Eining - 01.11.1944, Blaðsíða 9

Eining - 01.11.1944, Blaðsíða 9
E I N I N G y Álaga-auður I. Þeir höfðu’ ekki neinar hjartasorgir. Hirtu ltíið um veðrin tvenn. Herjuðu lönd og brenndu borgir, byggðir rændu og drápu menn. Gistu kátir að kóngahöllum, kysstu hertekin sæmdarfljóð, sóttu gullið í greipar tröllum, guldu þeim fyrir eld og blóð. Aldrei færi til frægðar slepptu, fóru víða um höfin blá. Styrjaldarbál og storma hrepptu. strengdu þá fastar segl að rá. Tóku svo höfn með hlaðna knerri, héldu þræla við bóndans starf, gerðu sögu úr sjóferð hverri, og sigurfrægð þeirra gekk í arf. Hauga þeir létu gilda gera, grafa þar með sér fenginn auð. Skyldi þar nægar vistir vera, vínföng, klæði og daglegf brauð. Geymdu þar kappar söfn og sjóði, sverð og þau vopn, er höfðu átt. Við haugaeldana gullið glóði, en gullið á stærstan sigurmátt. II. Oft hafa togað aflasögur áræðna menn í gullsins leit. Fégjarnir engum lúta lögum, leggjast jafnvel á dauðrareit. Ekkert fjall er svo hátt að hræði hug, sem girnist hinn dýra sjóð. Hönd þótt svíði og hjarta blæði, haug skal brjóta í jötunmóð. Bændur frá sínum búum fóru búnir stáli að hitta draug. Bæði við hönd og sálu sóru, sótt skyldi gull í kappans haug. Oft höfðu fallið frægri vígi fyrir þeim hug, sem engu kveið. Hjátrú þeir sögðu og heimskra lýgi haugbúans forna galdraseið. Ó, hvílík nautn að grafa, grafa. — Gullið á stærstan sigurmátt. Djúpt skal leggjast og dýpra kafa, drauga og féndur leika grátt, ekki blikna þótt anda þrengi eiturfýlunnar kyngimögn. Hrella mun ekki hrausta drengi heimskunnar forna trúarsögn. Höggva, saga og hauginn rjúfa hetjur, sem tókust stórt í fang. Stálfleygar harðar hellur kljúfa, hristist jörðin við undirgang. Svitinn bogar af allra enni, æðar þrútna og svellur blóð. Er sem í jarðariðrum brenni einhver hyldýpis voðaglóð. Steypast frá jöklum stríðar elfur, stjörnur hrapa og myrkvast sól. Flóðöldur rísa, fjallið skelfur, fossar hafið um laut og hól. Eldskeyti líkt sem örvar hrökkva, ógnir birtast og voðasýn. Kirkjan brennur og bæir sökkva. í bölvuð draugsaugun ferleg skín. III. Kirkjan er brunnin, — bærinn sokkinn, böli herjuð hin fríða sveit, vopnin úr hvers manns höndum hrokkin, hetjur fallnar í gullsins Ieit. Starir frá auðn og ógn, sem hræðir, auðnuleysinginn fram á veg. Höndina svíður, hjartað blæðir. Heimkoman verður skelfileg. Raun er að fást við ramma drauga. ræningjar hreppa döpur kjör. Glæpamenn bera gull í hauga, girnist margur, þótt kosti fjör. Selja þar fyrir sál og heiður, sakleysi, manndóm, giftu, Ián. Oftast er vegur gullinn greiður gálausum út í eymd og smán. Sárara hverju sverði nístir samvizkubit hins glapta manns. Kveljandi sektarþunginn þrýstir þyrnibroddum að lífi hans. Óför sína liann öðrum kennir: „Illi djöfull, þú villir sýn. Lifandi menn á báli brennir. Bölvuð fari nú gullsál þín“. Horfir nú fram á lirun og dauða húsvilltur karl, sem áður bjó. Ginnti frá búi gullið rauða, gróðavonin á tálar dró. — Allt er tapað, því tröllin hirtu tún og engjar, og bóndans hjú, átthagatryggð og manndóm myrtu, misþyrmdu sál og helgri trú. Pétur Sigurðsson. Ljót orð og litlir menn Ungur maður sat undir borðum við hlið mér á veitingahúsi einu fyrir nokkru. Tal hans var á þessa leið: „Helvítis kjöt er þetta“. Svo leið stund. Iiann náði í dagblað og var að böglast með það við borðið, en þótti víst þröngt. Þá kom aftur: „Ilelvítis borð eru þetta". Ilann flettir blaðinu og segir við íel- aga sinn: „Andskotinn hafi, að ég finn þetta“. „Halltu áfram að éta“, segir félagi hans. „Þetta helvíti“, svarar hann. — Les. „Andskotans fífl eru þessir Bretar“, gellur í honum, og svo hélt hann áfram að tauta eitthvað um „öll þessi helvítis- hár í matnum“. Ég vék mér frá borðinu og skrifaði þessar setningar orðréttar eftir þessum orðhák, sem, af orðum hans að dæma, mun ekki hafa verið mikill karl. Sálfræðin og bænalíf Mér leizt vel á nafn bókarinnar og keypti hana. Hún heitir: The story of Man's Mind — saga mannshugans. Bókin er skilgreining á sálarlífi manns- ins og hegðun hans. Allir skilja því, að! hún fjallar um flókið vandamál. Höf- undur bókarinnar er nafnkunnur heim- spekiprófessor og sálfræoingur, kenn- ari við Queens háskólann. Einhverjum kann að þykja merki- legt, hvað þessi lærði heimspekingur og sálfræðingur segir um bænalíf. Hann segir þetta: „Að síðustu aðeins eitt. Það er hin sálfræðilega þýðing bænarinnar. Það; er sannað, að allir menn eru einmitt mjög næmir fyrir áhrifum, þegar þeir eru að sofna eöa vakna. Þetta eru ein,- mitt stundirnar, sem gömul og vitur- lega hugsuð venja hefur ákveðið til bæna. llinar eldri kynslóðir, sem lásu bænir sínar af mikilli ástundu.n og ein- lægni einmitt þá, er menn gengu til náða eða rísa úr rekkju, hljóta að hafa haft geysileg áhrif á skapgerð manna með þessu. Sá maður, sem kvölds og* morgna les hina áhrifaríku og undur- samlega látlausu bæn Faðirvorið, hlýt- ur — þegar þess er gætt, hve næmur hann er fyrir áhrifum á þessum stund- um, að hafa með því áhrif á sína eigin. skapgerð í samræmi við anda bænarinn- ar. Sá, sem einlæglega ástundar bæna- líf, getur með því gerbreytt viðhorfi sínu til mannlífsins á nokkrum árum. Menn hafa sennilega aldrei gert sér ljóst, hve mikill er kraftur bænarinnar, til bóta og tamningar í öllu félagslífi manna (social control). Á hættu og erfiðleikatímum hefur bænalífið undur- samlegan og ótrúlegan mátt til þess að efla siðferðisþrek manna. Frá sálfræðilegu sjónarmiði, virðist óhætt að fullyrða, að hefði hvert mannsbarn í Evrópu beðið síðan 1900, kvölds og morgna, fyrir heimsfriðnum, að þá hefði ekki komið til neinna mikil- vægra styrjalda. Hver vill þá vera ábyrgur fyrir þeirri vanrækslu, ef börn hans læra ekki að biðja bænir sínar. Og getur ekki verið, að einmitt sú hnignun, sem orðið hefur í seinni tíð í bænalífi manna,sé að minnsta kosti meðal ann- ars, orsök í þeirri siðferðislegu hnigTi- un, sem mönnum finnst nú áberandi? Vissulega mundi það mannkyn, sem! læsi Faðirvorið hvert einasta kvöld, verða betia en sá heimur, er vér nú höfum, þrátt fyrir allan þess van- þroska“. Eðlileg þeínd Platon sagði: „Góðum mönnum hefn- ist fyrir afskiptaleysi og kæruleysi þeirra um almenn velferðarmál manna, með því, að þeim er stjórnað af vond- um mönnum".

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.