Morgunblaðið - 22.10.2011, Page 53

Morgunblaðið - 22.10.2011, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2011 Málþing um rithöfundinn Kristmann Guðmundsson verður haldið í Norræna húsinu á sunnudag en þann dag eru liðin 110 ár frá fæðingu hans. Málþingið, sem stend- ur frá kl. 13.30 til 17.30, er haldið á vegum norska sendi- ráðsins og Bókmennta- og listfræðastofnunar Háskóla Íslands. Helga Kress, prófessor emeritus í almennri bók- menntafræði, hefur umsjón með málþinginu, en Gro Tove Sandsmark, sendikennari í norsku, kynnir. Erindi flytja Heming Gujord, dr. art í norrænum bók- menntum við Háskólann í Bergen, Ármann Jakobsson, dósent í íslenskum bókmenntum, Gunnar Stefánsson, dagskrárfulltrúi, Dagný Kristjánsdóttir, prófessor í ís- lenskum nútímabókmenntum, og Gunnþórunn Guð- mundsdóttir, dósent í almennri bókmenntafræði. Hrefna Kristmannsdóttir, dóttir Kristmanns og prófessor í jarð- hitafræði við Háskólann á Akureyri, flytur síðan lokaorð. Kristmann Guðmundsson fæddist á Þverfelli í Borgar- firði 23. október 1901 og lést í Reykjavík 20. nóvember 1983. Hann bjó í Noregi 1924 til 1937 og naut þar tals- vert mikillar hylli sem rithöfundur. Eftir Kristmann liggja ríflega þrjátíu bækur. Erindi Ármanns Jakobssonar á málþinginu nefnist „Spámaður utan föðurlands: Kristmann Guðmundsson og Noregur“. „Það var talsverður munur á móttöku verka Krist- manns í Noregi og á Íslandi,“ segir hann. „Ógæfa Krist- manns sem íslensks rithöfundar var að hann var ekki orðinn kunnur höfundur þegar hann hélt til Noregs. Þótt hann hafi gefið út eina ljóðabók hér þá hófst ferill hans í raun í Noregi, þar sem hann varð strax metsöluhöf- undur.“ Bækur Kristmanns seldust allar vel í Noregi, þar til hann flutti aftur til Íslands. Þá var búið að þýða verk hans á tíu tungumál. „Kristmann varð snemma sambandslaus við íslenska lesendur,“ segir Ármann. Málþing um Kristmann Guðmundsson Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Kristmann Fjallað verður um ýmsa þætti ferils hans. Á sunnudag kl. 14.00 veitir Hall- dór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Íslands, leiðsögn um sýninguna Þá og nú, fjallar um inntak sýningarinnar og beinir sjónum að verkum sem endur- spegla sjötta og sjöunda áratug 20. aldar. Þá og nú er sýning á íslenskri myndlist og sjálfstætt framlag í tilefni af útkomu Íslenskrar lista- sögu, frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar. Leiðsögn um Þá og nú Harry Hole. Hér er aðal- persónan Roger Brown sem hefur þann starfa að leita uppi rétt fólk í æðstu stöð- ur hjá norskum stórfyrirtækjum. Roger lifir góðu lífi og á glæsilega eiginkonu sem hann dýrkar. En hann á líka sína skuggahlið því hann stundar listaverkaþjófnað í frí- stundum. En svo kynnist Roger dul- arfullum manni, Clas Greve og virð- ist hafa hitt ofjarl sinn. Eftir kynningu á helstu persónum tekur við afar hröð og reyfarakennd frásögn og þeir sem vilja spennu og Norski rithöfundurinn JoNesbø varð heims-frægur á skrifum sínumum lögreglumanninn Harry Hole. Í Hausaveiðurunum gefur hann drykkfelldu löggunni sinni frí og um leið öðlast hann frelsi til að sleppa fram af sér beislinu og verða galsafenginn, en eins og les- endur Nesbø eiga að vita er ákveð- inn lífsdrungi sem fylgir einfaranum óvænt atvik eiga sannan skemmti- lestur fyrir höndum. Nesbø hefur sennilega aldrei verið skemmtilegri en í þessari bók. Hann er einnig afar hugmyndaríkur eins og afar sér- stakt atriði sem gerist á útikamri er til marks um. Það er sérstök kúnst að koma les- endum verulega á óvart og í þessari bók tekst Nesbø það listilega þó nokkrum sinum. Það eru þessi atriði sem skapa verulega eftirminnilega glæpasögu. Unnendur glæpsagna vita hversu unaðsfullt það er að reka upp undrunaróp við lesturinn og segja: Ha? Er þetta svona? Þetta er einmitt þannig bók. Nesbø er í banastuði í skemmti- legri glæpsögu sem er full af óvænt- um atvikum. Nesbø í banastuði Hausaveiðararnir bbbbn Eftir Jo Nesbø. Uppheimar gefa út. 265 bls. KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR BÆKUR Jo Nesbø Uppselt Örfá sæti laus FarandsýningU Ö F Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is Blótgoðar - uppistand um heiðingja (Söguloftið) Lau 22/10 kl. 20:00 Fös 28/10 kl. 20:00 Lau 29/10 kl. 16:00 Lau 5/11 kl. 20:00 LÍFSDAGBÓKÁSTARSKÁLDS (Söguloftið) Lau 22/10 kl. 16:00 Lau 29/10 kl. 20:00 Mið 2/11 kl. 17:00 ath breyttan sýn.artíma ARI ELDJÁRN - gamanmál úr hans eigin höfði (Söguloftið) Fös 4/11 frums. kl. 20:00 Lau 5/11 kl. 16:00 Sun 6/11 kl. 16:00 Sun 13/11 kl. 16:00 Tjarnarbíó 5272100 | tjarnarbio@leikhopar.is Eftir Lokin Lau 29/10 kl. 20:00 U Fim 3/11 kl. 20:00 Lau 5/11 kl. 20:00 Lau 12/11 kl. 20:00 Fim 17/11 kl. 20:00 Fös 18/11 kl. 20:00 Fös 25/11 kl. 20:00 Lau 26/11 kl. 20:00 Fös 2/12 kl. 20:00 Lau 3/12 kl. 20:00 Svanurinn Sun 6/11 kl. 14:00 U Sun 13/11 kl. 14:00 U Sun 13/11 aukas. kl. 16:00 Sun 20/11 kl. 14:00 U Sun 20/11 aukas. kl. 16:00 Sun 27/11 kl. 14:00 U Söngleikir með Margréti Eir Lau 22/10 kl. 20:00 Sun 30/10 kl. 20:00 Lau 19/11 kl. 20:00 Lau 10/12 kl. 20:00 Leikhúsin í landinu www.mbl.is/leikhus Miðasala sími: 571 5900 ALVÖRUMENN “Hér er valinn maður í hverju rúmi... Leikurinn er upp á fimm stjörnur.” -Elísabet Brekkan, Fréttablaðið. - harpa alþýðunnar L AU 22 /10 FÖS 28/10 L AU 29/10 FÖS 04/1 1 L AU 05/1 1 FÖS 1 1 / 1 1 L AU 1 2 /1 1 FÖS 18/1 1 FIM 24/1 1 FÖS 25/1 1 L AU 26/1 1 FÖS 02 /1 2 FÖS 09/1 2 L AU 10/1 2 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 KL . 20:00 Ö Ö Ö U Ö NÝ SÝNING NÝ SÝNING NÝ SÝNING NÝ SÝNING NÝ SÝNING NÝ SÝNING NÝ SÝNING NÝ SÝNING NÝ SÝNING NÝ SÝNING Hjónabandssæla Hrekkjusvín – söngleikur Lau 22 okt kl 20 Ö Fös 28 okt kl 20 Lau 29 okt. kl 20 Ö Sun 30 okt. kl 20 Ö Fim 03 nóv. kl 20 Ö Steini, Pési og Gaur á Trommu - Uppistand Mið 26 okt. kl 21:00 fors Fim 27 okt. kl 21:00 frums. Lau 05 nóv. kl 22:30 Fim 10 nóv. kl 22:30

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.