Morgunblaðið - 22.10.2011, Page 11

Morgunblaðið - 22.10.2011, Page 11
Sveinn Kjartans- son, yfirkokkur hjá Fylgifiskum, gefur hér lesendum girnilega uppskrift að laxi fyrir fjóra. 1 kg lax, beinlaus og roðlaus 2 msk. ólífuolía 2 tsk. grófkornasinnep Safi úr einni límónu 2 stk. límónulauf (kaffiblöð) 1 hvítlauksrif Örlítill biti engifer Nýmulinn pipar og sjávarsalt. Roð af laxaflaki (má sleppa) Skerið laxinn í 4 bita. Blandið saman ólífuolíunni, sinnepinu, og límónusafanum. Saxið hvítlaukinn, engiferið og límónulaufin mjög smátt eftir að hafa fjarlægt miðju- stilkinn úr laufunum, bætið út í lög- inn og piprið. Leggið laxinn og hreistað laxa- roðið í kryddlöginn og geymið í kæli í ca. 1-2 klst. áður en þið grillið. Þegar grilla á er byrjað á að þerra kryddlöginn af roðinu og grilla það í ca. 2 mín. á heitu grillinu áður en laxinn er settur á grillið. Laxinn þarf að grilla ca. 2 mín á hvorri hlið og roðið í ca. 4 mín. og gott er að smyrja kryddleginum sem eftir er í skálinni á laxinn og roðið þegar búið er að grilla. Byggsalat 200 g bankabygg 1 msk. hvítlauksolía 1 msk. sítrónuolía 1 tsk. hreinn grænmetiskraftur Nýmulinn pipar. Safi úr ½ sírónu 80 g grænmeti (t.d. spergilkál, rauðlaukur, blaðlaukur og rauð paprika) en má nota hvaða græn- meti sem til er ísskápnum. 3 stönglar sólselja ( dill) 3 stönglar steinselja. 1 lúka ristaðar kasjúhnetur. 2 stönglar vorlaukur 1 lúka þurrkuð trönuber 1 lúka kókosflögur Sjóðið bankabyggið samkvæmt leiðbeiningum á pakka og kælið. Bætið olíunum út í bankabyggið ásamt grænmetiskraftinum, pipar- num, sítrónusafanum og saxið grænmetið smátt og bætið saman við byggið (ath. að hægt er að nota það sem til í ísskápnum), grófsaxið sólseljuna og steinseljuna og bætið út í byggið ásamt kasjúhnetunum, trönuberjunum og kókosflögunum. Ef eitthvað verður eftir af krydd- leginum þegar búið er að grilla lax- inn er gott að hella honum yfir byggið og laxinn. Benda má á að hægt er að kaupa soðið kryddað bygg í Fylgifiskum daglega, en þá án kasjúhnetanna, trönuberjanna og kókossins. Grillaður lax með frísklegu byggsalati MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2011 Morgunblaðið/Árni Sæberg Girnilegt Lax með byggsalati sem í eru kasjúhnetur, vorlaukur, þurrkuð trönuber og fleira gott. Þær voru hálffríkaðar múnderingarnar sem sáust á tískusýningapöllum í Russian Silhouette-fatahönnunarsamkeppninni í Moskvu í vikunni. Í hönn- uninni gætti rússneskra áhrifa í bland við hermannaliti og ýmiss konar óvenjulega fylgihluti og skraut. Keppnin var fyrst haldin árið 1997 og er ætlað að styðja við bakið á ungum, rússneskum fatahönnuðum. Alls voru 67 mismunandi fatalínur valdar en haldnar voru 32 undankeppnir og skoðuðu dómarar hönnun 4000 hönnuða. Nokkrir forsvarsmenn stóru tískuhúsana voru ekki nógu ánægð- ir með útkomuna og þóttu hönnuðirnir ekki hafa verið nógu nýj- ungagjarnir og djarfir. Það ku hafa haft sín áhrif að fjármagnið sem hver hönnuður hafði milli handanna var takmarkað. Sigur úr býtum bar Moskuvubúinn Alexandra Ulyanova fyrir línuna „From darkness to light“, hún hlýtur 22.000 evrur að launum og árslanga námsdvöl við ítalska fatahönnunarskólann Domus Academy. Tíska Höfuðdjásn Þeir voru af ýmsum gerðum hlutirnir sem módelin báru á höfðinu. Frumleg og fríkuð tíska ungra hönnuða sýnd í Rússlandi Reuters Skraut Þessi hleypti út fiðr- ildum. ÞORSTEINN FRÁ HAMRI Ný ljóðabók sem á brýnt erindi við nútímafólk „Svo fer einn dag að flest mun fullnað, jafnvel allt.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.