Morgunblaðið - 22.10.2011, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 22.10.2011, Qupperneq 55
MENNING 55 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2011 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Páll Óskar Hjálmtýsson er lifandi al- fræðiorðabók um Tomma og Jenna. Það varð blaðamanni fljótlega ljóst í gær þegar hann ræddi við hann um sýningu hans í Bíó Paradís á morgun á Tomma og Jenna teiknimyndum, 12 talsins. Sýningarnar verða tvær, kl. 14 fyrir börn og kl. 20 fyrir „full- orðin börn“, eins og Páll Óskar orðar það. „Ég er að sýna þetta úr mínu einkasafni. Ég hef verið að safna Su- per 8 mm kvikmyndaspólum alveg frá því ég var krakki og nú er safnið orðið nokkuð stórt og yfirgripsmikið. Þetta eru myndir úr ýmsum áttum en ég á næstum því allt sem var gefið út á sínum tíma af Tomma og Jenna teiknimyndum, þ.e.a.s. þessum klass- ísku sem spanna tímabilið 1944-55,“ segir Páll Óskar og hann mun sýna rjómann af þeim. „Ég fór að velta því fyrir mér hversu mörg börn á Íslandi hefðu séð klassískar teiknimyndir á filmu í bíói. Ég held það sé ekkert barn. Þá fékk ég þessa hugmynd, af hverju ekki að búa til alvöru bíó fyrir börn, af filmu?“ Hið mannlega í ketti og mús „Við hérna sem eldri erum munum auðvitað eftir þessu úr sjónvarpinu, maður tók þetta upp á VHS-spólur og horfði á þetta milljón sinnum, lærði þetta nánast utan að en núna sem fullorðinn maður efast ég ekki um að þessar myndir eru hrein og klár listaverk. Þetta er allt hand- teiknað, ramma fyrir ramma og teiknararnir þurftu að leggja mikið á sig til að ná þessum fíniseringum í viðbrögðum Tomma og Jenna og það sem gerir þá klassíska er ein- mitt það að öll þeirra við- brögð og andlitsdrættir eru svo ofboðslega mannleg. Það er þess vegna sem ég veltist enn um af hlátri yfir þeim í dag, maður tengir við þá.“ Páll Óskar bendir einnig á að öll tónlistin í Tomma og Jenna og áhrifahljóðin hafi verið tekin upp „lif- andi“ af hljóðfæraleik- urum og þeir hafi held- ur betur þurft að vera á tánum. „Hvort sem einhver er að detta á rassinn, hlaupa af stað eða blikka augunum, þá er hljóðfæraleikari að spila þetta allt eftir nótnablöðum.“ Þá hafi teiknarar myndanna talið sig góða ef þeir næðu þremur á ári á þess- um gullaldartíma kattarins og músarinnar. Hver mynd sé um sex og hálf til sjö mínútur að lengd og því afrakstur heils árs 21 mínúta eða þar um bil. „Þeir uppskáru líka eins og þeir sáðu því myndirnar fengu mjög oft Óskarsverðlaun í flokki stuttra teiknimynda, segir Páll Óskar. „Það sem ég tek eftir núna sem fullorðinn maður er hvað Hanna og Barbera (framleiðendur Tomma og Jenna) þorðu að brjóta upp formið, oft og mikið, milli mynda. Sumar myndirnar eru mjög jarð- bundnar, Tommi og Jenni úti í garði að rífast um hver fær að sofa í hengirúm- inu í dag. Í næstu mynd eru þeir kannski komnir til Frakklands, Tomma og Jenna útgáfa af Skytt- unum þremur og þar næst til Austur- ríkis. Í þeirri mynd býr Jenni hjá Jo- hann Strauss og sú teiknimynd er nær öll sögð í flettingum, stór bók sem flettist og sögumaður,“ segir Páll Óskar. Þá séu sumar myndirnar súrrealískar og yfirnáttúrulegar. „Mér finnst Tommi og Jenni bestir þegar þeir neyðast til að vera vinir,“ bætir Páll Óskar við og nefnir sem dæmi „Triplet Trouble“ frá árinu 1952 en í henni þurfa Tommi og Jenni að snúa bökum saman og tak- ast á við þrjá illgjarna kettlinga. En hvar skyldi Páll Óskar hafa fundið allar þessar myndir? „Mikið til á netinu. Maður þarf að vakta þetta svolítið vegna þess að fram- leiðslu á Su- per 8 mm filmum var hætt 1984, þegar VHS- vídeóið var búið að hertaka heim- ilin. Fram að þeim tíma var þetta form eina leiðin fyrir venjulegt fólk til að horfa á bíó heima hjá sér.“ Karókí á diski En að tónlistinni. Páll Óskar mun syngja á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar og þriggja diska kassi með lokatónleikum hans og Sinfóníu- hljómsveitar Íslands í Hörpu í sumar er væntanlegur fyrir jól. Í kassanum verður myndbandsupptaka af tón- leikunum sem og hljómplötuútgáfa af þeim, ljósmyndasafn og lög sem hann hefur sent frá sér eftir að Silf- ursafnið kom út. „Síðan geturðu með einum takka breytt DVD-disknum í karókídisk, strokað mína rödd út. Þá kemur íslenski textinn á skjáinn og þú getur þóst vera ég,“ segir Páll Óskar og hlær. Spurður að því hvort hljóðversskífa sé væntanleg segist hann ætla að halda áfram að senda frá sér smáskífur. „Landslagið er orðið þannig að það er hið besta mál að gefa út smáskífur á Íslandi og dreifa og selja t.d. í gegnum Tónlist- .is og gogoyoko. Það er mun ákjósan- legra og kostnaðarminna form, það getur fylgt því mikill kostnaður að gefa út plötu á föstu formi. Smáskífu- markaðurinn er eiginlega byrjaður aftur á Íslandi, það er svolítið merki- legt.“ „Hrein og klár listaverk“  Páll Óskar sýnir Tomma og Jenna teiknimyndir af Super 8 mm filmum í Bíó Paradís á morgun  Veltist enn um af hlátri yfir myndunum  Þriggja diska Palla-kassi væntanlegur fyrir jól Tríó Palli, Tommi og Jenni. Miðasala á sýningarnar fer fram á midi.is og í Bíó Paradís. Spáð er „partíþoku“ víða um land, eða svo segir a.m.k. í tölvupósti frá Svavari Pétri Eysteinssyni, liðs- manni Prinspóló, um tónleika sem haldnir verða í kvöld á Græna hatt- inum á Akureyri en þar munu troða upp hljómsveitirnar FM Belfast, Prinspóló, Sin Fang og Borko. Sam- kvæmt spá verður þokan þykk og gestum ráðlagt að setja á þoku- ljósin. Leikar hefjast kl. 22. Partíþokan mun svo þokast um landið en viðkomustaðir verða kynntir síðar. Mun því borga sig að fylgjast með veðurfréttum. Forsala miða á tónleikana í kvöld fer fram í Eymundsson, Hafnar- stræti á Akureyri. Margt býr í partíþokunni, til dæmis Prinspóló Morgunblaðið/Ernir Þokukenndur Svavar Pétur. LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar THE THING Sýnd kl. 8 - 10:10 BORGRÍKI Sýnd kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 ÞÓR 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 2 (1050 kr.) - 4 - 6 ÞÓR 2D ÍSL TAL Sýnd kl. 2 (750kr.) - 4 JOHNNY ENGLISH REBORN Sýnd kl. 2 (700kr.) - 6 KILLER ELITE Sýnd kl. 8 - 10:10 NÝ ÍSLENSK SPENNUMYND Í ANDA STIEG LARSSON MYNDANNA HVERSU LANGT MYNDIR ÞÚ GANGA FYRIR ÞANN SEM ÞÚ ELSKAR? ROWAN ATKINSON HHH - K.I. -PRESSAN.IS Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! HHHH ÞÞ. FRÉTTATÍMINN HHHH KHK. MBL HHH AK. DV -bara lúxus sími 553 2075 Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Þú færð 5% endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu AukakrónumTilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKT R MEÐ RAUÐU 10.000 MANNS Á AÐEINS SJÖ DÖGUM! „TIL HAMINGJU ÍSLAND“ - H.S.S., MBL HHHHH - R.E., FBL HHHH Fimm stjörnu Þór! VIÐAMESTA FRUMSÝNING ÍSLANDSSÖGUNNAR! FYRSTA ÍSLENSKA TEIKNIMYNDIN Í 3-D 10.OOO MANNS Á AÐEINS 7 DÖGUM! SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ BORGARBÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.IS NÁNAR Á MIÐI.IS GLERAUGU SELD SÉR 5% HEADHUNTERS KL. 8 - 10 16 THE THING KL. 10 16 ÞÓR 3D /ÞÓR 2D KL. 2 (TILBOÐ) -4 / KL. 2 (TILBOÐ) -4 - 6 L BORGRÍKI KL. 6 - 8 14 HEADHUNTERS KL. 3.30 - 5.45 - 8 - 10.15 16 ÞÓR 3D ÍSLENSKT TAL KL. 3.40 (TILBOÐ) - 5.50 L BORGRÍKI KL. 8 - 10 14 MIDNIHGT IN PARIS KL. 3.40 - 5.50 - 8 - 10.10 L WHAT´S YOUR NUMBER KL. 10.30 12 ELDFJALL KL. 3.30 - 5.45 - 8 - 10.15 L HEADHUNTERS KL. 5.45 - 8 - 10.15 16 HEADHUNTERS LÚXUS KL. 1 - 3.30 - 5.45 - 8 - 10.15 16 THE THING KL. 8 - 10.20 16 ÞÓR 3D ÍSL. TAL KL. 1 (TILBOÐ)- 3.30 - 5.50 L ÞÓR 2D ÍSL. TAL KL. 1 (TILBOÐ) - 3.30 - 5.50L BORGRÍKI KL. 6 - 8 - 10 14 WHAT´S YOUR NUMBER KL. 8 - 10.20 12 RAUÐHETTA 2 3D ÍSL.TAL KL. 1 (TILBOÐ) - 3.40 L STRUMPARNIR 3D ÍSL.TAL KL. 1 (TILBOÐ) - 3.30 L K.H.K. - MBLA.K. - DV Þ.Þ. - FRÉTTATÍMINN “TIL HAMINGJU, ÍSLAND”

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.