Svart á hvítu - 01.10.1978, Blaðsíða 59

Svart á hvítu - 01.10.1978, Blaðsíða 59
stendur málarinn í eðlilegri fjarlægð frá viöfangsefninu, kvikmyndatökumaðurinn þrengir sér djúpt í vefi þess. Munurinn á þeim myndum sem þeir draga upp er enda gífurlegur. Málverkið er ein heild, kvikmyndin er sett saman úr ótal brotum sem tengd eru í samræmi viö nýtt lögmál. Af þessum sökum er framsetning raunveruleik- ans í kvikmynd margfalt mikilvægari fyrir nútímamann- inn heldur en framsetning hans í málverki. Kvikmyndin sýnir okkur tækjalausa ásjónu hans vegna þess að hún sker hann upp á nákvæman hátt með tækjum sínum og tólum. Og þess krefjumst við af listaverki. XII Möguleikar á fjöldaframleiðslu listaverks breyta við- horfi fjöldans til listarinnar. Afturhaldssamt viðhorf til málverks eftir Picasso verður framsækið þegar lista- verkið er Chaplin-mynd. Hið framsækna viðhorf auð- kennist af milliliðalausum samruna sjónrænnar og til- finningalegrar nautnar við fagmannlegan dóm. Slíkur samruni hefur ótvírætt mikla þjóðfélagslega þýðingu. Því minni þjóðfélagslega þýðingu sem listform hefur — eins og t.d. málverkið — þeim mun skarpari skil veröa á milli gagnrýni fjöldans og nautnar hans. Menn njóta gagn- rýnislaust hins venjubundna en gagnrýna fullir óbeitar það sem sannarlega er ferskt. Gagnrýni og nautn fjöld- ans fallast í faðma í kvikmyndahúsinu. Það sem í þeim efnum skiptir sköpum er þetta: hvergi kemur skýrar fram en þar, hversu viðbrögð einstaklingsins markast fyrir- fram af þeim fjöldaviðbrögðum sem þau verða hluti af. Á því augnabliki sem þessi tvenns konar viðbrögð koma fram, stýra þau hvort öðru. Hér er enn gagnlegt að líta til málaralistarinnar. Yfirleitt skoðaði aöeins einn, eða fáir, málverkið samtímis. Þegar heill skari fer að skoða það í einu, eins og raun varð á á 19. öldinni, er það forboði kreppuástands innan málaralistarinnar. Sú kreppa staf- aöi ekki bara af tilkomu Ijósmyndunar; hún spratt upp tiltölulega óháö henni, vegna kröfugerðar listaverksins til fjöldans. Málaralistin er þess einfaldlega ekki megnug að setja viðfangsefni sitt fram á þann hátt, að margir geti notið þess samtímis. Byggingarlist hefur alla tíð verið fær um það, söguljóð fortíöarinnar gat það, og kvikmyndalist nútímans getur það. Af þessu einu saman er þó ekki hægt að draga ályktanir um þjóðfélagslegt hlutverk málaralistar. Henni stafar hins vegar ógn af því að vera stillt upp fyrir vit fjöldans, gagnstætt eðli sínu. I kirkjum og klaustrum miðalda og furstahöllum fram til loka 18. aldar voru málverk ekki skoðuð sameiginlega og á sama tíma, heldur með ákveönu millibili og eftir sérstakri virð- ingarröð. Sú breyting sem átt hefur sér stað, birtir okkur þann vanda sem málaralistin komst í, þegar hafin var fjölföidun málverka. Opinberar sýningar í sölum og gall- eríum hófust að vísu, en þar opnaðist þó engin leið fyrir fjöldann.að skoða listaverkin á skipulagðan og sam- stilltan hátt. Því hljóta jafnvel þeir áhorfendur sem bregöast á framsækinn hátt við gróteskri kvikmynd að sýna afturhaldssöm viðbrögð við súrrealisma. XIII Sérkenni kvikmyndarinnar eru ekki aöeins fólgin í þeirri tjáningaraðferð sem maðurinn beitir gagnvart upptökutækjunum. Þau felast líka í þeim kostum sem honum bjóðast til að sýna umhverfi sitt með aðstoð þessara tækja. Með því aö líta til vinnusálarfræðinnar sjáum við prófunarhæfni tækjanna. Sálgreiningin sýnir hið sama af öörum sjónarhóli. Kvikmyndin hefur auðgað athyglissvið okkar aðferðum, sem freudísk kenning get- ur lýst. Fyrir fimmtíu árum tóku menn varla eftir því, þó einhverjum yrði á mismæli. Það hlýtur að hafa talist til undantekninga að mismæli gæfi yfirborðslegu samtali allt í einu einhverja dýpri merkingu. Eftir að „Sálsýkis- fræði daglegs lífs“ kom út hefur orðið gjörbreyting á þessu.17 Ýmis fyrirbrigði, sem áður streymdu fram á hinni breiðu elfu skynjunarinnar án þess að nokkur gæfi þeim gaum voru nú skoðuð og skilgreind út af fyrir sig. Á svipaöan hátt hefur kvikmyndin dýpkað skynjun manna bæði á hinu víða sviöi myndrænnar skynjunar og á sviöi hljómrænnar skynjunar. Það er fyrst til að taka, að kvik- myndað atferli liggur betur við nákvæmri rannsókn, hægt er að rannsaka það úr fleiri sjónarhornum heldur en sams konar atferli fest á striga eða fært á svið. Auð- veldara er að skilgreina kvikmyndað atferli en málað, vegna þess að þar er á ferð ólíkt skilmerkilegri lýsing. Það er hægara aö skilgreina atferli sem fest hefur verið á filmu en leiksviðsatriði, það verður betur aðgreint frá öörum þáttum verksins. Þetta leiðir einkum af þeirri til- hneigingu kvikmyndarinnar að bræða saman list og vís- indi. Þegar myndskeið lýsir einhverju tilteknu fyrirbæri, t.d. vöðva í mannslíkama, er í raun og veru erfitt að segja til um hvort grípur áhorfandann sterkari tökum, listrænt eða vísindalegt inntak lýsingarinnar. Eitt af byltingar- hlutverkum kvikmyndarinnar verður að færa í faðma það sem áður var greint sundur; listræna og vísindalega notkun Ijósmyndunar. Með nærmyndum af hlutum i nánasta umhverfi okkar, með því að beina glerjum sínum að huldum þáttum algengra fyrirbæra, með rannsókn á hversdagslegu umhverfi okkar, með öllu þessu kemur kvikmyndin undir frábærri handleiðslu kvikmyndatöku- vélarinnar, tvennu til leiðar. Annars vegar vekur hún okkur til skilnings á þeim lífsskilyrðum sem marka tilveru okkar bás og hins vegar vísar hún okkur á umfangsmikið og óvænt svigrúm. Knæpurnar og stórborgarstrætin, skrifstofur og dagstofur, brautarstöðvar og verksmiðjur virtust hafa lokað okkur inni fyrir fullt og allt. Þá kom kvikmyndin til sögunnar og sprengdi upp alla þessa fangelsisveröld á örlitlu sekúndubroti. Nú getum við ferðast í dreifðum rústum hennar og lausagrjóti í ævin- týraleit. Með nærmyndum víkkar rúmið; með drætti (slow motion) eykst hreyfingin. Með stækkun augnabliks- myndar sjáum við ekki aðeins þaö gamalkunna sem áður mátti grilla í; í Ijós koma glænýjar formgerðir viðfangs- efnisins. Á sama hátt sjáum við ekki aðeins gamalkunna þætti hreyfingarinnar þegar hún er dregin; við sjáum í henni áður ókunna þætti ,,sem alls ekki virðast vera eðlileg hreyfing dregin á ianginn heldur kemur hún okkur fyrir sjónir sem undarlega líðandi, svífandi og yfirnátt- úruleg".18 Ljóst er að sú náttúra sem opnast kvik- myndavélinni er annars eðlis en sú sem blasir við aug- anu. Nægir í því sambandi að benda á að hún ryðst inn á ómeövitað svið í stað þess sem maðurinn hefur meðvitað kannað. Enda þótt maður hafi gert sér heildarmynd af göngulagi mannsins hefur maður örugglega enga hug- mynd um stöðu hans í einu skrefi á broti úr sekúndu. Það er vanaverk að seilast eftir kveikjara eða skeið. Þó svo sé vitum við harla fátt um það sem fram fer milli handar og málms, svo ekki sé minnst á þau áhrif sem verknaðurinn kann aö hafa á hugarástand okkar. Hér verður kvik- myndavélin okkurtil liðs meö hjálparmeðulum sínum; að hækka og lækka tökuvélina, trufla framvinduna á tjaldinu með óvæntum atriðum, einangra myndefni, breyta um linsu, auka hraða, stækka og minnka sjónarhornið. Kvikmyndavélin kynnir okkur áður ómeðvitaöa sjón- skynjun á sama hátt og sálarfræði kynnir okkur ómeö- vitaðar hvatir. SVART A HVlTU 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.