Svart á hvítu - 01.10.1978, Blaðsíða 53

Svart á hvítu - 01.10.1978, Blaðsíða 53
ingar gerðu listnemar tii þess að æfa sig, meistarar til að útbreiða verk sín og enn aðrir til að græða á þeim. Tæknileg fjölföldun listaverks er hins vegar eitthvað nýtt. Hún þróaðist sögulega í stökkum með löngum millibilum en vaxandi krafti. Grikkir þekktu bara tvær aðferðir við tæknilega fjölföldun: að steypa í mót og að slá mynt. Bronsmyndir, leirmunir og mynt voru einu listaverkin Walter Benjamin sem þeir gátu fjöldaframleitt. öll önnur listaverk voru einstök og urðu ekki fjölfölduð tæknilega. Meö trérist- unni varð fyrst kleift aö fjölfalda grafíkina tæknilega og viö þaö sat þar til prentlistin kom til sögunnar og þar meö fjölföldun ritverka. Þau aldahvörf sem prentlistin, tækni- leg fjöldaframleiðsla skrifaðs orðs, olli á sviði bók- menntanna eru öllum kunn. Prentlistin er þó aðeins einn, en að vísu afar mikilvægur, þáttur þess fyrirbæris sem hér er skoöaö í Ijósi heimssögunnar. Á miðöldum bætast koparstunga og æting við tréristuna, síðan steinþrykkið í byrjun 19. aldar. Fjölföldunartæknin kemst á nýtt stig með steinþrykk- inu sem er mun markvissari aðferð og er fólgin í því að færa teikningu yfir á stein í stað þess að rista hana í tré eins og áður tíðkaðist eða vinna hana með sýruætingu í koparplötu. Fyrir daga steinþrykksins var unnt að fjöldaframleiða grafíkmyndir, en með steinþrykkinu varö í fyrsta sinn mögulegt að koma grafíkmyndum í fjölda- upplögum á markaðinn í nýrri mynd dag frá degi. Stein- þrykkið gerði grafíkinni fært að fylgja daglegu lífi og lýsa því. Hún fór að hafa við prentlistinni. Grafíkin féll þó í skugga Ijósmyndarinnar örfáum áratugum eftir að stein- þrykkið hafði verið fundið upp. Ljósmyndin leysti hönd- ina frá störfum við fjölföldun myndverka í mikilvægustu þáttum listrænnar sköpunar, en við þeim tók augað sem horfði inn í linsuna. Þar eð augað nemur hraðar en höndin teiknar, jókst hraði á fjölföldun myndverka svo að hún fór að halda í við talað mál. Kvikmyndatökumaður tekur myndir í stúdíói á sama hraða og flytjandinn talar. Á sama hátt og steinþrykkið var fyrirþoði myndskreytta blaðsins var Ijósmyndin forboði talmyndarinnar. Menn tóku að fjölfalda hljóð tæknilega í lok síðustu aldar. Samhæfing þessara nýjunga mun staðfesta orð Paul Valéry þegar hann segir: ,,Á sama hátt og við fáum fyrir- hafnarlítið vatn, gas og rafmagn inn í híbýli okkar til hægðarauka, verður okkur séð fyrir myndum eða hljóm- flutningi, sem við setjum í gang með smá handtaki, nán- ast bendingu, og sem hverfur okkur á sama hátt".1 Um aldamótin 1900 hafði tæknileg fjöldaframleiðsla náð því stigi að það var ekki nóg með að hún fjölfaldaði listaverk frá fyrri tíð og gerbreytti þar með áhrifum þeirra, heldur ruddi hún sér til rúms sem sjálfstæð listræn aðferð. Til þess að gera sér grein fyrir þessu er langbest að kanna áhrif beggja þátta tæknilegrar fjölföldunar á þessu stigi — fjölföldunar listaverksins og kvikmyndagerðarlistar- innar — á hefðbundna list. II Jafnvel í fullkomnustu fjölföldun verður eitt útundan; það sem við getum kallað Hér og Nú listaverksins — hin einstaka tilvist þess á þeim stað sem þaö er niðurkomið á Þessi einstæða tilvist setti sögu hvers listaverks þau einu takmörk sem það hefur veriö háð. Þessari sögu tilheyra þær breytingar sem orðið hafa í tímans rás á efnislegri gerð listaverksins sem og breytt eignarhald á því.2 Merki um hið fyrrnefnda verða aðeins fundin með greiningu af efna- og eðlisfræðilegum toga sem ekki er unnt að framkvæma á fjöldaframleiddum verkum. Breytingar á eignarhaldi listaverks ráðast af hefð, sem rekja verður allt aftur til staðsetningar frumverksins. Hér og Nú frumverksins segir til um hvort það er upþ- runalegt. Efnafræðilegar greiningar á sþanskgrænu bronsmynda geta verið haldbærar þegar ákvarða skal hvort þær séu upprunalegar; á sama hátt getur sönnun á því að tiltekið handrit frá miðöldum sé ættað úr skjala- safni frá 15. öld stutt það að um frumrit sé aö ræða. Hið upprunalega stendur utan allrar fjölföldunar. Enda þótt frumverkið haldi yfirburðum sínum gagnvart handunn- inni fjölföldun, sem yfirleitt var kölluð fölsun, er slíku ekki til að dreifa gagnvart tæknilegri fjölföldun. Ástæðan er tvíþætt. í fyrsta lagi er tæknileg fjölföldun sjálfstæöari gagnvart frumverkinu en handunnin fjölföldun. Linsa Ijósmyndavélarinnar, sem hægt er að stilla og velja með sjónpunkt að geðþótta, getur numið ýmsa þætti frum- verksins sem mannsaugað greinir ekki. Þá er með ákveðnum aðferðum, s.s. stækkun eða ,,töku á tírna" unnt að ná fram myndum sem eru utan við eðlilega sjónskynjun. i öðru lagi getur fjölföldunin kynnt lista- verkið við aðstæður sem frumverk hefði aldrei náð til. Umfram allt er hægt að koma til móts við viðtakandann með tæknilegri fjölföldun, hvort sem það nú er með Ijós- mynd eða hljómplötu. Dómkirkjan færir sig úr stað til þess að listunnandi geti tekið á móti henni í skonsu sinni. Kórverk sem upphaflega er flutt í sal eða undir berum himni, hljómar heima í stofunni. SVART Á HVÍTU 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.