Svart á hvítu - 01.10.1978, Blaðsíða 49

Svart á hvítu - 01.10.1978, Blaðsíða 49
ákveðnu verki og skiptir það talsverðu máli fyrir réttan skilning á því. Kvæöið sem Megas er hér að skopstæla er eftir Davíð Stefánsson: það heitir „Brúðarnótt" og birtist í „Síðustu Ijóðum" hans. Fyrsta erindið er á þessa leið: „í rökkri hvarf hún inn um dómsins dyr í dögun sérhver fugl á greinum þagði og hún sem minnti menn á engil fyr var myrt og vakin upp og gerð aö flagði". Eins og kemur skýrt fram í fyrsta erindinu er þetta kvæði fremur undarlegir hugarórar um meydóms- missi: stúlkan „sem minnti menn á engil fyr“, er „svipt sakleysinu" (2. erindi), „vakin upp og gerð að flagði", og sá sem það gerir er svo „djöfullegur dolgur" að „dýrið báðum tveim í sorpi velti“. I’ kvæðislok viróist stúlkan þó ætla að yfirgefa ,,dolginn“, en það er of seint — hann hefur þegar náð tökum á henni: „Ég fer í bíti, Satan, sagði hún, en Satan hló — og beit af henni tærnar". Það verður að teljast meira en hæpið að nokkur myndi hugsa þannig um meydómsmissi nú á dög- um: viðhorfin hafa gerbreyst á þessu sviði og eng- inn getur lengur litið svo á að stúlka sem vaknar til kynlífs sé engill sem breytist í flagð. Þess vegna er skopstæling Megasar eins konar framhald í nútím- anum á kvæði Davíðs, hún hefst „í dögun“ og „brúðarnóttin" er sjálfsagt löngu liðin án þess að neitt skelfilegt hafi gerst, en aðrar hættur vofa yfir: „í dögun hvarf hún innum aðrar dyr“. Enginn vafi er á því hvaða „dyr“ þetta eru: stúlkan, sem hefur verið í „hassi og sýru“, verður mjög skyndilega geðveik. En nafn kvæðisins gefur það svo nánartil kynna hvað gerist: Paradísarfuglinn er nefnilega heiti á bók eftir breska sálfræðinginn Ronald D. Laing. Hann heldur því fram að geðveiki sé sérstök mannleg reynsla, sem hafi sitt gildi, og eigi menn ekki að grípa inn í líf geðveikra manna á of róttækan hátt eða þvinga þá til að aðlaga sig að einhverjum þröngum samfélagsreglum um hvað sé „eðlilegt". En hér er paradísarfuglinn orðinn að ógnvænlegum ógæfuboða, sem flýgur um og „geltir" eins og „dolgurinn" í kvæði Davíðs: „og meðan hún var sakleysinu svipt og sviðin eldi beit hann eða gelti" Því að stúlkan fékk engan veginn að vera í friði með sína reynslu, félagi hennar „sem vissi allt“ gat ekki verndað hana og hún lenti í höndum lækna, sem beittu öllum þeim aðferðum sem Laing fordæmir: þeir bældu hana niöur með lyfjagjöfum og að- hæfðu ytri framkomu hennar að þjóðfélagsreglum („tróðu hana út með spesstöðluðu smæli“). Þegar hún loks gerir uppreisn er það orðið of seint fyrir hana eins og stúlkuna í kvæði Davíðs (sem var „mörkuð dolgsins dökku rún“): þaö er búið aö gera á henni einhverja þá læknisaðgerð sem girðir end- anlega fyrir að hún geti snúið aftur til síns fyrra lífernis (ekki er reyndar tekið fram hver hún er því að „truntusól & tungl“ og „risagervinýru með vasa“ eru hér vitanlega tákn líkt og „táabitið" í „Brúðarnóttinni") — og læknarnir glotta jafn háðslega yfir þessum örlögum og „dolgurinn". Þótt orðin séu önnur en t því kvæði, sem verið er að snúa út úr, fylgir skopstælingin því hugsun þess nokkuð nákvæmlega. Hér beitir Megas sömu að- ferð og í „söguljóðunum": að láta tímana tvenna reka sig óþyrmilega á til að láta breytt viðhorf koma í Ijós. Hinn „mansöngurinn", „við sem heima sitjum", er mjög ólíkur „paradísarfuglinum": fyrra erindi þess er ort á hrognamáli, sem er venjulegu fólki fullkomlega óskiljanlegt, og það virðist líka vera eina kvæði skífunnar, sem ekki er skopstæling á neinu sérstöku. En þótt þessi hrognamálsorð séu reyndar ekki meö öllu merkingarlaus, mætti samt líta svo á að þau séu hér á sinn hátt skopstæling á Ijóðmálinu sjálfu: bragfræðin hefur m. a. það gildi að gæða sérstöku lífi setningar sem eftir henni eru mótaðar, og hér er þessum orðum, sem gætu vit- anlega verið í hvaða röð sem er án þess að það breytti neinu, raðað upp svo að þau mynda rím og stuðla! „Mansöngvarnir" tveir eru nátengdari en það orð eitt gefur til kynna, því að þeir fjalla nefnilega báðir um eiturlyf þó af ólíku tagi séu. Hrognamáls- þulan er í raun og veru (meira eða minna afbökuð) upptalning á ýmsum tegundum svefnlyfja, sem notuð eru sem vímugjafar. Þau eru reyndar lítið útbreidd meðal kynslóðarinnar eftir 1968, sem „paradísarfuglinn" fjallar um og oft hefur verið bendluð við eiturlyf, en herja því meir á miðaldra fólk, gjarnan húsmæður, sem vinna ekki úti. Það er þetta vandamál, sem tekið er til meðferðar í þekktu lagi Rolling Stones „Mother's little helper" og við- lagið í fyrra erindinu í kvæði Megasar, sem hefst á orðum titilsins „við sem heima sitjum" gefur það fullvel til kynna að þar sé fjallað um sama efni. Þetta viðlag segir allt sem segja þarf um svefnlyfjaneysl- una og áhrif hennar, en auk þess má einnig líta svo á að rímuð hrognamálsþulan — þar sem ekkert orð hefur sérstaka merkingu öðrum fremur — gefi til kynna merkingarlausa og tilgangslausa tilveru þeirra sem móka í „sætri draumveröld undir sængunum" og leggja þaðan í „barbitúr til ba- ham’eyja". [ seinna erindinu fordæmir skáldið þessa svefn- lyfjaneyslu hörðum orðum: fólskuflátt afguðið Nat- an (þ. e. a. s. þau svefnlyf sem hér er verið að ræða um) apar þessar konur til að rogast með hrís í sitt eigið bál. En síðan ávarpar skáldið ungu kynslóð- ina (væntanlega þá sem „paradísarfuglinn" fjallar um) og segir að í Ijósi þessarar reynslu skuli hún „vera fullsæl með sitt spítt og hass". Á þá að skilja þetta svo að ádeilan á svefnlyfjaneyslu sé jafnframt vörn fyrir önnur lyf? Þá ályktun væri hæpið að draga, því að kvæðiö er miklu íronískara en svo. í SVART Á HVlTU 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.