Ný saga - 01.01.1998, Blaðsíða 63

Ný saga - 01.01.1998, Blaðsíða 63
Fullveldi fagnað fall í spænsku veikinni. Fæst al' þessu hafði þó bein áhrif á kosningarnar; fyrstu tveir mánuð- ir ársins voru þeir köldustu síðan skipulegar veðurathuganir hófust á íslandi, en veðurfar í október er alls ekki í minnum haft.14 Eins verður spænsku veikinni ekki kennt um áhugaleysi kjósenda, einfaldlega vegna þess að hún varð ekki að faraldri fyrr en að kosn- ingunum afloknum.15 Kötlugos hófst hins veg- ar 12. október 1918, eða viku fyrir kosningar, og skýrir örugglega hvers vegna svo margir Vestur-Skaftfellingar sálu heima í þjóðarat- kvæðagreiðslunni, en þó tæplega hvers vegna þátltakan í Eyjafjarðarsýslu var álíka léleg. Ytri aðstæðum verður því varla kennt um áhugaleysi Islendinga á sjálfstæðisbaráttunni við lok fyrri heimsstyrjaldar, enda túlkuðu sumir samlímamenn viðbrögðin við atkvæða- greiðslunni sem skýrt nrerki þess að Islend- ingar hefðu einfaldlega ekki pólitískan þroska til að höndla fullveldi og sjálfstæði.16 I raun þarf deyfð kjósenda árið 1918 ekki að koma á óvart því að ef litið er á þátttöku íslenskra kjósenda í kosningum frá upphafi löggjafarþings árið 1874 til fyrstu kosninga lýðveldistímans sést að þjóðaratkvæða- greiðslan fellur vel að almennri þróun á kjör- sókn í landinu á fyrra helmingi aldarinnar. í fyrsta lagi mynda kosningarnar 1918 botninn í lægð í kosningaþátttöku sem einkennir árin eftir stjórnarskrárbreytingu árið 1915 þegar konum var fyrst veittur kosningaréttur í al- þingiskosningum. í öðru lagi má sjá að hlut- fall kjósenda af heildarmannfjölda eykst nokk- uð jafnt og þétt frá upphafi aldarinnar þar til það nær jafnvægi um miðjan 4. áratuginn. Þróunarlínurnar tvær eru vitanlega nátengd- ar, af því að fall kosningaþátttökunnar um miðjan annan áratuginn skýrist að mestu af snöggri rýmkun kosningaréttarins og slakri þátttöku nýrra kjósenda fyrst eftir að kosn- ingaréttur var fenginn. Þannig sést að hlut- fallslega mun færri konur fóru á kjörstað í at- kvæðagreiðslunni 1918 en karlar, eða 24% at- kvæðisbærra kvenna á móti nær 60% karla. Er frá leið minnkaði kynjamismunur í kosn- Mynd 6. Björn Þórðarsson. Mynd 7. Þróun kosningaþátttöku á íslandi 1874-1946. 90 80 70 60 50 40 30 20 10 0 o 50 (N ^t- o (N m 00 tH 50 00 05 m r- t-H m N" (N 00 00 05 05 o o o o T—1 t-H t-H T—1 T—1 (N (N ro m m m N" 00 00 00 00 00 05 05 05 05 05 05 05 05 05 05 05 05 05 05 05 05 T—1 T—1 T—1 T—1 T—1 T—H T—1 T—1 T—1 t-H t-H t-H H H t-H H H t-H t-H rH t-H | Kjósendur afíbúum alls | Kosningaþátttaka Kosningaþátttaka afíbúum alls Heimildir: „Þjóðaratkvæðagreiðsla um dansk-íslensk sambandslög,“ bls. 8. - Hagskinna. Sögulegar hagtölur um fsland. Hagstofa íslands. Ritstj. Guðmundur Jónsson og Magnús S. Magnússon (Reykjavík, 1997), bls. 877. 1942
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.