Morgunblaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2011 ✝ ÞorbjörgHenný Eiríks- dóttir fæddist í Reykjavík 3.3. 1994 Hún lést í bílslysi á Fagradal 12.10. 2011. Foreldrar henn- ar eru Kristrún Antonsdóttir f. 16.5. 1969 frá Vopnafirði og Ei- ríkur Bjarnason f. 28.10. 1969 frá Egilsstöðum. Systkini hennar eru Guðdís Benný Eiríksdóttir f. 5.5. 1996 og Fannar Ingi Eiríksson f. 18.9. 2000. Foreldar Kristrúnar eru Anton Stefán Gunnarsson f. 1.10. 1945, d. 28.1. 2011 og Guðný Ragnarsdóttir f. 18.7. 1943. Sambýlismaður hennar er Arnar Haukur Bjarnason f. 3.7. 1942. Systkini Kristrúnar eru Björgvin, Ragnar, Anna og Erla Berglind. Foreldrar Eiríks eru Bjarni Einarsson f. 19.5. 1935 og Þorbjörg Henný Eiríksdóttir f. 27.10. 1943. Systk- ini Eiríks eru Linda Margrét og Einar. Þorbjörg Henný ólst upp á Eskifirði. Hún stundaði nám við Grunnskólann á Eskifirði og síðan lá leiðin í Mennta- skólann á Egils- stöðum. Þorbjörg Henný fór til Eng- lands í enskuskóla árið 2008 og fór einnig á vegum Lions til Ítal- íu árið 2010. Þorbjörg Henný var vinmörg, sérlega öflug í öllu félagsstarfi og lét gott af sér leiða í hverju því sem hún tók sér fyrir hend- ur. Fjölskyldan og vinir áttu hug hennar allan. Jarðarför Þorbjargar Henn- ýjar fer fram frá Eskifjarðar- kirkju í dag, 22. október 2011, og hefst kl. 14. Er nú sæti eitt hér laust. Enginn sest nú í það lengur. Þögnuð er hin þíða raust. Þig gat lagt á allt mitt traust. Í vöggugjöf þær gjafir hlaust, er geta talist mikill fengur. Er nú sæti eitt hér laust. Enginn sest nú í það lengur. (S.A.) Það er sárt að kveðja þig elsku nafna mín, Þorbjörg Henný. Aðeins 17 ára ertu tek- inn frá ástvinum, það er þungt högg. Við þökkum fyrir að þú vildir vera hérna hjá okkur á heimilinu, þú gafst okkur svo mikið. Eins og afi þinn sagði: „Hún hafði svo góða nærveru.“ Oft var spjallað um lífið og til- veruna. Hún nafna mín ætlaði að gera svo margt, til dæmis að skoða heiminn. Hún var alltaf ákveðin í að verða hárgreiðslukona, alltaf fal- lega greidd og tilbúin að laga annarra hár. En fyrst átti að ljúka stúd- entsprófinu. Hún gat verið skörungur og dugleg miðað við aldur. Það gat verið erfitt að vera með mótbár- ur: „Amma, þið verðið að koma á árshátíðina og hlusta á ræðuna mina.“ „Þið verðið að koma í kirkjuna og hlusta á mig syngja.“ Hún stóð föst á sínu. Hún var stolt af sinni heima- byggð og skólanum sínum. „Þú verður að sjá skólann minn amma,“ svo taldi hún upp kennara og vini og gleðin geislaði af henni. Í dag er þetta okkur mikils virði og fer í minningasjóðinn ásamt mörgu öðru. Elsku barnabarn okkar, hvíldu í friði, þín er sárt saknað. Elsku Kristrún, Eiríkur, Guð- dís Benný, Fannar Ingi og stór- fjölskyldan öll, megi góður Guð styrkja okkur öll í sorginni. Henný amma og Bjarni afi. Yndislega fallega ömmustelp- an mín Nú ertu farin frá mér. Þú skildir eftir svo margar fagrar og fallegar minningar sem hægt er að brosa að. Þó aldur þinn væri ekki hár þá var ótal margt sem þú gerðir okkur til ánægju. Er mér minnisstætt þegar ég náði að losa þig við snudduna. Þú varst í pössun hjá mér og snudd- an fannst ekki, sagði ég þér að það hefði komið köttur og tekið hana. Þú horfðir á alla ketti að leita að snuddunni og trúðir ekki að amma gæti platað þig. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Foreldrum, systkinum, öfum og ömmum, frændum og frænk- um sendi ég innilegustu samúð- arkveðjur. Megi góður Guð styrkja okkur öll. Ég kveð þig og þakka þér fyrir allar stundirnar okkar saman. Ást mín til þín lifir að eilífu. Þín amma, Guðný Ragnarsdóttir. Þann 10. október sagði ég við vinkonu mína að nú hlyti að fara koma að því að einhver náinn færi frá mér. Tveimur dögum seinna er fallega frænka mín og mín besta vinkona dáin. Mikið óskaplega er sárt að kveðja þig, elsku Henný mín, en þú varst ekki aðeins frænka mín heldur varstu mér sem systir. Ég á endalaust góðar minningar um þig enda fátt sem við gerðum ekki saman. Þú varst alltaf svo yndisleg og góð, vildir allt fyrir mig gera. Það er því svo óskap- lega erfitt að sleppa af þér tak- inu, ég sakna þín svo óendanlega mikið, elsku Henný mín. Á nánast hverjum degi spjöll- uðum við um allt og ekkert, þú virtist eiga svo ótrúlega bjarta framtíð fyrir þér. Það var alltaf svo mikil ævintýraþrá í þér að skoða heiminn, einn daginn ætl- aðirðu að flytja til mín til Reykjavíkur og þann næsta ætl- aðir þú að búa í London. En ég sá þig alltaf fyrir mér með mann og fullt af börnum að reka þína eigin hárgreiðslustofu fyrir aust- an. Ég þakka þér fyrir þessi sautján ár sem við áttum saman. Ég er ótrúlega rík að fallegum minningum og myndum af þér sem ég mun aldrei gleyma. Elsku fallega Henný mín, hvíldu í friði, þín verður sárt saknað. Elsku Kristrún, Eiríkur, Guð- dís Benný og Fannar Ingi, megi góður guð styrkja ykkur í sorg- inni. Þín Arney. Mamma, ég vildi að það væri eins og við héldum, sagði Steinar Bragi. Já vinur, það vildi ég líka. Nú tekur við tími söknuðar og tómleika en líka tími minninga. Linda, er þetta ekki flott, hend- urnar réttar fram og nýasta naglalakkið sýnt. Glott og beðið – hvað er þetta eiginlega var svarað svo var hlegið. Alltaf hlát- ur og gaman. Traust og heil í öllu sem hún gerði. Strax sem lítil stúlka var ljóst að þar var mikill skörungur á ferð. Hestakona, sundkona, skíðakona, söngkona, barnfóstra, bakari, 2 ferðir, ein til útlanda. Já, hún gerði ýmislegt og var ekkert að bíða með það. Nú horfi ég á myndir og brosi, þannig huggar hún. Elsku Henný mín, takk fyrir að koma og leyfa okk- ur að kynnast þér. Kæru foreldr- ar og systkin, takk fyrir fallegu stelpuna ykkar. Ósanngjarnt að fá ekki að hafa hana lengur. Kveðja, Linda og fjölskylda. Kveðja frá Grunn- skólanum á Eskifirði Miðvikudagurinn 12. október hófst eins og við þekkjum svo oft á haustin. Nemendur og starfs- fólk skólans mættu til vinnu sinnar á stilltum en köldum morgni. En svo barst okkur harmafregnin sem breytti öllu starfinu þennan dag. Þorbjörg Henný hafði ásamt skólasystur og vinkonu lent í hörmulegu bíl- slysi og látist á leið í Mennta- skólann á Egilsstöðum, þar sem þær stöllur voru við nám. Okkur setti öll hljóð og vafalaust hugs- uðum við svipað. Hvers vegna hún? En við því fáum við ekki svar. Henný hafði fyrir tæpu einu og hálfu ári útskrifast úr Grunn- skólanum, þar sem hún hafði slit- ið barnsskónum, tilbúin til að takast á við nýjar áskoranir. Öll þau ár sem hún var hér var hún áberandi í skólastarfinu. Hún var hláturmild og afar hjálpsöm því ófáum rétti hún hjálparhönd þegar þeir þurftu þess með, yngri jafnt sem eldri. Það var því engin tilviljun að hún var valin til forystu í nemendaráð skólans og sat sem fulltrúi nemenda í skóla- ráði í tvö ár. Í eðli sínu var Henný fé- lagslynd og tók þátt í félagsstarfi á staðnum af lífi og sál. Ef hægt er að segja um einhvern að hann hafi leiðtogahæfileika þá má svo sannarlega segja það um Henný. Þegar kalla þurfti eftir aðstoð nemenda í skólastarfinu kom hún ósjálfrátt fyrst upp í hugann því hún hafði einstakt lag á að fá aðra með sér. Hún var fyrst til að bjóða fram krafta sína ef þurfti að setja upp leikþætti, stóra sem smáa og sama má segja um söng. Hún hafði kröft- uga söngrödd sem hún beitti óspart á ýmsum uppákomum innan skólans sem utan og var virkur þátttakandi í söngvara- keppni skólans þegar hún hafði tækifæri til. Þá voru einnig ófá skiptin sem við nutum söngs hennar og lífsgleði í kirkjustarf- inu þar sem hún var einnig afar virk. Við þökkum fyrir þann tíma sem við áttum með henni og munum geyma minninguna um Henný um ókomin ár. Við sendum Eiríki, Kristrúnu, Guðdísi og Fannari okkar inni- legustu samúðarkveðjur og biðj- um algóðan Guð að veita þeim styrk í þeirra djúpu sorg. Hilmar Sigurjónsson, skólastjóri. Af hverju varst þú tekin frá okkur? Það er spurning sem ég hef verið að spyrja mig sjálfa að og verð líklega allt mitt líf að velta fyrir mér. Þetta er svo ósanngjarnt. 12. október sem á að vera gleðilegasti dagur lífs míns, dagurinn sem ég fæddist, varð á einni sekúndu erfiðasti og versti dagur lífs míns. Það var erfitt að fá þessar fréttir. Ég man að mér leið eins og ég væri hjálp- arvana og ósjálfbjarga. Leið eins og ungbarni, ég vissi ekkert hvernig ég átti að haga mér. Sorgin yfirtók mig algjörlega. Ég á auðvitað óteljandi marg- ar yndislegar og fyndnar minn- ingar. Það var samt svo margt sem við áttum eftir að gera sam- an, skoða saman og uppgötva saman. Það er sárt að missa ein- hvern sem er manni kærastur. Ég mun aldrei gleyma þér og þú átt alltaf stóran hlut í hjarta mínu. Ég veit þú munt fylgjast með mér og vera með mér í gegnum mína sælu og sorgar- daga. Þú gast alltaf látið mann hlæja sama hvað var. Þú varst alltaf svo glöð og brosandi. Það var alltaf gaman í kringum þig. Sagð- ir svo margt fyndið sem ég mun aldrei gleyma. Ég mun aldrei gleyma þér og mun alltaf á hverj- um einasta degi hugsa um þig og til þín. Ég veit og vona að þú hugsir til mín og munir passa mig alltaf. Þetta er skrýtið, að geta ekki hist, hringt og gert alla heimsku- legu skemmtilegu hlutina sem við gerðum saman. Það er skrýtið að missa bestu vinkonu sína, það er eins og eitthvert nauðsynlegt líf- færi sé tekið frá manni. Þú áttir marga góða vini og við stöndum saman í þessari sorg. Ég mun aldrei gleyma stelpunni sem lét mig koma með sér að jarða gull- fiskinn sinn, ég þurfti að vera undirbúin með minningarorð. Þú tókst upp á ótrúlegustu hlutum, sagðir allt og gerðir sem enginn annar þorði að segja og gera. Þú kenndir mér að trúa alltaf á sjálfa mig sama hvað. Þú kenndir mér að lifa lífinu öðru- vísi, á þann hátt sem er miklu skemmtilegri. Þetta sumar var skemmtilegasta sumar lífs míns. Við brölluðum svo margt saman, sérstaklega þá viku sem ég var ein heima. Mun aldrei gleyma nóttunum sem við gistum í felli- hýsinu þínu. Ég mun aldrei gleyma þér, besta vinkona mín, ég mun alltaf muna það sem við gerðum sam- an. Þín verður sárt saknað, það var erfitt að missa þig, elsku Henný mín. Ég elska þig, alltaf! Elsku Eiríkur, Kristrún og börn og aðrir aðstandendur, ég sendi ykkur mínar dýpstu sam- úðarkveðjur og þakkir fyrir hvernig þið tókuð á móti mér í þessari gríðarlegu sorg, það er alltaf jafn gott að koma til ykkar, elsku fjölskylda. Örlagastund er oft erfitt að skilja því ekki er spurt hvers menn vænta og vilja. – dagurinn breytist í nótt. Gleðin sem ríkti, verður harmur og heima hjartfólgnar minningar að okkur streyma. – tárin þau falla svo hljótt. Öllum er ljóst hversu sárt er að sakna frá sælustu lífsdraumum verða að vakna. – í myrkrinu finnum við ljós. Í þakklæti krjúpum og kveðjum þig vina með kærleik og ást sem að sorgina lina. –Þú varst okkar fegursta rós. (E.B.Þ.) Þín besta vinkona, Kamilla Borg. Elsku Henný mín, eða Tobba, eða jafnvel Þorbjörg eins og ég kallaði þig alltaf. Ég get ekki lýst því hversu mikið ég sakna þín og hversu ótrúlega yndisleg mann- eskja þú varst. Það er svo ótrú- lega óraunverulegt að liggja í rúminu og skrifa um hversu ynd- isleg þú varst og reyna að velja út úr öllum góðu minningunum sem ég er ólýsanlega heppin að eiga. Þú varst svo ákveðin í öllu og komst öllu á framfæri, þú varst alltaf glöð og ótrúlega fyndin. Þú varst eins og systir mín, móðir mín og besta vinkona allt í einu, vegna þess að þú hugsaðir alltaf svo mikið um mig og skammaðir mig ef ég átti eitt- hvað eftir að læra eða ég borðaði ekki nóg, við vorum alltaf saman í grunnskóla og öll sumur en því miður ekki þegar ég fór norður í skóla. Þú hringdir alltaf í mig á kvöldin áður en þú fórst að sofa og við töluðum saman í síma í 1-2 klukkutíma á hverjum einasta degi. Það skipti ekki máli þótt við værum nýbúnar að vera sam- an kvöldið fyrir, þú hringdir allt- af og við spjölluðum endalaust, en líka sögðum við stundum ekki orð heldur vorum bara í stöðugu sambandi hvor við aðra. Ég og þú, Henný, gengum í gegnum svo margt, eins og við sögðum oft, súrt og sætt og í blíðu og í stríðu. Það var svo mikið sem við gerðum saman og stóðum saman í gegnum allt. Það hefur alltaf sýnt mér hversu ótrúlega góð vinkona þú varst, það ættu allir að eiga jafn trausta vinkonu og þig. En ég var svo ótrúlega heppin að eign- ast þig sem bestu vinkonu mína. Það var svo gott að koma aftur austur til þín og þá gátum við alltaf verið saman eins og við gerðum. Ég sagði þér það kannski ekki oft, eða í stórum orðum hversu mikið vantaði af sjálfri mér þegar ég hafði þig ekki hjá mér þegar ég var fyrir norðan, ég fattaði það ekkert strax en núna skil ég hvað vant- aði. Ég á eftir að sakna þess hversu mikið þú varst alltaf að stríða mér og finna upp á ótrú- legustu hlutunum til þess að gera. Þér fannst líka svo gaman að gleðja aðra, ég man ekki hversu oft þú varst að gefa mér eitthvað. Eins og í fyrrasumar, þá komstu heim til mín eins og venjulega en þá varstu búin að kaupa hello kitty hring og hello kitty-teygjur fyrir mig, þetta var ekkert sérstakt tilefni þennan dag en þú sagðir: „Æ, mér fannst þetta bara vera svo mikið þú.“ Ég get eiginlega ekki lýst því hversu góð þú varst, þú hugsaðir fyrst og fremst um alla aðra en sjálfa þig og gerðir allt fyrir alla. Þú gerðir allt fyrir mig, hvað sem það var. Eins og ég, þú og Rósi sögðum oft þá vorum við þrjú kjarninn, við gerðum allt saman og ef það vantaði eitt- hvert af okkur þá voru hlutirnir alls ekki eins. Við þrjú saman vorum ótrúlegur vinahópur og við gátum talað um allt saman hvar sem er. Ég get sagt það að það er al- gjör heiður að geta sagt að þú hafir verið besta vinkona mín og ég get ekki lýst því hversu ótrú- lega mikið ég elska þig og sakna þín. Ég mun aldrei gleyma þér og það er svo margt sem ég get sagt um þig. Hvíldu í friði, elsku gullið mitt, og ég veit að við mun- um sjást einhvern tímann aftur, sama hvar og hvernig. Anna Hjálmveig Hannesdóttir. Elsku Þorbjörg mín, ég veit eiginlega ekki hvar ég á að byrja þar sem að við áttum svo margar góðar og skemmtilegar stundir saman. Þetta er alltof sorglegt og óraunverulegt. Ég er eigin- lega ekki ennþá búinn að ná því að þetta hafi gerst, ég heyri ennþá röddina þína í hausnum á mér og hláturinn þinn. Allar góðu stundirnar sem við áttum saman sitja fastar í hausnum á mér og gleymast aldrei og þá sérstaklega „menningarferðirn- ar“ okkar, þegar við tókum okk- ur til og ákváðum að fara eitt- hvað og fórum svo bara án þess að láta nokkurn vita. Svona eftir á að hyggja þá er þetta eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert. Það var líka alltaf svo gaman að hlusta á þig, fyndnari mann- eskju er erfitt að finna, varst allt- af að gera grín að manni og gast alltaf fundið björtu hliðarnar á öllu, meira að segja þótt það hafi ekki verið neinar bjartar hliðar. Þú varst alltaf hress og varst vin- ur allra, það líkaði engum illa við þig. Eins og ég var oft búinn að segja við þig þá varstu mér eins og mamma, alltaf þegar ég var að fara að gera einhverja heimsku- lega hluti þá stoppaðir þú mig í því, líka þegar ég var veikur þá varst þú alltaf fyrsta manneskjan til að hringja í mig og bjóðast til að fara út í búð og kaupa eitthvað fyrir mig eða gera hvað sem er til að mér myndi líða betur. Það var líka alltaf svo rosalega gaman að vera í kringum þig, jafnvel þótt við segðum ekki neitt þá var allt- af svo gott og gaman að vera í kringum þig. Þú ert núna því miður farin frá okkur, en bara úr augnsýn. Þú munt aldrei fara alveg frá okkur, minningarnar sem við eigum munu aldrei hverfa og það verður alla tíð hægt að minnast þín sem yndislegrar stelpu með sterkan og góðan karakter og með brosið þitt fallega í fararbroddi. Elsku Henný mín, þú munt alla tíð eiga stóran og sterkan stað í hjartanu mínu og verður aldrei nokkurn tímann gleymd. Þinn vinur, Rósmundur Örn. Elsku Henný mín. Það er svo erfitt að þurfa kveðja þig, elskan mín, þú varst svo mikill gullmoli, komst manni alltaf til að hlæja og að komast í gott skap. Höfum mikið spjallað og brallað síðustu árin. Elsku Henný mín, ég veit að þú verður alltaf í hjarta mínu og ég get brosað þegar ég hugsa um stundirnar okkar. Minning þín lifir. Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð, leiddu mig, og lýstu mér um ævistig. Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér. Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér. Því veit mér feta veginn þinn og verðir þú æ Drottinn minn. (Pétur Þórarinsson) Elsku Kristrún, Eiríkur, Guð- dís og Fannar, ég votta ykkur samúð mína og Guð verði með ykkur. Rut Eygló Arnardóttir. Elsku Henný mín. Það að þurfa að kveðja æsku- vinkonu sína svona skyndilega er mjög sárt og ég trúi eiginlega ekki að það sé raunin. En eftir sitja dýrmætar minningarnar um öll skemmtilegu uppátækin okk- ar. Við vorum lengi bestu vinkon- ur og þó að við höfum ekki verið eins mikið saman undanfarið eins og þegar við vorum yngri, var ég alltaf viss um að við yrðum nán- ari aftur með tímanum. Ég man t.d. þegar við fyrir einhverjum árum tókum upp á því að labba til Reyðarfjarðar, við ætluðum að birtast í vinnunni hjá mömmu og monta okkur af af- rekinu. Fórum við til pabba og hann gaf okkur leyfi. Þegar við vorum komnar rétt fyrir Hólma- hálsinn þá fórst þú að finna til þreytu, ég í þrjósku minni dró þig áfram, bílstjórar í tugatali buðu okkur far og þú varst ekki sérstaklega ánægð með mig þeg- ar ég sagði nei takk við þá. Þegar við vorum komnar aðeins lengra en álverið þáðum við far svo við næðum mömmu áður en hún væri búin í vinnunni. Þegar við komum í apótekið til mömmu ætlaði hún ekki að trúa því að við Þorbjörg Henný Eiríksdóttir HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.