Eining - 01.11.1944, Side 4

Eining - 01.11.1944, Side 4
4 E I N I N Cr FLUGUR I ágústblaði Einingar var ofurlítil þula um flugur. Ein ágæt húsmóðir minnist á hana í bréfi til blaðsins, og segir: „Vísan um flugurnar er ágæt. En til þess að gera þessi sníkjudýr óskaðleg, þarf meira en orðin tóm. Margur mundi óska þess að sjá aldrei flugu í híbýlum sínum. En góð vísa er aldrei of oft kveðin. Máske koma ein- hver heilræði næst um útrýmingu flug- unr.ar“. Flugur eru bæði leiðinlegar og geta, verið skaðlegar. Sumar tegundir þeirra víða um heim eru hræðilegir sýkilber- ar, og hafa vísindin háð harðvítuga, baráttu gegn þeim í seinni tíð, og með góðum árangri. Víða er erfiöara að verjast flugum en á íslandi, þó er þetta ærið misjafnt og fer mikið eftir því, hvort búpenings- hús eða fiskverkunarstöðvar eru ná- lægt íbúðarhúsum manna. Ég hef átt heima í fámennum og fjölmennum, kauptúnum þessa lands og einnig á nokkrum stöðum í Canada, þar sem flugur eru mjög ásæknar, en mér hefur alltaf fundizt tiltölulega létt að verjast þeim. Hér á landi helzt aldrei fluga við á mínu heimili. Iíve auðvelt er að verja heimilin flugum, fer mikið eftir því, hveinig gengið er um hús. Oft gleyma; menn því, að hurðir eru til þess að þær séu látnar aftur. 1 Ameríku hafa menn vírnet fyrir gluggum, sem þarf að opna, og einnig sérstakar vírnetahurðir fyrir dyrurn íbúðarhúsa á sumrin. Samt gengur misjafnlega að verjast flugunni þar. Ber töluvert á henni, t. d. á haust- in um þreskingartímann.. Eitt sinn kom ég á bæ vestur í Can- ada, ásamt öðrum ferðamönnum. Þar var flugnasvermurinn svo mikill inni, að ég blátt áfrarn missti karkinn. Ég gat elcki haft not af samræðum við fólkið. Okkur var borið kaffi. Ég af- þakkaði það. Flugurnar hrúguðust svo í op rjómakönnunnar, að varla sást í rjómann. Þetta eru engjar ýkjur. Svo komurn við á næsta bæ, og það var ekki mjög langt milli bæjanna, þar var okk- ur boðinn miðdagsverður og þar sást varla fluga. Umgengnin var allt önnur en á hinum bænum. Það er ekkert undur, þótt þau sníkjudýr, sem á óþrifum lifa, ásæki menn, því ao óþrifnaður er mjög al- gengur og verður þá erfitt einnig fyrir hin þrifnu heimili í þéttbýlinu að verj- ast hinni illu afleiðingu óþrifnaðarins. Til dæmis sóttu flugur meira hér inn í íbúð mína á meðan margar skarnbyttur voru opnar í nágrenninu, en eftir margendurtekið nöldur manna, hefur fengizt breyting á þessu og lok verið' sett á ílátin, og er árangurinn augljós. Eitt er verst við þetta. allt, að helzt rná ekki tala um óþrifnað. Ilér á landi er lús enn mjög algeng, en fjöldi manna móðgast, ef ráðizt er á lúsina. Oft þeir helzt, sem enga lús hafa. Þaö er vitað, að allt fram að þessu hefur 20—30 af hverju hundraði skólabama í sumum þorpum landsins verið með lús, og jafn- vel í höfuðstaönum er enn nokkuð til af henni, stundum í fallega tilhöfðu hári og fínum húsum. Þó held ég, að trúin á lúsinni, sem heilsusamlegri nauðsyn, sé að deyja út, en óþrifnaourinn heldur enn velli. Fýrsta sporið til útrýmingar lús, flugum og öllum óþrifnaði, er auðvitað fullkominn þrifnaður — ekki hálfgild- ings þrifnaður, sem er svo algengur. Með þrifnaðinum ná menn langt, en svo koma önnur meoöl líka til greina. Um það verða helzt sérfróðir menn að skrifa. Iíér skal nú um leið sagt ofurlítið frá skemmtilegum átökum læknanna við lúsina á einum stað, og dásamlegum árangri. 1 október 1943 var borgin Neapel á Ítalíu í dauðans greipum. Þjóðverjar voru á flótta undan bandamönnum og höfðu streymt inn i borgina, þar til saman v.ar komin þar yfir ein milljón manna. íbúatala boi'garinnar var ann- ars 800, 000. Þjóðverjar höfðu eyðilagt eldsneytisbirgðir borgarinnar, sprengt upp rafstöðina og eyðilagt vatnsleiðsl- una. Borgin var ljóslaus, vatnslaus og eldiviðarlaus. Meðan á loftárásum bandamanna stóð, hópaðist borgarlýð- urinn í varnarbyrgin og nú runnu upp góðir tímar fyrir lúsina. Taugaveiki brauzt út og lúsin sá um að útbreiða hana. 1 október voru 25 taugaveikis- sjúklingar fluttir í sjúkrahús borgar- innar. Um áramótin voru taugaveikis- tilfellin orðin 40 á dag og í janúar 60. Fólkið hrundi niður og menn höfðu ekki við að jarða. Þá sendu Ameríku- menn einn frægan yfirmann úr hernum í Kairó, Fox að nafni, herlæknir, sem, starfað hefur um 25 ára skeið í Kína, Grænlandi, Liberíu og víðar um heim, til Neapel og ho.num tókst að gera kraftaverkið: kveða niður skæðan taugaveikisfaraldur um hávetur, sem aldrei hefur tekizt áður, að sagt er. Fox treystist ekki til að bólusetja þessa milljón manna, en fyrir nokkru hafði tekizt að framleiða undprsamlegt lúsaduft, svo öruggt til varnar, að það ver manninn vikum saman, ef því hef- ur verið stráð á hann, og það þótt föt hans séu þvegin. Fox kom upp 43 stöð- um í borginni, sem sáu um að strá þessu lúsadufti á menn og aðsóknin var líkt og hungraðra manna að brauð- skömmtun. Þannig tókst að koma í veg fyrir útbreiðslu veikinnar og kveða þessa skæðu pest niður og barga þan,n- ig hundruðum þúsunda mannslífa. Sag- an er öll hin furðulegasta. Einn stór- sigur þrifnaðarins enn. Það minnir á sigra þrifnaðarpostula eins og dr. Lees í Chicago og Shemmelweiss í Vínar- borg. Höldum áfram að útríma óþrifn- aðinum. Ný síúka Sunnudaginn 15. október hafði um- dæmisstúkan, nr. 1 miliinn útbreiðslu- fund á Selfossi, í bíósalnum þar. Fjöl- menni kom víðsvegar að og mun hafa verið hátt á þriðja hundrað manns. Ræður voru fluttar og kvikmyndir sýndar til fróðleiks og skemmtunar. Frummælendur Voru: Séra Arelíus Nielsson, Arnbjörn Sigurgeirsson og' Pétur Sigurðsson. En auk þeirra tóku til máls: Guðmundur Þorbjarnarson, bóndi að Stóra-IIofi, 82 ára bindindis- hetja, skörungur og bændaöldungur, Ingimar Jóhannesson kennari, Bj ami Bjarnason, skólastjóri á Laugavatni, Þorsteinn J. Sigurðsson kaupmaður í Reykjavík og Ingólfur Þorsteinsson. Æðstitemplar umdæmisstúkunnar, Jón Gunnlaugsson stjórnarráðsfulltrúi, setti fundinn og þakkaði við fundarslit góða þátttöku fundarmanna,. Fundar- stjóri var Þorsteinn J. Sigurðsson, en ritari, Jón Ilafliðason, Fundurinn heppnaðist ágætlega og förin var hin skemmtilegasta. Veður var bjart og fagurt. Sunnudaginn 22. október fóru svo aftur fullmannaðir 2 bílar frá Reykja- vík austur til þess að stofna þar stúku. Hópur stúkufélaga kom einnig af Eyr- arbakka og sömuleiðis frá Gaulverja- bæ. Fundur hófst kl. 5 og stóð til kl. 8. Ileita mátti að stofnuð væri ný stúka, en hún ber þó nafn og númer stúkunn- ar „Brúin.“, sem áður var á Selfossi, og eru nokkrir af hinum eldri félögum einnig í þessari. Alls gengu inn 20 fél- agar. Æðstitemplar umdæmisstúkunn- ar, Jón Gunnlaugsson, stjórnaði fundi og annaðist stofnun, eða endurreisn stúkunnar. Æðstitemplar hennar var kjörinn Björn Sigurbjörnsson, spari- sjóðsféhirðir, en umboðsmaður, Ingólf- ur Þorsteinsson, en varatemplar, Unnur Þorgeirsdóttir. Á eftir fundi vorum við Reykvíking- arnir boðnir út að Stóru-Sandvík til kvöldverðar. Var þar rausnarlega veitt, þrír aðalréttir, auk kalda. borðsins, senr íslenzkar bændakonur kunna bezt að búa. Við vorum þarna 11 gestir. Hús- bóndinn er Ari Páll Ilannesson. Kona hans, Rannveig Bjarnadóttir, dóttii þeirra hjóna og systir húsbóndans voru á meðal þeirra er gengu í hina nýju stúku á Selfossi.

x

Eining

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.