Morgunblaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 4
Dæmi eru um að fólk hafi orðið fyr- ir varanlegum augnskaða eftir geisla frá leysibendi. Framvegis er óheimilt að nota slíka benda án leyfis frá Geislavörnum ríkisins og einnig ber að tilkynna Geislavörn- um innflutning þeirra. Velferðar- ráðherra hefur sett reglugerð um þetta til að hindra slys líkt og dæmi eru um að hlotist hafi af gáleysis- legri notkun leysibenda. Óheimilt er að nota öfluga leysi- benda án leyfis 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2011 Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Hæstu einkunnirnar í samræmdum könnunarprófum í 10. bekk eru í skólum í nágrenni Reykjavíkur. Þær lægstu eru í grunnskólum í Suðurkjördæmi. Best gekk nem- endum í ensku, þar sem meðal- einkunnin er 7,3. Meðaleinkunn í stærðfræði er 5,9 og í íslensku 6,5. Niðurstöður prófanna voru birt- ar í gær. Algengasta einkunnin í ensku er 8,5, algengasta einkunn í stærðfræði er 6,5 og í íslensku er algengasta einkunnin 7. Alls þreyttu 4.029 nemendur próf í íslensku og stærðfræði, en nokkru fleiri, eða 4.079, tóku stærðfræði- prófið. 1.112 nemendur eru með lægri einkunn en 5 í stærðfræði. Þetta eru tæp 28% þeirra sem þreyttu prófið. Í íslensku eru 588 nem- endur, eða 14,6%, með lægri ein- kunn en 5 og í ensku eru það 426 nemendur, eða 10,5%. Einkunnir í íslensku byggjast á þremur þáttum sem eru málfræði, lestur bókmennta og ritun. Best gekk nemendum í bókmenntum, en lakasta útkoman var í málfræði, þar sem meðaleinkunn er 5,8. Stærðfræðeinkunnin er saman- sett úr fjórum þáttum sem eru reikningur og aðgerðir, hlutfall og prósentur, rúmfræði og algebra. Nemendum gekk best að leysa verkefni í prósentum, en þar er meðaleinkunn 6,9. Enskuprófið samanstóð af tveim- ur hlutum; lesskilningi og mál- notkun, og gekk nemendum betur í lesskilningi þar sem meðaleinkunn var 7,5. Athygli vekur hversu margir nemendur fá einkunnina 10 í ensku, en 93 nemendur ná þeim árangri. Enska kemur best út á samræmdu  28% 10. bekkinga falla í stærðfræði Samræmdar einkunnir 2011 Meðaltal og staðalfrávik í samræmdum prófum í 10. Bekk Íslenska Stærðfræði Enska m sf m sf m sf Reykjavík 6,6 1,6 6,1 1,7 7,5 1,7 Nágr. Reykjavíkur 6,6 1,5 6,2 1,7 7,6 1,6 Norðvesturkjördæmi 6,4 1,5 5,6 1,7 7,0 1,8 Norðausturkjördæmi 6,3 1,5 5,6 1,7 7,0 1,8 Suðurkjördæmi 6,2 1,5 5,6 1,6 6,9 1,8 Landið allt 6,5 1,5 5,9 1,7 7,3 1,8 Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt Birki Árnason í fimm ára fangelsi fyrir að hafa nauðgað konu aðfaranótt 31. júlí sl. á útisalerni á þjóðhátíðarsvæði í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum. Þá er Birki gert að greiða konunni 1,2 milljónir kr. í miskabætur. Í dómi héraðsdóms segir að Birkir þyki ekki eiga sér neinar málsbætur. Hann hafi gerst sekur um mjög grófa og ruddalega árás á konuna, líkama hennar og kynfrelsi. Eru af- leiðingar brots Birkis augljósar. „Er jafnframt óhjákvæmilegt að líta til hins einbeitta brotavilja ákærða sem birtist í þeirri háttsemi hans að draga brotaþola aftur með ofbeldi inn á kamarinn til að koma fram vilja sínum, eftir að hún hafði sloppið frá honum í hið fyrra sinni, en ákærða gat síst dulist það að athafnir hans allar og háttsemi gagnvart brotaþola voru ekki með hennar samþykki,“ segir í dómi Héraðsdóms Suður- lands. Birkir, sem hefur þrívegis áður sætt refsingu, þvingaði konuna til samræðis og annarra kynferðismaka með því að ýta henni inn á salernið er hún var að koma þaðan út, fara inn fyrir klæðnað hennar og setja fingur í kynfæri hennar. Er hún náði að komast út elti hann hana skamman spöl, neyddi hana með ofbeldi til að fara aftur inn á salernið, reif niður um hana buxur og nærbuxur og hafði við hana samræði. Við atlöguna hlaut konan mar, roða og eymsli víðsvegar um líkamann. Birki var einnig gert að greiða 1,7 milljónir í máls- og sakarkostnað. 5 ára fangelsi fyrir nauðgun  Réðst að konu í Herjólfsdal þegar hún kom út af salerni  Hún náði að komast út en honum tókst að þvinga hana aftur inn  Heimild til að bæta við refsingu Áður dæmdur » Hæstiréttur dæmdi Birki í 18 mánaða fangelsi fyrir nauðgun á tjaldstæði sumarið 2005 og mildaði þar með dóm héraðs- dóms um sex mánuði. » Séu menn dæmdir aftur fyr- ir nauðgun er heimild til að bæta allt að helmingi við refs- ingu þeirra. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Fyrsti vetrardagur er í dag. Sum- arið var kvatt í gær með ágætis veðri víðast um land. Eftir kalt vor og rysjótt sumar eru eflaust marg- ir farnir að velta fyrir sér hvernig komandi vetur á eftir að fara með landsmenn. Meðlimir í veður- klúbbnum á dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík hafa skoðun á því. „Mér skildist á þeim sem voru að spá um daginn að vetur legðist vel í þá, allavega fram að jólum. Það myndu skiptast á suðlægar áttir og norðlægar eins og hefur gerst núna. En það yrði snjólétt fram undir jól,“ segir Stefán Víglundur Ólafsson sem er í forsvari fyrir klúbbinn. Hann segir menn spá út frá tunglum, tunglkomum og hvar tunglið kviknar. Hvernig fuglarnir haga sér er einnig skoðað. Þá er Stefán á því að gott veður fyrsta vetrardag bendi til þess að vet- urinn verði góður og öfugt. Stefán segir klúbbmeðlimi yfir- leitt spá bara mánuð fram í tím- ann. Fundað er um hver mán- aðamót til að velta komandi mánuði fyrir sér. „Það mæta allt að fimmtán manns á hvern fund til að spá og spjalla. Það koma fjórir úr bænum og svo eru vistmenn á dvalarheimil- inu.“ Að sumu leyti óskhyggjuspá Það eru veðurklúbbar víðar en á Dalvík. Á Hellu er rekinn veður- klúbbur sem er tengdur hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi. Þar hafa menn komist að sömu niðurstöðu og fyrir norðan; vetur- inn verður snjóléttur. „Það er talið útlit fyrir að það verði rysjótt og umhleypingasamt með vestanátt fram yfir áramót en það geti frekar orðið snjór um miðjan veturinn. Veturinn í heild verður nokkuð snjóléttur en hann gæti orðið vindasamur,“ segir Margrét Þórð- ardóttir, ritari veðurklúbbsins á Lundi.„Það er spáð í drauma og tunglkomur og svo er þetta að sumu leyti óskhyggjuspá eins og sagt er. Stundum er hún nú ekkert lakari en önnur spá,“ segir Mar- grét kankvís. Hún segir starf klúbbsins vera mest til gamans gert og til að gera tilbreytingu á dvalarheimilinu. „Við hittumst einu sinni í mánuði og klúbburinn er öllum opinn. Það eru frá sextán og upp í rúmlega tutt- ugu manns sem mæta á hvern fund.“ Svo er bara að vona að þessi veðurspá glöggra manna gangi eft- ir og veturinn verði okkur góður. Spá snjóléttum vetri fram undir jól  Félagar í veðurklúbbunum eru sammála um vetrarveðrið Í Sögu daganna eftir Árna Björnsson má lesa sér til um þær leiðir sem fólk notaði til að segja fyrir um vetrarveðrið. Það þykir boða harðan vet- ur ef mýs grafa snemma holur, draga að sér forða eða leita heim til bæja, einnig ef spörfuglar hópast snemma heim að bæjum. Sama gildir ef farfuglar fara fyrr en vanalega og rjúpan skiptir snemma lit. Hins vegar er von á góðum vetri ef lóan dvelst lengi fram eftir hausti. Mikill vargagangur í hröfnun á hausti vísar á vetrarhörkur. Mikil berjaspretta þykir vita á snjóavetur. Þá var spáð í innmat. Skorið var í milta úr nýslátruðu og ef skurðirnir opnuðust vissi það á gott en lokaðir skurðir á illt. Kindagarnir voru raktar frá endagörn, sem merkti upphaf vetrar, og aðgætt hvar auðir blettir væru í görnunum. Á sama bili vetrar mátti búast við harðindum en þíðviðri þar sem garnirnar voru fullar. Spáð í hegðun dýra og innmat ALÞÝÐUTRÚ TENGD FYRSTA VETRARDEGI Morgunblaðið/Birkir Fanndal Skipti Ljósmyndarar hafa auga fyrir spegluninni í blautum og glansandi ísnum á Mývatni næstsíðasta sumardag. Einstakt uppflettirit um lækningajurtir á Íslandi Ný bók eftir Önnu Rósu grasalækni Glæsil egar ljósmy ndir ~ notkun jurta ~ rannsóknir ~ aldagömul þekking
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.