Morgunblaðið - 22.10.2011, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 22.10.2011, Qupperneq 60
 Stöð 2, N1 og Sena blésu til söng- keppni fyrir börn 16 ára og yngri á dögunum og sigurvegarinn mun koma fram á tónleikunum Jólagestir Björgvins, 3. desember. Um 400 börn hafa sent inn myndbönd í keppnina og á að velja 10 úr þeim hópi. Prufur átti að halda í dag en vegna fjölda mynd- banda var þeim frestað um viku. Í dóm- nefnd situr m.a. Björgvin Hall- dórsson. Prufum frestað vegna fjölda myndbanda LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 295. DAGUR ÁRSINS 2011  Karlakór Eldri Þrasta fagnar 20 ára afmæli sínu með tónleikum í Fríkirkj- unni, Hafnarfirði, í dag kl. 17. Söng- stjóri er Guðjón Halldór Óskarsson og við píanóið Bjarni Jónatansson. Aðgangur er ókeypis. Eldri Þrestir halda afmælistónleika  Myndlistar- og tónlistarmaðurinn Egill Sæbjörnsson mun opna sýn- ingu á verkum sínum í Noga Gall- ery of Contem- porary Art í Tel Aviv í Ísrael, 28. október næst- komandi. Sýningin ber yfirskriftina Double World - One World, eða Tvöfaldur heimur - einn heimur og mun hún standa til 2. desember. Egill Sæbjörnsson sýnir í Tel Aviv Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Helga Sigríður Sigurðardóttir á Ak- ureyri er óvenju lífsreynd eftir að hafa fengið hjartaáfall fyrir ellefu mánuðum, aðeins 12 ára að aldri. Henni var vart hugað líf í fyrstu og þykir í raun kraftaverki líkast að læknum og sjúkraflutningamönnum tókst að koma henni á lífi á Land- spítala – háskólasjúkrahús. Helgu var haldið á lífi með hjarta- hnoði í tæpar tvær klukkustundir á Sjúkrahúsinu á Akureyri áður en hún komst í sjúkraflugið og áfram alla leiðina suður. Hún var svo tengd við hjarta- og lungnavél á LSH um leið og þangað kom því um líf og dauða var að tefla. Töldu líkur á hjartaígræðslu Í framhaldinu var hún flutt til Sví- þjóðar því líkur voru taldar á að hún þyrfti í bráða hjartaígræðslu. Þess þurfti ekki þegar til kom en vegna sjaldgæfs hjartagalla þurfti hún í stóra hjartaaðgerð síðastliðið vor. Nú er þessi brosmilda, lífsglaða stúlka farin að stunda fimleika aftur, í svolitlum mæli. Hún segist hafa þroskast mikið á veikindunum. „Ef ég ætti eina ósk myndi ég ekki óska þess að þetta hefði ekki gerst! Ég myndi nota óskina í annað. Það eru svo margir sem hafa það miklu verra en ég. Þetta er ekki svo mikið mál. Börn sums staðar eiga ekki einu sinni mat og sum deyja í stríði.“ Hún segir veikindin líkam- lega það erfiðasta sem komið hafi fyrir sig, „en þetta hefur samt haft góð áhrif líka, and- lega. Ég hef lært alveg hell- ing“, segir Helga í Sunnu- dagsmogganum, þar sem fjallað er ítarlega um veik- indi hennar og rætt við þær mæðgur, Helgu og Maríu Egilsdóttur. Það sem hrjáði Helgu og kallast sjálfkrafa kransæðaflysjun, er afar sjaldgæfur sjúkdómur sem veldur oft skyndidauða og greinist yfirleitt ekki fyrr en við krufningu. Síðan sjálfkrafa kransæðaflysjun uppgötv- aðist fyrst, fyrir 76 árum, er vitað um 440 tilvik í heiminum og hvergi er vitað um neinn jafnungan og Helgu Sigríði. Mikið afrek Þeir sem flugu suður með Helgu Sigríði í sjúkraflugi Mýflugs voru svæfinga- og gjörgæslulæknarnir Ásbjörn Blöndal og Sigurður E. Sig- urðsson og sjúkraflutningamenn- irnir Ólafur Stefánsson og Gunnar Rúnar Ólafsson. Þeir eru sagðir hafa unnið mikið afrek. Kraftaverk að Helga hélt lífi Fékk hjartaáfall 12 ára vegna mjög sjaldgæfs galla Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Með bjargvættunum Helga hitti í gær þá sem sinntu henni fyrst eftir að hún veiktist í fyrra. Frá vinstri: Ólafur Stefánsson sjúkraflutningamaður, þá svæfinga- og gjörgæslulæknarnir Ásbjörn Blöndal og Sigurður E. Sigurðsson sem voru í sjúkrafluginu, starfsbróðir þeirra Oddur Ólafsson og Girish Hirlekar, forstöðulæknir gjörgæsludeildar. Helga Sigríður hafði verið sofandi í viku þegar hún vaknaði á Land- spítala – háskólasjúkrahúsi í desember í fyrra. Hún var fyrst vakin 6. desember ytra, foreldrar hennar náðu þá sambandi við hana í stutta stund en síðan dró hún sig í hlé. Það var svo eftir að Heiða Hans- dóttir, vinkona Helgu, kom í heimsókn á spítalann að foreldrarnir sannfærðust um að allt yrði í lagi. Heiða settist við rúmið og hélt í höndina á vinkonu sinni. „Við sáum að Heiða fór að skæla og fljót- lega fóru tárin að renna hjá Helgu líka. Það fannst okkur merki- legt. Þá vissum við að hún var þarna! Þær héldust í hendur í marga klukkutíma og skældu báðar,“ segir móðir Helgu í Sunnudagsmogganum. Tveimur dögum seinna vaknaði Helga Sigríður á ný. Ánægð þegar tárin runnu HELGA SIGRÍÐUR VAKNAÐI EFTIR VIKU 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 649 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Létust í slysi á Alicante 2. Hreyfir sig aldrei lengur en ... 3. Kínverska stúlkan er látin 4. Ljóst að gámaflutningabíl var ... FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austlæg átt 5-10 og víða væta. Hiti yfirleitt 2 til 7 stig. Á sunnudag Norðaustan 8-13 m/s, en hægari vindur austan- og sunnanlands. Éljagang- ur á NV- og Norðurlandi, hiti um frostmark, annars skúrir á stöku stað og hiti 1 til 6 stig. Á mánudag Hæg norðaustanátt og stöku él með norðurströndinni, annars bjart á köfl- um. Hiti um og undir frostmarki. Vaxandi norðaustanátt seinnipartinn suðaustan- og austanlands með slyddu og síðar rigningu. Stjarnan er með sex stig á toppi úr- valsdeildar karla í körfubolta eftir þægilegan sigur á Haukum í gær- kvöld. KR lagði ungu strákana frá Njarðvík með ellefu stigum eftir tals- verða baráttu í Vesturbænum. Í Þor- lákshöfn unnu nýliðar Þórs ævintýra- legan sigur á Snæfelli með sigurkörfu á síðustu sekúndu og hafa unnið tvo leiki í röð. »4 Stjarnan á toppnum og KR vann Njarðvík Edda Garðarsdóttir er ekki í byrjunarliði Íslands gegn Ungverjalandi í undankeppni EM kvenna í fótbolta í dag eins og vonast var eftir. Hún er byrjuð að spila aftur eftir meiðsli en Sigurður Ragnar þjálfari sagði að Edda hefði ofgert sér í síðasta leik með Örebro og yrði á bekknum. »1 Edda ofgerði sér og byrjar ekki Freyr Brynjarsson er leikmaður 5. umferðar Íslandsmótsins í handbolta hjá Morgunblaðinu. Hann á nú að baki fleiri leiki með Haukum en Val og spilar fótbolta í 3. deildinni á sumrin til að halda sér í formi. „Ég er í íþrótt- um til að vinna og þess vegna reyni ég að leggja eins mikið af mörkum og ég get,“ segir Freyr. »2 Heldur sér í formi með fótbolta á sumrin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.