Ný saga - 01.01.1998, Blaðsíða 62

Ný saga - 01.01.1998, Blaðsíða 62
Guðmundur Hálfdanarsson Tvenns konar sjálfstæðisbarátta Þrátt fyrir endurteknar tilraunir fjölmiðla ár hvert til að gera sér mat úr sögulegu mikil- vægi 1. desember hefur fullveldisdagurinn að mestu fallið í gleymsku hjá þjóðinni. Augljós ástæða fálætis í garð dagsins er sú staðreynd að hann ber upp á miðjan vetur, í svartasta skammdeginu, á þeim tíma þegar undirbún- ingur jóla er ofar í hugum flestra en fullveldi þjóðarinnar. Að þessu leyti hentar 17. júní mun betur sem þjóðhátíðardagur, enda ber slíkar hátíðir yfirleitt upp á vor eða sumar hjá þeim þjóðum sem á annað borð gera sér veru- legan dagamun af þessu tilefni. En orsakir fá- lætis gagnvart fullveldisdeginum virðast eiga sér dýpri rætur en tímasetninguna eina, af því að, eins og áður sagði, vöktu sambandslögin aldrei þá athygli sem ætla hefði mátt miðað við mikilvægi þeirra. Ágætur mælikvarði á viðbrögð manna er dauf þátttaka kjósenda í atkvæðagreiðslunni um lögin, ekki síst þegar borið er saman við þjóðaratkvæðagreiðslu vegna lýðveldisstofnunar árið 1944. I báðum þessum tilvikum voru Islendingar spurðir álits um ákveðin skref á leiðinni til fulls sjálf- stæðis þjóðarinnar, en viðbrögðin voru gjör- ólík. Árið 1944 varð kosningaþátttakan ævin- týralega mikil, þótt aldrei hafi ríkt neinn vafi um úrslitin; heildarþátttakan var yfir 98% og í tveimur kjördæmum, Seyðisfirði og Vestur- Skaftafellssýslu, kaus hver einasti atkvæðis- bær maður. Minnst var þátttakan í Reykjavík og á ísafirði, en náði samt 97% atkvæðis- bærra manna í báðum kjördæmum.11 Þetta var mikil framför frá kosningunum 1918 þegar innan við 44% kjósenda mættu á kjör- stað; minnst var þátttakan þá í Vestur-Skafta- fellssýslu og Eyjafirði, eða um 28% í hvoru kjördæmi, en mest í Vestmannaeyjum, 76%.12 Andstæðingar samninganna við Dani voru ekki seinir á sér að túlka slaka kosningaþátt- töku sem skýran áfellisdóm yfir lögunum - þjóðin hefði í raun fellt sambandslagasamn- inginn með hjásetunni þótt níu af hverjum tíu þeirra sem höfðu fyrir því að kjósa hafi gold- ið samningnum atkvæði sitt. „Það væri svik- ræði, að smeygja sambandslögunum um háls þjóðinni í skjóli minnihluta kjósenda,“ sagði blaðið Njörður á Isafirði sem hallmælt hafði samningnum ákaflega allt frá því hann var gerður opinber, „því í þessu máli gildir þögn þeirra nei.“13 Handhæg skýring á deyfð kjósenda árið 1918 gæti verið sú staðreynd að kosningarn- ar bar upp á erfiða tíma í sögu þjóðarinnar, en auk sambandslaga er ársins 1918 minnst fyrir heimsstyrjöld með tilheyrandi efnahags- þrengingum, vetrarhörkur, Kötlugos og mann- 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.