Svart á hvítu - 01.10.1978, Blaðsíða 18

Svart á hvítu - 01.10.1978, Blaðsíða 18
þau í búðina fyrir verkafólkið kvik í hreyfingum snör í snúningum horfin í mekki samstundis komin aftur til baka færandi varninginn heim æofaníæendur- tekin athöfnin síný síung sífersk & sífelltjafnölvandi engu má af missa. & maðurinn með loftriffilinn setur á helgrímuna hagræöir skýtur. Grímuklædda sauðkindin hún hnígur máttlaus niður í hægðum sínum til jarðar við fætur hans hreyfingarlausar marmarasúlurnar aðeins lappirnar þær sprikla krampakennt það er síóasta tjáningin á lífskoðun- inni en hversu vel sem þú hlustar & hlerar nemuröu ekki dánarorðin hún býr aó líkindum ekki yfir tækni Bobbys að halda tölu meö óvirkan heila í annan stað fjöldinn of mikill en ég sé & heyri þegar byssumaður dregur af henni grímuna brostin augu Ijósfletirnir óskýrir & útlínulausir á svörtum grunni: everything’s gonna be alright. Banamaðurinn tekur kindina snöggu taki & lyftir uppá hnéhátt borð & sker á hálsinn. Blóðið það spýtist útúr skurðinum í þartilætlað trog & meðan kindinni blæðir í bogum kraftmiklum & lekum hreytlandi gjósandi & dvín- andi reglulega eftir slættinum hrærir barnið í þykk- um vökvanum með spaðanum sínum hrærir & hrærir fylgjandi blám barnsaugum straumnum úr skurðinum svo rauðum svo rauðum fossandi í gusum & seytlandi reglulega niðurí trogið góða. Hugfangið. Heiðblám. Þegar lindin er þorrin Geysir lagstur í dvala sinn lýkur byssungur við að skera af hausinn & fleygir honum síðan í vírkörfu en með henni & innihaldi hennar hefur barnið einnig um- sjón & eftirlit. Næsta kind. Fyrirskurðarmaðurinn brugðinn hnífur á lofti sker af lappirnar & fleygir en þeim er safnað í haug saman útifyrir sláturhúsinu & síðan mokað uppá bíl & ekið á afvikinn stað. Svart lágský flugna fylgir hraðfara eftir akstri farartækis- ins farminum gefnar gætur. Hann ristir skurð upp lærin innanverð & bógana hratt en nákvæmt ýtir síðan höfuðlausri & útlimasneyddri kindinni áfram bekkinn útá enda þangað sem fláningsmennirnir sækja hana. & næsta. Snót. Fláningsmennirnir sækja sér kind til fláningar koma henni fyrir á flán- ingsbekkjunum. Fláning er erfióisverk. Þeir þrýsta hnúunum milli skinns & holds & losa gæruna frá kroppnum allsstaðar utan í kringum róubeinið að endingu rista þeir uppúr á gærunni á kviðnum bera skrokkinn í gálgann hengja hann upp á kæklunum & losa gæruna. Næsta. Nínafjóla. Gálgamaðurinn bregður hníf á kvið skrokksins & vömb & innyfli velta fram. Hann tekur innvolsið í fang sér hlýtt & gott & vippar yfirá vambaborðið & ýtir hanganum áfram liðlega rennandi í gálganum inní vinnusal frystihússins þar sem við taka stúlkur í blóma sem þvo & snyrta pent skrokkinn kjötmatsmaður kjöt- læknirinn með stimpil sinn vigtunarmenn hópur fólks sem sér um eistu hjörtu nýru lifur nýrnamör & að endingu er skrokkurinn sólarhring hanginn í vinnusal pokaður í kjötpoka & borinn inní frystikiefa & staflað & þar mun mörgum hlýindin þykja í rýrara lagi en sauðir láta sérfátt um finnast. í hægri álmu sláturhússins fer hinsvegar fram sú hin sama sigurganga hrúta & hrútlamba. Fjárréttarkóngur réttur klár skiptir sér ekki af karlkynja fénaði en fáfróðir búkarlar úr dreifðri byggð nær & fjær- lægra sveitanna í kring digrir í smæðinni eygja hvað eftir annað útúr móöunni koma menn ókennilega sviplausa menn & nema á brott einn & tvo hrúta í einu & draga útum hlið á réttinni næst dyrum aö vinstri álmu en liggjandi útá planið framanvið bygginguna. Búar hnyppandi í náung- ann spurnum hvískruðum án fáanlegra upplýsinga sjá það síöast & hinzt til hrúta lífs að þeir eru dregnir klaufum spyrnandi plægjandi jarðveginn með framhlið hússins & hverfa loks innum dyr fyrir mióju sem lokast jafnskjóttog dýrinu hefur verið ekið innfyrir. Margt býr kyndugt í kaupstað snýta sér óðalsbændur í baráttufána öreiganna & glíma gleymnir vió átthend sléttubönd. Það sést næst til hrútanna að þeir birtast í hægri álmu útum dyr sem liggja að þjóðsagnfæðilegum miðsal hússins & í fylgd hinna sömu manna sem lyfta skrokkunum snöggt orðalaust uppá bekkinn til fyrirskurðar- mannsins höfuölausum það fylgir þó & því er varp- að í körfuna. Þvínæst hverfa menn þessir aftur & loka að baki sér ekki óvandlega en tilreiðing & snyrting karldýranna hefst & gengur hinn sama gang & kvendýra & skrokkarnir hafna loks á einum & sama staðnum hlið við hlið haldast í hendur hlusta á söng fugla horfa á litskrúð blóma hug- fangin finna ilm í lofti í vinnusal frystihússins & að endingu í frystinum. Frystiklefarnir eru búnir þykk- um hurðum þungum & stirðum & maðurinn hefur það á næmri tilfinningunni að þær geti lokizt aftur að eilífu svo þétt að hann megni ekki að opna þær þótt beiti öllum kröftum lífs & sálar potandi nöglum & brjótandi til blóðs í æði & þær loka inni öll þau hljóð sem hann í örvæntingu sinni hugsanlegri & óhugsanlegri kann að gefa frá sér. Hann einn með hljóðum sínum & pokuðum skrokkum í náköldu líkhúsinu. Þar er þurrt grimmt frost maðurinn finnur ekki svo mjög fyrir því í byrjun en það veldur smám saman dofa í útlimum & brátt í öllum líkamanum þrátt fyrir erfiðið viö stöflun skrokkanna. Þeir sem starfa í frystinum eru klæddir kuldaúlpum & með vettlinga á höndum. Það er stórum hreinlegra að vinna í kuldanum, en frammií sjálfu sláturhúsinu en þar kemur í mót & vegur þungt hið sérstaka & lífi þrungna andrúmsloft ytri salanna erillinn kátínan & leikur starfsins miðað við deyfð & drunga frysti- klefans. Það er einkum & sérílagi sóðalegt verk & spennandi að vinna við vambaborðið en það er í höndum þriggja manna. Sá fyrsti 001 tekur mörinn utanaf vömbinni & lætur hana síðan ganga til ann- ars 002 sem flokkar í sundur innyflin hugsanleg skeyti til sendingar. Vömbin er sett útum lúgu sem opnast útí port undir berum himni en þar stendur ker & tæma smælingjar vambirnar & þvo uppúr hálfköldu & óhreinu vatni. Það er kuldalegasta sóöalegasta en jafnframt fyrirlitnasta starfið í sláturhúsinu. Ristillinn er settur útum aðra lúgu & raðað á langborð til kælingar. Mjógirnið verður eftir innií húsinu & gengur til þess þriója 003 sem strýk- ur það uppúr volgu vatni & gerir síðan upp einsog reipi. Stundum springa vambirnar þegar þeim er fleygt á borðið af teitum & röskum gálgamanni 16 SVART Á HVÍTU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.