Birtingur - 01.01.1967, Qupperneq 35

Birtingur - 01.01.1967, Qupperneq 35
bandi viö óttann sem Arvo Salo segir þrúga finnska þjóðlífið bendir hann á hin hneyksl- anlegu réttarhöld yfir rithöfundinum Hannu Salama sem var dæmdur fyrir guðlast í skáld- sögunni Miðsumarnæturdraumur. Salo held- ur Jrví fram, að guðlastið hafi verið yfirskill5- ástæða þar sem var byggt á gömlum lagabók- staf sem hafði gleymst að lagfæra, höfuðástæð- an hafi verið að þeir menn sem vildu Salama dæmdan voru heiftúðugir í hans garð vegna þjóðfélagsgagnrýni hans og þeir óttuðust um sína forréttindaaðstöðu. Salama-málið er Ijótur blettur á finnskri rétt- vísi sem mörgum Finnum sárnar. Ég heyrði mikið um það talað. Við hneykslumst li'ka á Islandi á þessu en við ættum ekki að gleyma því að samkvæmt grein í íslenzkum lögum getur einn dómari komizt upp með að dæma menn fyrir að segja sannleikann þó þeir sanni mál sitt. Langkunnastur finnskra höfunda í dag, sé léttmetishöfundurinn Mika Waltari undan- skilinn, er Vaino Linna sem lilaut bókmennta- verðlaun Norðurlanda fyrir nokkrum árum. Og einmitt vegna þess verður ekki fjallað um hann hér heldur var reynt að segja frá öðrum sem síður eru líkur til að fólk Jrekki hér á fs- landi. Finnar og íslendingar hafa mjög líka stöðu í samtökum Norðurlandaþjóða og lenda gjarn- an utangarðs einkum vegna málsins. Það háir höfundum og skáldum þessara Jrjóða. En þeg- ar Norðurlandaverðlaun eru veitt vill það til að Finnar eiga góða fulltrúa í dómncfndinni sem bera skyn á það frambærilegasta í finnsk- um bókmenntum og Jress vegna kom maður einsog Christer Kihlman til greina í fyrra. birtingur 33

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.