Eining - 01.11.1944, Side 12

Eining - 01.11.1944, Side 12
12 E I N I N G KATRÍN, skáldsagan, sem álenzka stúlkan Sally Salminen fékk bókmenntaverðlaun fyrir árið 1936, þegar tvö stærstu bókaforlög í Stokkhólmi og Helsingfors efndu til skáldsagnasamkeppni. Fjöldi af þekktustu rithöfundum á Norðurlöndum tóku þátt í þessari samkeppni, en eldhússtúlkan Sally Salminen, sem aldrei áður hafði skrifað bók, bar sigur úr býtum. Þetta er ógleymanleg skáldsaga, endá verða örlög Katrínar óvenjulega hugstæð hverjum þeim, sem sögu hennar lesa. .— .... Nýjar barna- og unglingabœkur: Sagan af Tuma litla, hin bráðskemmtilega drengjasaga Mark Twain, sem lesin er og dáð á flestum tungumálum heims. Stikilberja-Finnur og ævintýri hans, eftir sama höfund. Vinzi eftir hina góðkunnu skáldkonu Jóhönnu Spyri. Verónika, telpusaga eftir sama höfund. Jón miðskipsmaður eftir hinn nafntogaða skemmtisagna- höfund Kaptein Marryat. Most stýrimaður, framhald af Pétri Most eftir Walter Chrismas. — Fyrir ungar stúlk- ur: Ramóna, hin heimsfræga ástarsaga, sem alkunn er af samnefndri kvikmynd. Yngismeyjar og Tilhugalíf eft- ir Louise M. Alcott, hinn víðlesna og vinsæla höfund. Framantaldar barna- og unglingabækur eru af- burða skemmtilegar og vinsælar. Skálholtsprentsmiðja h.f. Ríkisútvarpið Utvarpsauglýsingar berast með hraða rafmagnsins og áhrifum hins talaða orðs til um eða yfir 100 þús- und hlustenda í landinu. Afgreiðsla auglýsinga er á 4. hæð í Landsímahúsinu. Afgreiðslutími alla virka daga, nema laugardaga, kl. 9—11 og 13,30—18. Laug- ardaga kl. 9—11 og 16—18. Sunnudaga og aðra helgidaga kl. 11—11,30 og 16—18. Afgreiðslusími 1095 Ríkisútvarpið Peníngar falla í verði, en góðar bækur eru eins og' gullið — þær falla aldrei í verði. Um ókunna stigu, Jón Eyþórsson og Pálmi Hannesson þýddu bókina. — Aðeins örfá eintök óseld. Steinn Bollason, gamalt ævintýri í nýjum búningi með myndum eftir Tryggva Magnússon. Fjallið Everest, hrífandi frásagnir um hæsta fjall jarðarinnar og tilraunir manna til að brjótast upp á hæsta tind- inn. Bókin er prýdd gullfallegum myndum og til- valin vinagjöf. Bernskubrek og æskuþrek, (My Early Life), sjálfsævisaga Vinstons Churchills, kemur úr á vegum Snælandsútgáfunnar í ágætri þýð- ingu Benedikts Tómassonar skólastjóra í Hafnarfirði. Þetta er frábær bók, skrifuð af leiftrandi fjöri og andagift, og með svo miklum ævintýrabrag, að mest líkist spennandi skáldsögu, enda segir í henni frá ævin- týrum og mannraunum Churchills í ýmsum löndum á yngri árum hans. Meðal enskumælandi þjóða hefir þessi bók hvarvetna hlotið afburða vinsældir og selzt svo gífurlega, að farið hefur fram úr flestu sem áður þekktist í því efni. íslenzka þýðingin er gerð með leyfi höfundar og bóka- forlags hans, er jafnframt hafa veitt Snælandsútgáfunni útgáfuréttinn á Islandi næstu fimm ár. Þetta er jólabókin í ár. Snœlandsútgáfan h.f. Gagnmerkar bækur Fátt hefir fremur sýnt hvílíkt afburða traust eitthvert mesta stórveldi heimsins hefir sýnt einum manni, en nýafstaðnar kosningar í Bandaríkjunum hafa með kjöri Franklins Roosevelts forseta. Það var einsdæmi í sögu Bandaríkjanna, að forseti sæti í einu tvö kjörtímabil, en nú hefir Franklin Roosevelt verið kjörinn í fjórða sinn, og sýnir það hvílíkum andlegum yfirburðum þessi mað- ur er gæddur umfram aðra menn þjóðarinnar. Hans bezti förunautur og stuðningsmaður í öllum hans ráða- gerðum og athöfnum er kona hans, frú Elenora Roose- velt. Ævisögur beggja hjónanna eru enn til í þýðingu Jóns frá Ljárskógum og Geirs Jónssonar magisters, og kosta í vönduðu bandi aðeins kr. 60,00 og 52,00 — Kynnist ævi og þroska þessara merku hjóna. — Fást hjá öllum bóksölum. Aðalumboð: Bókaverzlun Guðm. Gamalíelssonar Lækjargötu 6 A. •—• Sími 3263.

x

Eining

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.