Birtingur - 01.01.1967, Qupperneq 20

Birtingur - 01.01.1967, Qupperneq 20
straumum og stefnum í skáldskap samtíðar- innar og lesa Ijóð þeirra skálda, sem hæst ber liverju sinni.“ Sumt er hér aðeins skrýtið, annað að auki skaðlegt, enn annað beinlínis rangt. Það er skaðlegt sjónarmið að sniðganga ljóð góðra skálda einvörðungu vegna þess, að þau hafi kvatt sér hljóðs um og eftir miðja þessa öld. Engu að síður væri það þó sjónarmið, sem maður yrði að láta sér lynda eða fengi að minnsta kosti ekkert við gert. En það er al- rangt, að þessari reglu sé fylgt. Snorri Hjart- arson gaf út Kvæði 1944, en hafði kvatt sér hljóðs sem ljóðskáld fyrr. Hann stendur nú á sextugu, og óumdeilanlegra skáld er ekki auð- fundið hérlendis nú á dögum. Jón úr Vör birti fyrstu ljóð sín fyrir rúmlega 30 árum, en gaf fyrst út bók árið 1937. Hann er nú fimm- tugur að aldri, og þótt menn kunni að greina á um ytra byrði sumra Ijóða hans, hefur eng- inn maður með viti reynt að níða af honum skáldorð. Meira að segja einn afturhaldssam- asti bókmenntapólitíkus landsins neyðist til að viðurkenna, að Ijóðin í Þorpinu eigi fegurð, sem snertir lesandann (ICristinn E. Andrésson: íslenzkar nútímabókmenntir 1918—1948, bls. 171). Mér er því með öllu óskiljanlegt, hvers vegna ljóð eftir þessi skáld eru ekki í skóla- Ijóðum, sem eru nýkomin úr prentun. En þar að auki tel ég, að í bókina vanti ljóð eftir heilan tug annarra samtíðarskálda, sem síðar komu til skjalanna. Erfitt er að glöggva sig á, hvort Kristján getur þess hinum yngri skáldum til Iofs eða lasts eða hvorugt, að „mörg þeirra fara nýjar og áður lítt troðnar brautir i íslenzkri ljóðagerð", nema hvað ætla mætti, að hann hefði tekið verk þeirra með, ef hann teldi þvílíka skáld- kosti mikils virði. Skrýtilega þykir mér að orði komizt um hin nýju viðhorf: „Rekja má stefnu þessa að nokkru til erlendra áhrifa . . .“ Á ekki hið sama við um allar stefnur í ís- lenzkri ljóðlist á síðari tímum? í verkefni með ljóðum Steins Steinarr seg- ir: „Stundum fylgir Steinn ekki föstum rím- reglum eða bragarháttum, þótt flest kvæði hans séu rímuð. Lestu kvæðið Tímann og vatnið og berðu það saman við órímuð ljóð, sem sum ungu skáldin yrkja nú. Hvort þykir þér standa nær rímuðum ljóðum þetta kvæði Steins eða þeirra ljóð?“ Ég skil raunar ekki, hvaða bókmenntalega gagnsemi eða glcði slíkur samanburður getur veitt lesendum. En látum svo vera. Hitt finnst mér furðulegt að leggja þvílíkt verkefni fyrir nemendur, en hafa ekkert órímað ljóð í bók- inni til samanburðar — og reyndar ekkert rímað ljóð heldur eftir neitt ungt skáldl Þrátt fyrir þessar aðfinnslur er mér Ijúft að játa, að ég tel feng að nýju skólaljóðunum — 18 BIRTINGUR

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.