Svart á hvítu - 01.10.1978, Blaðsíða 56

Svart á hvítu - 01.10.1978, Blaðsíða 56
Eugéne Atget, körfu- og kústabuó í París. VII Deilur þær sem áttu sér stað á 19. öld um listgildi málverks annars vegar og Ijósmyndar hins vegar virðast nú vera út í hött og ruglingslegar. Með því er ekki sagt að deilur þessar hafi verið marklausar, þvert á móti. (raun og veru voru þær sprottnar af heimssögulegum umbrot- um sem hvorugur deiluaðilinn gerði sér þó grein fyrir. Um leið og öld tæknilegrar fjölföldunar listaverkssins sleit listina upp af helgisiðarótinni glataði hún fyrir fullt og fast því sjálfræðisyfirbragði sem hún haföi áður haft. Sú breyting á hlutverki listarinnar sem þetta hafði í för með sér var hins vegar utan sjóndeildarhrings 19. aldar manna. Svo var einnig langt fram á 20. öld sem þó varð vitni að þróun kvikmyndarinnar. Áður höfðu menn árangurslaust eytt miklu hyggjuviti í að svara þeirri spurningu hvort Ijósmyndun væri list- grein — án þess að spyrja fyrst hvort allt eðli listarinnar hefði ekki gerbreyst með tilkomu Ijósmyndarinnar — og kvikmyndafræðingar tóku brátt upp þessa sömu van- hugsuðu spurningu. En þeir erfiðleikar sem Ijósmyndun olli hefðbundinni fagurfræði voru hreinasti barnaleikur miðað við þá klípu sem kvikmyndin kom henni í. Af því stafar það blinda ofstæki sem einkennir upphaf kvik- myndafræðanna. Abel Gance líkir til dæmis kvikmynd- inni við myndletur forn-egypta (Hieroglyphen): ,,Þá höf- um við hafnað aftur á tjáningarstigi egypta vegna merki- legs afturhvarfs til hins liðna . . . Myndmálið er ekki full- mótað vegna þess að augu okkar hafa enn ekki í fullu tré við það. Enn skortir á næga virðingu og dýrkun and- spænis því sem það tjáir.“9 Eða eins og Séverin-Mars orðar það: „Hvaða listgrein átti sér skáldlegri og í senn raunverulegri draum? Sé málið skoðað af slíkum sjónar- hóli yröi kvikmyndin alveg óviðjafnanlegt tjáningartæki. Aðeins menn með göfugasta hugsunarhátt fengju að hreyfa sig í andrúmslofti hennar á fullkomnustu og leyndardómsfyllstu augnablikum ævi sinnar".10 Alex- andre Arnoux lýkur hugarflugi sínu um þöglu myndina með þessari spurningu: „Skyldu þærdjörfu lýsingarsem við höfum beitt hér ekki enda í skilgreiningu á bæn- inni?"11 Það er afar lærdómsríkt að skoða hvernig ákefð þessara fræðimanna í að flokka kvikmyndina meðal „listgreina" kemur þeim til að lesa af fádæma purkunar- 54 leysi út úr henni eðlisþætti í ætt við helgisiði. Og þó voru strax á þeim tíma sem þessar hugleiðingar voru birtar til verk á borð við „Almenningsálitið" („L’Opinion publique”) og „Gullæðið" („The Gold Rush“). Þaö hindrar Abel Gance ekki í því að líkja kvikmyndinni við myndletur forn-egypta, né Séverin-Mars í að fjalla um kvikmyndina á svipaðan hátt og um væri aö ræða myndir Fra Angelico. Það er dæmigert að enn leita mjög aftur- haldssamir höfundar að þýðingu kvikmyndarinnar á sömu slóðum, ef ekki einmitt í hinu helga þá í hinu yfir- náttúrulega. ( tilefni af kvikmynd þeirri sem Reinhardt geröi eftir Jónsmessunæturdraumi, slær Werfel því föstu aö þaö sé án efa geld eftirmynd hins ytra heims, með götum sínum, vistarverum, brautarstöðvum, veitinga- húsum, bílum og baðströndum sem hafi staðið í vegi fyrir innreiö kvikmyndarinnar í ríki listarinnar. „Kvikmyndin hefur enn ekki gert sér grein fyrir þýðingu sinni, né raunverulegum möguleikum . . . Þeir felast í einstökum hæfileika kvikmyndarinnar til að sýna hið ævintýralega, stórfenglega, yfirnáttúrulega, á eðlilegan hátt og með óviðjafnanlegum sannfæringarkrafti".12 VIII Leikur (listrænt framlag) á leiksviði er vissulega fluttur áhorfendum af leikaranum sjálfum; leikur kvikmynda- leikara er hins vegar fluttur áhorfendum með tækjabún- aði. Það hefur tvennt í för með sér. Tækin sem flytja áhorfendum leik kvikmyndaleikarans þurfa ekki nauð- synlega að koma þessum leik á framfæri sem heild. Tækin breyta sífellt afstöðu til þessa leiks undir stjórn kvikmyndatökumannsins. Röð af þessum afstöðumynd- um, sem klipparinn raðar saman úr því efni sem að hon- um er rétt, myndar svo hina fullgerðu kvikmynd. Hún samanstendur af ákveðnum fjölda hreyfinga, sem menn verða að gera sér grein fyrir aö eru hreyfingar kvik- myndatökuvélarinnar — að ekki sé nú talað um sérstök myndskeið á borð viö nærmyndir. Þannig er leikurinn ofurseldur röð af sjónrænum prófunum. Þetta er fyrri afleiðingin af því að leik leikarans er komið á framfæri með tækjum. Síðari afleiðingin er sú að kvikmyndaleik- arinn hefur ekki lengur tök á að laga leik sinn að áhorf- endum eins og leikari á leiksviði, þar eð hann leikur ekki sjálfur beint fyrir áhorfendur. Áhorfandinn stendur þá í sporum gagnrýnanda, sem ekki verður afvegaleiddur af persónulegum tengslum við leikarann. Áhorfendur lifa sig því aðeins inn í leikinn með því að lifa sig inn í tækjabúnaðinn. Þeir taka því upp tilburði tækjanna: þeir prófa.13 Dýrkungargildin mega ekki við slíkum tilburðum. IX ( kvikmynd skiptir það mestu máli að leikarinn sýnir kvikmyndavélunum sjálfan sig, meira máli en það að hann kynnir áhorfendum einhvern annan. Pirandello kom einna fyrstur auga á hvernig þessi prófun um- myndar leikarann. Athugasemdir hans um þetta í skáld- sögunni Si Gira (Það er kvikmyndað) halda gildi sínu að mestu enda þótt þær takmörkuðust við neikvæóa hlið málsins og þöglu myndina. Talmyndin olli engum vatna- skilum í þessum efnum. Mikilvægast er að hlutverkið er ekki leikið fyrir áhorfendur heldur fyrir tæki — og það raunar tvö þegar talmyndin er annars vegar. „Kvik- myndaleikaranum", skrifar Pirandello „líður eins og hann sé í útlegð; ekki aðeins útlægur frá sviðinu heldur líka frá sjálfum sér. Hann hefur óljósa óþægindatilfinn- ingu vegna þess óskýranlega tóms sem myndast við að SVART A HVlTU Á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.