Morgunblaðið - 22.10.2011, Side 44

Morgunblaðið - 22.10.2011, Side 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2011 ✝ Guðrún S.Björnsdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 6. febrúar 1920. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Vest- mannaeyja 8. októ- ber sl. Foreldrar henn- ar voru Steinunn Jónsdóttir, f. 28. júní 1885, d. 22. mars 1968, og Björn Jakobsson, f. 29. ágúst 1893, d. 2. febrúar 1974. Systkini hennar voru: Sveinn Alexander, f. 14. júlí 1916, d. 2. febrúar 1936, Jak- obína, f. 7. febrúar 1918, d. 21. september 1946, stúlka, f. and- vana 1919, Sæmundur Kári, f. 6. janúar 1921, d. 21. júlí 1923, Guð- ríður Sigurbjörg, f. 12 desember 1921, d. 25. desember 1922, Sig- urleif Ólafía, f. 5. september 1923, d. 26. nóvember 1956. eignuðust þrjár dætur, ein þeira er látin, og þrjú barnabörn. 4) Birgir, f. 8. september 1950, maki Pálína S. Guðbrandsdóttir, f. 21. nóvember 1951, þau eiga þrjú börn og níu barnabörn. Guðrún var heimavinnandi húsmóðir en á vertíðum leigðu vertíðarmenn hjá þeim hjónum og sá Guðrún um þvott fyrir þá og fleiri samhliða heim- ilisstörfum á stóru heimili. Guð- rún bjó með fjölskyldu sinni, þar með talið foreldrum sínum, á Hálsi við Brekastíg frá 1942 og var jafnan kennd við það hús sem Gunna á Hálsi. Vegna jarðeld- anna á Heimaey bjuggu þau hjónin eitt ár á Selfossi. Þar starfaði hún í Sláturhúsinu á Sel- fossi en eftir að þau fluttu aftur til Eyja starfaði hún við ræst- ingar í Barnaskóla Vest- mannaeyja til 70 ára aldurs. Í ársbyrjun 2008 flutti hún á Dval- arheimili aldraðra, Hraunbúðir, í Vestmannaeyjum. Guðrún var virk í félagi eldri borgara á með- an heilsan leyfði. Útför Guðrúnar fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum í dag, 22. október 2011, og hefst athöfnin kl. 14. Hinn 27. október 1939 giftist Guðrún Óskari Vigfússyni, f. 25. maí 1910, d. 28. júní 1997. For- eldrar hans voru Guðrún Magn- úsdóttir, f. 12. maí 1882, d. 19. ágúst 1965, og Vigfús Ein- arsson, f. 14. desem- ber 1888, d. 29. október 1957. Börn Guðrúnar og Óskars eru: 1) Sveinbjörg, f. 5. janúar 1941, maki Stefán B. Ólafsson, f. 14. maí 1938, eiga þau þrjú börn, átta barnabörn og fimm barna- barnabörn. 2) Elín Guðrún, f. 23. maí 1942, maki Eysteinn G. Haf- berg, f. 15. ágúst 1940, þau eiga þrjú börn og níu barnabörn, eitt þeirra, stúlka, lést skömmu eftir fæðingu. 3) Sigursteinn, f. 7. ágúst 1945, maki Sigrún Ágústs- dóttir, f. 22. nóvember 1944, þau Í dag kveðjum við ömmu á Hálsi. Gunnu ömmu, sem hefur verið fastur punktur í tilveru okk- ar frá því við munum eftir okkur. Það var alltaf mikil tilhlökkun þegar amma og afi komu í heim- sókn til okkar. Þá vissum við systkinin að það yrði mikið spilað og spjallað og oftar en ekki gauk- uðu þau að okkur einhverju góð- gæti. Ekki var minna fjör að fara til Eyja í heimsókn á Háls. Þar voru alltaf heimabakaðar kleinur, flatkökur og annað bakkelsi og að sjálfsögðu líka tekið í spil, en það sem var mest um vert var að allt- af var okkur tekið opnum örmum. Amma fylgdist alltaf vel með okkur og öllu sínu fólki. Hún hvatti okkur til dáða og við minn- umst hennar sem jákvæðrar, glæsilegrar og duglegrar konu. Hún var svo sannarlega góð fyr- irmynd og við erum þakklát fyrir þær stundir sem við áttum með henni. Rannveig, Hafdís og Steinar Björn. Fallegar og góðar minningar eru mikill fjársjóður að eiga, og þær eigum við systkinin svo sannarlega um þig, amma á Hálsi. Að leiðarlokum viljum við þakka þér, elsku amma, fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur og kenndir okkur. Við erum þess fullviss að afi tekur á móti þér með opinn faðminn. Ekki er hægt að setja niður fáein orð án þess að vitna í fallegan texta sem minnir okkur svo mikið á þig, afa og Vestmannaeyjar. Meðan öldur á Eiðinu brotna og unir fugl við klettaskor mun ég leita í Eyjarnar eins og fyrr í æsku minnar spor. Þar sem lundinn er ljúfastur fugla þar sem lifði Siggi bonn og Binni hann sótti í sjávardjúp sextíu þúsund tonn. Meðan lífsþorstinn leitar á hjörtun meðan leiftrar augans glóð, þó á höfðanum þjóti ein þrettán stig ég þrái heimaslóð. (Ási í Bæ.) Hvíldu í friði – hinsta kveðja, Guðrún Ósk, Guðfinna Björk og Sveinbjörn Már. Það var alltaf svo notalegt að koma til Gunnu langömmu á Hálsi. Þar var tekið vel á móti manni með hlýju og kærleik og það leyndi sér ekki hvað henni þótti vænt um barnabörnin. Allt- af var farið beint í að byggja kast- ala úr flottu dósunum eða leika með merkilega dótið sem leyndist í gulu töskunni. Það var líka þannig eftir að hún fór á Hraun- búðir og ég fór að kíkja á hana með syni mína, að þeir léku sér með dótið í gulu töskunni og laumuðust í nammið í skúffunni. Dósirnar hafa hins vegar verið heima hjá mér í nokkur ár og syn- ir mínir hafa leikið sér mikið með þær. Við Haukur Leó fórum reglu- lega til hennar eftir leikskóla og Tómasi Bent þótti voða gott að vita af henni þegar hann var úti á gervó og notaði hann stundum tækifærið og hlýjaði sér hjá henni og fékk smáorku úr skúffunni. Alltaf var amma jafnánægð að hitta okkur og þakklát fyrir heimsóknirnar og fannst henni spennandi að fá frettir af og fylgj- ast með afkomendunum sem eru orðnir ansi margir. Amma var alltaf ánægð með mig þegar hún sá að ég lét strák- ana hlýða mér því henni fannst að börn ættu að vera kurteis og sagði hún mér oft sögur af því hvernig hennar börn báru virð- ingu fyrir fullorðnum og voru hlýðin og góð. Ég er svo ánægð að amma náði að hitta Lenu Mar- íu, en amma var einmitt á spít- alanum þegar Lena fæddist og sagði hún starfsfólkinu stolt frá því að hún væri langalangömmu- barnið hennar. Amma var orðin ansi veik undir lokin og vil ég nú trúa því að henni líði vel og Óskar langafi hafi tekið vel á móti henni. Við munum minnast hennar með söknuði og hlýju í hjarta. Hvíldu í friði elsku langa og langalanga. Harpa, Magnús, Tómas Bent, Haukur Leó og Lena María. „Hvað segið þið til?“ Þannig byrjaði Gunna frænka á Hálsi oft samræður. Síðan fór hún að segja frá sínu fólki, sýna blaðaúrklipp- ur og myndaalbúm, á meðan hún bar fram kaffi og með því. Hún hafði gaman af því að segja frá hvernig allt var í gamla daga og hvaða fólk væri skylt okkur. Hún var hjarthlý, kát og alltaf bros- mild. Ég er mjög stoltur að hafa átt hana sem frænku. Gunna frænka hefur kennt mér margt um lífið og mikilvægi þess að vera jákvæður og hafa gaman af sér og sínum. Það eru margar góðar minningar sem brjótast fram þegar ég hugsa til frænku minnar sem er mér svo kær. Ég minnist þess að vakna við hlátur úr eldhúsinu heima í Hrauntúninu þegar ég var ungur peyi. Gunna var mætt í heimsókn kát og hress eftir morgunsundið. Ég varð auðvitað svo forvitinn, að ég varð að fara framúr og athuga hvað væri svona skemmtilegt. Hún var ánægð með sitt fólk og talaði um það með stolti, en mont var henni ekki að skapi. Ég man að við vorum að horfa á sjón- varpið þegar sterkasti maður heims var að keppa í lyftingum og lyfti góðri þyngd og sagði „þetta er ekkert mál fyrir Jón Pál“. Þá heyrðist í Gunnu: „nei, svona á maður ekki að segja“. Henni fannst þetta nefnilega smá mont. Þetta var góður lærdómur fyrir ungan mann um hvernig ætti að haga sér þegar vel gengi. Gunna frænka átti það til að vera stríðin. Í eitt skiptið þegar ég heimsótti hana á Elló var hún að horfa á fótbolta í sjónvarpinu. Hún sagðist halda með þeim bláu, því Sveinbjörg dóttir hennar héldi alltaf með þeim rauðu. Síð- an bætti hún við hlæjandi að hún væri bara að stríða Sveinbjörgu. Gunna var systir ömmu minn- ar sem ég fékk aldrei að hitta og var hún tenging mín við hana. Hún hefur gefið mér hugmyndir um hvernig amma mín var. Ég veit að Gunna frænka kveð- ur okkur sátt, en ég kveð hana með ást og söknuði. Ég mun geyma góðar minningar um Gunnu í hjarta mínu og halda áfram að lifa eftir hennar gildum. Guðfinnur Arnar Kristmannsson. Guðrún S. Björnsdóttir ✝ SvanborgRósamunda Kjartansdóttir fæddist 23. janúar 1916 á Þórdís- arstöðum í Eyrar- sveit. Hún lést á dvalarheimilinu Fellaskjóli, Grund- arfirði, 18. októ- ber 2011. Foreldrar henn- ar voru Kjartan Ólafsson f. 15. nóvember 1877 á Bolavöllum í Staðarsveit, Snæf., d. 1. janúar 1956 og Salbjörg Jósefsdóttir f. 4. apr- íl 1876 á Gríshóli í Helgafells- sveit, d. 12. október 1957. Systkini Svanborgar voru Páll Leó f. 15. nóvember 1900, d. 31. janúar 1919. Finnur Sveinbjartur f. 20. apríl 1904, d. 17. maí 1968. Jens Spend- rup f. 10. júní 1907, d. 14. jan 1999. Jósep Ólafur f. 1. júní 1909, d. 26. ágúst 1982. Krist- ján f. 20. júlí 1911, d. 21. apríl 1937. Jeremías f. 28. júní 1913, d. 3. júlí 2003. Lilja f. 1. júní 1919, d. 9. júní 1919. Svanborg átti eina dóttur, Jó- hönnu Jóhannsdóttur f. 12. september 1935 á Þórdís- arstöðum. Faðir Jóhann Ás- mundsson fæddur að Kverná. Jóhanna er gift Svani H. Hall- dórssyni f. 1. mars 1935 í Reykjavík. Saman eiga þau 5 börn, 15 barnabörn og 6 lang- ömmubörn. Eiginmaður Svan- borgar var Nói Jónsson f. 16. september, d. 5. júní 1998, saman áttu þau sjö börn. Kristín Lilja f. 23. júní 1938, maki Tryggvi Gunnars f. 4. júlí 1937 á Ströndum. Saman eiga þau 5 börn og 13 barna- börn. Jón Jóhann fæddur 9. ágúst 1941, maki Ólöf Njálsdóttir f. 8. maí 1942 í Nes- kaupstað, d. 31. mars 1993. Saman áttu þau eitt kjör- barn. Núverandi sambýliskona Sól- ey Sigursveins- dóttir. Jónína Guðrún f. 11. október 1944. Fyrrverandi maki Ágúst Skarphéðinsson fæddur í Borgarnesi. Saman eiga þau 4 börn, 16 barnabörn og 2 barnabarnabörn. Salbjörg Sigríður f. 26. jan- úar 1948, maki Friðgeir V. Hjaltalín f. 13. október 1943 í Brokey, Breiðafirði. Saman eiga þau 3 börn og 5 barna- börn. Þráinn f. 16. ágúst 1952. Hann á 4 börn og 3 barna- börn. Kjartan f. 15. desember 1953, maki Halldóra Guð- mundsdóttir f. 12. janúar 1957 á Akranesi. Saman eiga þau 7 börn og 3 barnabörn. Trausti f. 4. desember 1956, maki Vil- borg Sigurðardóttir f. 18. júlí 1959 á Hellissandi. Saman eiga þau 2 börn og 1 barna- barn. 16 ára var Svanborg með í því að stofna kven- félagið Gleym-mér-ey í Eyr- arsveit og var heiðursfélagi þar síðustu árin. Eftir að Svanborg varð húsfreyja í Vindási gegndi hún hinum ýmsu störfum bæði úti og inni. Börnin og barnabörnin áttu hug hennar allan og naut hún þess að fylgjast með þeim vaxa úr grasi. Útför Svanborgar fer fram frá Grundarfjarðarkirkju í dag, 22. október 2011, og hefst athöfnin kl 14. Elsku besta amma. Þú varst okkur svo kær að það er erfitt að sætta sig við það að þú ert farin frá okkur fyrir fullt og allt, en við vitum það að þú ert komin á betri stað. Þú ert okkar stærsta fyrirmynd og værum við ekki þær manneskj- ur sem við erum í dag ef það væri ekki vegna þín. Við erum svo þakklátar að hafa átt þig að. Við fengum þann mikla heið- ur að eyða miklum tíma með þér. Þar sem við bjuggum hlið við hlið var samgangur mikill. Dagarnir voru ófáir sem þú passaðir okkur systkinin fyrir mömmu og pabba. Við munum sérstaklega eftir því þegar þú sagðir okkur frá því að þú labb- aðir til okkar frá Vindási í blind- byl og óðst snjóskafla eins og jarðýta, bara til þess að passa hana Dagnýju. Þín verður ávallt minnst sem mjög hreinskilinnar konu, þú varst ekkert að skafa ofan af hlutunum og fengu margir að finna fyrir hreinskilninni þinni. Til dæmis fórum við með þér í kirkju og þar léstu allt flakka, okkur til mikilla ánægju. Fæstir tóku því nú illa þar sem allir vissu hversu góð kona þú varst. Við munum sérstaklega eftir tímunum í Vindási þar sem við gátum eytt mörgum mörgum dögum og þá sérstaklega yfir sumartímann. Það var ómetan- legt að geta varið tíma með þér, hjálpað þér og lært af þér í sveitinni, því þar var alltaf nóg að gera. Okkur leið vel hjá þér, amma, takk fyrir það. Við gáfum þér það loforð að gifta okkur áður en þú myndir fara til afa, en þar sem hvorug okkar er gift þá stóðum við ekki við það loforð. En við vitum það að þú verður hjá okkur þegar sú stund kemur. Við þessi skrif þá rifjuðum við upp svo margar minningar sem við vildum að við gætum deilt með sem flestum því minn- ingarnar um þig eru ómetanleg- ar. Þú ert stór hluti af lífi okkar, elsku amma, og þú munt alltaf eiga sérstakan stað í hjarta okk- ar. Við söknum þín óendalega mikið, elsku besta amma. Saknaðarkveðjur, Dagný Rut og Berglind. Svanborg Rósamunda Kjartansdóttir ✝ Herdís Ólafs-dóttir fæddist í Presthvammi 9. des. 1923. Hún lést á Heilbrigð- isstofnun Þing- eyinga 13. október 2011. Foreldrar hennar voru hjónin Ólafur Gíslason og Bergljót Jóns- dóttir. Hún átti tvo bræður sér yngri, Jón Helga á Kraunastöðum og Gísla á Brúum. Jón lifir systkini sín. Herdís giftist Sigurði Sö- renssyni frá Heiðarbót 10. júní 1944 (f. 29. nóv. 1912, d. 18. maí 1981). Þau bjuggu að Búvöllum í Aðaldal sína búskapartíð og þar stóð heimili Herdísar til æviloka. Börn þeirra eru Ólafur fæddur 1945, Jón Helgi fæddur 1948, giftur Sigurlínu Maríu Benediktdóttur og eiga þau 3 börn og 6 barna- börn, Bergljót fædd 1951, gift Bjarka Árnasyni og eiga þau 3 börn og 5 barnabörn, Sveinbjörn Þór fæddur 1955, gift- ur Huldu Kristjáns- dóttur, þau eiga 4 börn og 1 barna- barn, Sören fædd- ur 1956, giftur Bryndísi Þóru Jónsdóttur, þau eiga 2 börn og 1 barnabarn, Sö- ren átti fyrir 1 son, Hörður fæddur 1958, hann á 3 börn og 1 barnabarn, Sigríður fædd 1965, gift Heimi Magnússyni, eiga þau 2 börn, fyrir átti Sig- ríður 1 dóttur. Útför Herdísar fer fram frá Grenjaðarstaðarkirkju í dag, laugardaginn 22. október 2011 klukkan 11. Nú þegar komið er að kveðju- stund rifjast upp margar góðar og hlýjar minningar úr barn- æsku okkar. Það voru forréttindi að fá að alast upp með ömmu sína á heimilinu sem var alltaf til staðar þegar á þurfti að halda og erum við ævinlega þakklát fyrir það. Það var alltaf svo gott að geta skroppið upp til ömmu á loftinu og spjallað, spilað á spil, þá helst lönguvitleysu eða fylgst með henni sauma út allar fallegu myndirnar sem hún gerði á með- an við jöpluðum á kandísmola eða súkkulaðirúsínum. Stundum voru líka bakaðar lummur og var ekki slæmt að fá nýbakaðar lummur þegar komið var heim úr skólanum. Amma var alltaf með eitthvað í höndunum og var einstaklega lagin við alla handavinnu hvort sem það voru prjónar, sauma- skapur eða eitthvað annað. Alltaf átti hún lager af sokkum og vett- lingum af öllum stærðum og gerðum í gamalli ferðatösku. Hún samdi einnig mikið af ljóð- um og hafði gaman af öllum kveðskap og það var gaman að hlusta á hana fara með ljóð eða vísur. Amma gerði mikið fyrir okkur systkinin og vakti áhuga okkar á ýmsu, s.s. bókmenntum, handa- vinnu, sápuóperum og jafnvel því að ganga í pilsum ásamt svo mörgu öðru. Elsku amma Dísa, takk fyrir allar góðu minningarnar. Hildur, Sigurdís, Sólrún Harpa og Snæþór Haukur. Elsku amma. Sit hér með kaffibollann, með yndislega peysu yfir öxlunum sem þú prjónaðir á mig um árið og velti fyrir mér hvar skal byrja. Börnin mín þrjú komin í draumaheiminn, ég sit ein í rökkrinu og horfi inn í kertalog- ann. Hugsa út í það hvernig þín kvöld voru þegar þú varst á mín- um aldri. Lífsbaráttan hörð, endalaus vinna sem fylgdi bú- störfum og barnmörgu heimili. Þegar börnin þín voru komin í háttinn settistu niður með handavinnu, öll föt prjónuð heima og öll föt saumuð heima. Aldrei setið auðum höndum. Fórst síðust í háttinn og fyrst allra á fætur. Minningarnar eru ótal marg- ar. Fyrstu minningarnar tengj- ast þér og afa saman, standandi í hlaði á Búvöllum, afi búinn að lauma mola í litla lófa áður en lagt yrði af stað heim. Þið stand- ið hlið við hlið, hamingjusöm, brosandi og veifið. Alltof fljótt stóðstu ein í hlaðinu og óskaðir okkur góðrar heimferðar. Þú barst harm þinn í hljóði en mikið óskaplega saknaðirðu afa. Lífið heldur áfram. Á tímabili áttirðu heima í fallega þorpinu okkar í Kristnesi og vannst á spítalanum. Þetta voru góðir tímar fyrir stelpuskottið í næsta húsi. Fátt var betra en að kíkja yfir til ömmu, fá þétt og hlýtt faðmlag, samveru og jafnvel smá súkkulaðibita. Í tvígang fórstu með okkur til Ítalíu, hafðir ekki farið til útlanda fyrr. Þú naust þess svo sannarlega og við ekki síður að hafa þig sem ferða- félaga. Þú varst heilluð af gróðr- inum, litunum, loftslaginu, mat- armenningunni og lífstaktinum á þessum suðrænu slóðum. Ferða- lögin urðu ófá árin á eftir. Lífið heldur áfram. Frum- burðurinn minn fæðist. Amma tilbúin með fallegt prjónað teppi og hosur fyrir litla fætur. Allt svo fínlegt, mjúkt og hlýtt. Brúð- kaupsdagur okkar Palla rennur upp, amma falleg og fín, afskap- lega stolt af skottunni sinni. Þér fannst við svo heppin að hafa fundið hvort annað. Elli kerling bankar of snemma á dyrnar þínar, það koma glopp- ur í minnið og við fáum að heyra sömu sögurnar endurteknar. Ári síðar ertu komin í óminnisheim- inn, glampinn horfinn úr augun- um og ekkert verður eins og áð- ur. Söknum þess að heyra ekki sögurnar endurteknar. Lífið heldur áfram og nú er komið að kveðjustundinni. Ég er þakklát þar sem nú ertu laus úr veika líkama þínum en um leið eru sorgin og treginn allt um kring. Trúi því að nú séuð þið afi saman eftir alltof langan aðskiln- að og að afi syngi fyrir þig um Dísu í Dalakofanum. Bestu þakkir fyrir allt, elsku amma mín, og fyrir allt sem þú kenndir mér. Fyrir vikið er ég betri manneskja. Þín Bergdís Ösp. Herdís Ólafsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.