Birtingur - 01.01.1967, Side 34

Birtingur - 01.01.1967, Side 34
Christer Kihlman hungurverkfalli gegn Víetnam-stríðinu þegar Dean Rusk heimsótti Helsinki í fyrra. Hópur manna hafðist við í tvo daga hjá Runebergs- styttunni í miðju Helsinki og sveltu sig til þess að mótmæla háttsemi Bandaríkjanna < Víctnam. Salo talar mikið’ um hve óttínn sé hættulegur þjóSarhetlsunní, óttínn sem mengi svo mjög andrúmsloftið í Finnlandi, ótti við Rússa, atómsprengjur, kommúnisma, klám, guðlast, stutt pils. Þessi ótti eitrar andrúms- Ioftið og takmarkar lýðræðið, segir hann. Hann heldur því fram að þessi ótti sé að dvína. Fólkið brýtur af sér ritskoðunina smám saman og siðhræsnina, hægri flokkunum hrak- ar og áhrif þeirra þverra, þessara sem undir yfirskini kommúnistahræðslunnar reyna að skapa hálffasistíska kúgun, segir Salo. Hann segir að fólk sé farið að sjá að það sé miklu heppilegra að umgangast kommúnistana eðli- lega án móðursýki, þá dregur úr spennunni í þjóðlífinu og lýðræðinu vex máttur. — Salo hefur samið hina svonefndu Lappaóperu ásamt tónskáldinu Chydenius. Það verk hefur vakið geysimikla athygli og hefur alveg sér- stöðu í finnsku menningarlífi. Það er söng- Ieikur, sumir nefna Brecht í því sambandi og farsæla samvinnu hans við tónskáld einsog Kurt Weill og Paul Dessau og Hanns Eisler. Arvo Salo hefur einnig gefið út ljóðasöfn en er langfrægastur fyrir Lappaóperuna. í sam- 32 BIRTINGUR

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.