Ný saga - 01.01.1998, Blaðsíða 94

Ný saga - 01.01.1998, Blaðsíða 94
Kristján Sveinsson Mynd 10. Tryggvi Þórhalls- son forsætisráð- herra. Hann óttaðist að sum dýranna myndu ekki þrauka veturinn af á íslandi, heldur falla úr hor, og væri ekki sæmandi siðmenntuðu fólki að standa að þessháttar tilraun yrði. En jafnframt var vakin athygli á því, að til að fanga lifandi sauðnautakálfa þyrfti að jafnaði að fella öll fullorðnu dýrin, og minnt var á ákvæði Austur-Grænlandssamningsins um að gæta bæri hófs við slíkar veiðar og þær áhyggjur sem margir hefðu af því að dýrunum væri hætt við aldauða.34 Það er af áformum Vigfúsar að segja, að honum var fullkunnugt um fyrri hugmyndir um að flytja sauðnaut til íslands og jafnframt að talið væri að sauðnautastofninn á Austur- Grænlandi væri í hættu. Kvað hann því förina vestur ekki mega tefjast mikið lengur og vildi freista hennar sem fyrst. Hann fór ekki í laun- kofa með það, að þetta yrði all fjárfrekt fyr- irtæki, en kvaðst myndu endurgreiða styrk- fé, sem fást kynni frá Alþingi, með dýrum sem alast myndu af þeim er hann flytti til landsins.35 Honum varð ekki að þeirri von að hljóta styrk frá Alþingi að þessu sinni. Efri deild hafnaði beiðni hans á þeim forsend- um að dýrt yrði að útvega dýrin til landsins, en tvísýnt um árangur af eldi þeirra, og til- kynnti Fontenay samstundis um þessi úrslit til danska utanríkisráðuneytisins.36 Ekki mun það síst hafa ráðið viðbrögðum þeirra sem skipuðu efri deild Alþingis, að Tryggvi Þórhallsson forsætisráðherra hafði enga trú á sauðnautaeldi á Islandi. Fontenay hafði átt tal við hann um málið og hafði Tryggvi þá sagt, að hann óttaðist að sum dýr- anna myndu ekki þrauka veturinn af á Is- landi, heldur falla úr hor, og væri ekki sæm- andi siðmenntuðu fólki að standa að þess- háttar tilraun. Þegar Fontenay orðaði við hann að tilraunin væri athyglisverð frá nátt- úrufræðilegu sjónarmiði, svaraði forsætisráð- herrann því einu til, að íslenskur landbúnað- ur hefði nóg af mikilvægari og nærtækari við- fangsefnum við að fást en sauðnautaeldi. Eft- ir samtalið við Tryggva Þórhallsson þóttist Fontenay mega reikna með að íslensk sauð- nautamál væru úr sögunni að sinni. Þó væri því ekki að treysta þar sem Alþingi íslend- inga væri alveg óútreiknanlegt fyrirbæri.37 Þótt svona færi um málaleitan Vigfúsar Sigurðssonar að þessu sinni er greinilegt að allmikill áhugi ríkti um þetta leyti á íslensk- um sauðnautamálum. Áhuginn náði jafnvel til íslendingabyggða í Vesturheimi. í aprfl- byrjun 1928 birtist til dæmis smáklausa í Morgunblaðinu þar sem frá því greindi að Björn Magnússon veiðimaður í Winnipeg hefði varpað fram þeirri hugmynd á Islend- ingafundi í borginni, að fólk þar af íslenskunt uppruna kæmi því til leiðar að gamla landið fengi sauðnautagjöf frá Kanada í tilefni fyrir- hugaðrar Alþingishátíðar árið 1930.38 Hvatningarorð Vilhjálms Stefánssonar til íslendinga í sauðnautahugleiðingum og af- skipti hans af sauðnautabúskap í Vesturheimi urðu einnig tvímælalaust til að herða íslenska sauðnautaáhugamenn í áformum þeirra. Hans var getið á Alþingi sem mikils sauðnauta- frömuðar,37 og var óspart borinn fyrir þeirri skoð- un að sauðnaut væru heillavænlegur kostur á íslandi.4'1 Embættismenn í Kaupmannahöfn litu á- huga íslendinga á því að fá sauðnaut til lands- ins hornauga, en töldu sig ekki geta gert neitt til að hefta þá í að koma fram vilja sínum. En þegar spurðist að Knud Rasmussen væri á leið til fslands hugðist danska utanríkisráðu- neytið grípa tækifærið til að gera hann að sendimanni sínum og fulltrúa í sauðnautamál- um á íslandi, og boðaði hann á sinn fund í því skyni.41 En þetta tókst ekki. Knud Rasmussen var farinn frá Kaupmannahöfn áður en bréf ráðuneytisins náði lil hans og því er ekki ljóst hvað ætlast var til að hann segði við íslenska sauðnautavini. Hann hitti reyndar Vigfús Sig- urðsson á íslandi, en sauðnaut bar ekki á góma í tali þeirra, og kvaðst hann ætíð hafa komið sér hjá því að ræða þau málefni við Islendinga. Rasmussen var enn á þeirri skoð- un, að sauðnaut ættu vart nokkurt erindi til íslands, en vildi sýnilega engin afskipti hafa af fyrirætlunum íslendinga í þeim efnunt. Fontenay þótti á hinn bóginn gott að hafa fengið hann til landsins, þar sem Grænlands- farinn hefði eytt ýmsum misskilningi um Grænland og grænlensk málefni meðal ís- lendinga.42 Um það leyti sem Knud Rasmussen gisti ísland og forðaðist að lenda í umræðum um sauðnautamál var pólitískt andrúmsloft á Is- landi þeim hagstæðara en nokkru sinni fyrr. I lok ágústmánaðar 1927 hafði tekið til starfa stjórn Framsóknarflokksins með hlutleysis- stuðningi Alþýðuflokks, og var hún áhuga-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.