalagsins að sjónvarpi hersins væri ætlað að greiða götu Bandaríkja- manna til valda hér á landi. Þeir vildu ala þjóðina upp í þeim anda sem þeim hentaði og brjóta niður viðnámsþrótt íslenskrar menn- ingar. Þegar það hefði tekist ættu herveldin landið og þjóðina, og þyrftu ekki að óttast brottrekstur úr því. Útvarpinu og sjónvarpinu á Keflavíkurflugvelli væri ætlað að „rugla heilbrigða dómgreind þjóðarinnar.“28 Karl Kristjánsson þingmaður Framsóknarflokks- ins sagðist vera á móti því að Islendingar væru mataðir af bandarísku sjónvarpi og kæmi þar til metnaður fyrir hönd þjóðarinnar, sjálfstæðisviiji og nauðsynleg menningar- varsla.29 Flokksbróðir hans Jón Skaftason bar hins vegar þann ótta í brjósti að á íslandi fengi rödd erlends valds að heyrast án þess að íslendingar fengju rönd við reist og hefðu ekk- ert að segja um þau boð sem hún flytti. Jón endaði mál sitt með þessum orðum: „enginn getur neytt ábyrga íslenska sjónvarpsstjórn til þess að sjónvarpa ómerkilegu og siðspillandi efni.“3(l Kjarni þessa málflulnings var sá að réðu Islendingar ekki ölluni málum sínum sjálfir væri sjálfstæði þjóðarinnar hætta búin. Þingmenn ríkisstjórnarinnar voru þegar hér var komið sögu þeirrar skoðunar að ekki væri ástæða lil að takmarka útsendingar Kefla- víkursjónvarpsins. Ástand heimsmálanna væri slíkt að nauðsynlegt væri að hafa hér varnar- lið til að treysta varnarkeðju vestrænna ríkja. Erlent sjónvarp í landinu væri fylgifiskur hersins sem íslendingar yrðu að sætta sig við vildu þeir stuðla að frjálsum heimi. Þannig sagði Matthías Á. Mathiesen þingmaður Sjálf- stæðisflokksins að valið stæði á milli þess að hafa land okkar varið eða varnarlaust og eiga þar með von á deild úr Rauða hernum í heim- sókn.31 Guðmundur I. Guðmundsson utanrík- isráðherra sagði að sjónvarpið hefði haft ómetanlega þýðingu í að halda varnarliðs- mönnum rólegum og kyrrum innan varnar- svæðisins, og það væri að því leyti mikill skaði ef leggja ætti sjónvarpsstöðina niður.32 Báðar tillögurnar voru felldar. Sú fyrri með 29 at- kvæðum gegn 25 en sú seinni með 29 atkvæð- um gegn 24.33 Á þessum tíma mótaðist umræðan að miklu leyti eftir því hvar í flokki menn stóðu, en það átti eftir að breytast á næstu árum. Meðal andstæðinga Keflavíkursjónvarpsins mátti finna fylgismenn hemaðarsamstarfs vest- rænna lýðræðisþjóða sem töldu að erlendum her og íslenskri þjóð yrði að halda aðskildum. Menntamenn voru framarlega í flokki þeirra sem vildu kveða sjónvarpsútsendingar banda- ríska hersins í kútinn. Rilhöfundafélag ís- lands skoraði m.a. á ríkisstjórnina að aflur- kalla stækkunarleyfi Keflavíkurstöðvarinnar. Tæplega sjötíu rithöfundar skrifuðu undir áskorunina en í henni sagði m.a.: „Álítum við fráleitt og Islendingum ósamboðið að erlent herlið eða nokkur erlendur aðili hafi aðstöðu til að reka hér sjónvarpsstöð og leiða þannig stórkostlega hættu yfir íslenska lungu og menningu."34 Leyfi ríkisstjórnarinnar til stækk- unar Keflavíkursjónvarpsins vakli því umtals- verða andstöðu, en þrátt fyrir að leyfið hafi verið gefið út í apríl 1961 var sendir stöðvar- innar ekki stækkaður fyrr en um vorið 1963 og tók sjónvarpsmálið þá enn nýja stefnu.35 * Askorun 60-menninganna Eftir stækkun Keflavíkursjónvarpsins náðust útsendingar þess mun betur á Reykjavíkur- svæðinu en áður og fjölgaði sjónvarpsáhorf- endum umtalsvert í kjölfarið. Þannig sagði Benedikl Gröndal í Alþýðuhlaðiim þann 9. febrúar 1964 að ameríska sjónvarpið hefði liaft víðtækari áhrif á líf fjölskyldna á suðvest- urhorni landsins en nokkurn hefði órað fyr- ir.36 Gils Guðntundsson alþingismaður sagði að áhrifamáttur sjónvarpsins væri slíkur að dæmi væri um að ungbarn í vöggu hefði beð- ið um „milk“ í pelann sinn.37 Átti þelta að sýna hversu hættulegt sjónvarpið væri, það væri þegar farið að naga rætur þjóðarinnar. Nú var svo komið að ýmsum í framvarðar- sveit Islendinga í mennta- og félagsmálum þótti nóg um framgöngu ríkisstjórnarinnar og töldu að grípa þyrfti til aðgerða. Dagana 20. febrúar til 12. niars 1964 undirrituðu 60 al- þingiskjósendur áskorun til Alþingis um að það hlutaðist til um að Keflavíkursjónvarpið yrði bundið við herstöðina eina. Áskorunin var afhent forseta sameinaðs þings þann 13. mars 1964 en tekið var fram að þeir sem rit-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.