Svart á hvítu - 01.10.1978, Side 18

Svart á hvítu - 01.10.1978, Side 18
þau í búðina fyrir verkafólkið kvik í hreyfingum snör í snúningum horfin í mekki samstundis komin aftur til baka færandi varninginn heim æofaníæendur- tekin athöfnin síný síung sífersk & sífelltjafnölvandi engu má af missa. & maðurinn með loftriffilinn setur á helgrímuna hagræöir skýtur. Grímuklædda sauðkindin hún hnígur máttlaus niður í hægðum sínum til jarðar við fætur hans hreyfingarlausar marmarasúlurnar aðeins lappirnar þær sprikla krampakennt það er síóasta tjáningin á lífskoðun- inni en hversu vel sem þú hlustar & hlerar nemuröu ekki dánarorðin hún býr aó líkindum ekki yfir tækni Bobbys að halda tölu meö óvirkan heila í annan stað fjöldinn of mikill en ég sé & heyri þegar byssumaður dregur af henni grímuna brostin augu Ijósfletirnir óskýrir & útlínulausir á svörtum grunni: everything’s gonna be alright. Banamaðurinn tekur kindina snöggu taki & lyftir uppá hnéhátt borð & sker á hálsinn. Blóðið það spýtist útúr skurðinum í þartilætlað trog & meðan kindinni blæðir í bogum kraftmiklum & lekum hreytlandi gjósandi & dvín- andi reglulega eftir slættinum hrærir barnið í þykk- um vökvanum með spaðanum sínum hrærir & hrærir fylgjandi blám barnsaugum straumnum úr skurðinum svo rauðum svo rauðum fossandi í gusum & seytlandi reglulega niðurí trogið góða. Hugfangið. Heiðblám. Þegar lindin er þorrin Geysir lagstur í dvala sinn lýkur byssungur við að skera af hausinn & fleygir honum síðan í vírkörfu en með henni & innihaldi hennar hefur barnið einnig um- sjón & eftirlit. Næsta kind. Fyrirskurðarmaðurinn brugðinn hnífur á lofti sker af lappirnar & fleygir en þeim er safnað í haug saman útifyrir sláturhúsinu & síðan mokað uppá bíl & ekið á afvikinn stað. Svart lágský flugna fylgir hraðfara eftir akstri farartækis- ins farminum gefnar gætur. Hann ristir skurð upp lærin innanverð & bógana hratt en nákvæmt ýtir síðan höfuðlausri & útlimasneyddri kindinni áfram bekkinn útá enda þangað sem fláningsmennirnir sækja hana. & næsta. Snót. Fláningsmennirnir sækja sér kind til fláningar koma henni fyrir á flán- ingsbekkjunum. Fláning er erfióisverk. Þeir þrýsta hnúunum milli skinns & holds & losa gæruna frá kroppnum allsstaðar utan í kringum róubeinið að endingu rista þeir uppúr á gærunni á kviðnum bera skrokkinn í gálgann hengja hann upp á kæklunum & losa gæruna. Næsta. Nínafjóla. Gálgamaðurinn bregður hníf á kvið skrokksins & vömb & innyfli velta fram. Hann tekur innvolsið í fang sér hlýtt & gott & vippar yfirá vambaborðið & ýtir hanganum áfram liðlega rennandi í gálganum inní vinnusal frystihússins þar sem við taka stúlkur í blóma sem þvo & snyrta pent skrokkinn kjötmatsmaður kjöt- læknirinn með stimpil sinn vigtunarmenn hópur fólks sem sér um eistu hjörtu nýru lifur nýrnamör & að endingu er skrokkurinn sólarhring hanginn í vinnusal pokaður í kjötpoka & borinn inní frystikiefa & staflað & þar mun mörgum hlýindin þykja í rýrara lagi en sauðir láta sérfátt um finnast. í hægri álmu sláturhússins fer hinsvegar fram sú hin sama sigurganga hrúta & hrútlamba. Fjárréttarkóngur réttur klár skiptir sér ekki af karlkynja fénaði en fáfróðir búkarlar úr dreifðri byggð nær & fjær- lægra sveitanna í kring digrir í smæðinni eygja hvað eftir annað útúr móöunni koma menn ókennilega sviplausa menn & nema á brott einn & tvo hrúta í einu & draga útum hlið á réttinni næst dyrum aö vinstri álmu en liggjandi útá planið framanvið bygginguna. Búar hnyppandi í náung- ann spurnum hvískruðum án fáanlegra upplýsinga sjá það síöast & hinzt til hrúta lífs að þeir eru dregnir klaufum spyrnandi plægjandi jarðveginn með framhlið hússins & hverfa loks innum dyr fyrir mióju sem lokast jafnskjóttog dýrinu hefur verið ekið innfyrir. Margt býr kyndugt í kaupstað snýta sér óðalsbændur í baráttufána öreiganna & glíma gleymnir vió átthend sléttubönd. Það sést næst til hrútanna að þeir birtast í hægri álmu útum dyr sem liggja að þjóðsagnfæðilegum miðsal hússins & í fylgd hinna sömu manna sem lyfta skrokkunum snöggt orðalaust uppá bekkinn til fyrirskurðar- mannsins höfuölausum það fylgir þó & því er varp- að í körfuna. Þvínæst hverfa menn þessir aftur & loka að baki sér ekki óvandlega en tilreiðing & snyrting karldýranna hefst & gengur hinn sama gang & kvendýra & skrokkarnir hafna loks á einum & sama staðnum hlið við hlið haldast í hendur hlusta á söng fugla horfa á litskrúð blóma hug- fangin finna ilm í lofti í vinnusal frystihússins & að endingu í frystinum. Frystiklefarnir eru búnir þykk- um hurðum þungum & stirðum & maðurinn hefur það á næmri tilfinningunni að þær geti lokizt aftur að eilífu svo þétt að hann megni ekki að opna þær þótt beiti öllum kröftum lífs & sálar potandi nöglum & brjótandi til blóðs í æði & þær loka inni öll þau hljóð sem hann í örvæntingu sinni hugsanlegri & óhugsanlegri kann að gefa frá sér. Hann einn með hljóðum sínum & pokuðum skrokkum í náköldu líkhúsinu. Þar er þurrt grimmt frost maðurinn finnur ekki svo mjög fyrir því í byrjun en það veldur smám saman dofa í útlimum & brátt í öllum líkamanum þrátt fyrir erfiðið viö stöflun skrokkanna. Þeir sem starfa í frystinum eru klæddir kuldaúlpum & með vettlinga á höndum. Það er stórum hreinlegra að vinna í kuldanum, en frammií sjálfu sláturhúsinu en þar kemur í mót & vegur þungt hið sérstaka & lífi þrungna andrúmsloft ytri salanna erillinn kátínan & leikur starfsins miðað við deyfð & drunga frysti- klefans. Það er einkum & sérílagi sóðalegt verk & spennandi að vinna við vambaborðið en það er í höndum þriggja manna. Sá fyrsti 001 tekur mörinn utanaf vömbinni & lætur hana síðan ganga til ann- ars 002 sem flokkar í sundur innyflin hugsanleg skeyti til sendingar. Vömbin er sett útum lúgu sem opnast útí port undir berum himni en þar stendur ker & tæma smælingjar vambirnar & þvo uppúr hálfköldu & óhreinu vatni. Það er kuldalegasta sóöalegasta en jafnframt fyrirlitnasta starfið í sláturhúsinu. Ristillinn er settur útum aðra lúgu & raðað á langborð til kælingar. Mjógirnið verður eftir innií húsinu & gengur til þess þriója 003 sem strýk- ur það uppúr volgu vatni & gerir síðan upp einsog reipi. Stundum springa vambirnar þegar þeim er fleygt á borðið af teitum & röskum gálgamanni 16 SVART Á HVÍTU

x

Svart á hvítu

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.