Eining - 01.11.1944, Qupperneq 10

Eining - 01.11.1944, Qupperneq 10
1U E I N I N G Nýjasti skólinn I barnaskólum Canada var það siður, þegar ég var þar, að yrði barni á að skrifa sama orðiö aftur og' aftur skakkt, að láta þá barnið sitja inni í skólanum, er hin börnin fóru, og skrifa þetta eina orð 3—4 hundruð sinnum. Ilve oft mundi þurfa að segja fjölda manna. hér á landi, að leggja aftur hurðir, en skella þeim ekki ? Að ganga stillilega um hús, þegar kominn er svefntími manna? Að leggja niður allan óþarfa hávaða úti ogi inni, blístur, köll og skvaldur. Engir vel siðaðir unglingar eða vel sið- aoir rnenn temja sér slíkt. Munið þetta og kennið það öðrum: Standið ekki fast upp við vitin á þeim, sem þið talið við. Þetta er mjög óþægilegt. Þráfaldlega verð ég að leitast við að snúa mér allavega frá mönnum, sem standa svo fast upp; að manni, er þeir ræða eitthvað af kappi, að ýrurnar hrjóta út úr þeim framan í mann. Þetta kemur sennilega ekki að sök, ef elskendur ræðast við, en annars er það óþolandi. Þvoið oft hendur ykkar. Það er góð regla, sérstaklega þegar fariö er með mat. — Nóg vatn á Isandi. Drykkjuskóli andbanninganna Algengt er að heyra andbanninga halda þeirri firru fram, að menn eigi að læra að drekka. Ef ég litast um af sjónarhóli lífsreynslu minnar og minn- ist nokkurra fjölskyldna af þessum skóla, sem ég veit deili á, allt frá bernuskuárum mínum, þá verður út- koman ekki góð. Fyrst tel ég verzlunarstjóra, sem hafði áfengi um hönd samkvæmt kenn- ingum andbanninga. Sonur hans drap sig á áfengi. Embættismaður í kauptúninu A fylgdi sömu kenningu. ISonur hans lenti á Kleppi sem drykkjuræfill. Embættismaður í kauptúninu B var af sama skóla. Einnig sonur hans varð „sláttumaöur“ og róni. Kaupmaður í kauptúninu C hafði einnig hófdrykkjuskóla á heimili sínu. Sonur hans vai-ð drykkjuræfill. Þekktur og virtur háskólamaður í kauptúninu D hafði á þessu hóf og heldrimanna snið. En börn hans fóru illa. Synir hans drukku, konur þeirra fengu að kenna á því, og dætur hans sluppu ekki heldur. Embættismaður í kaupstaðnum E veitti áfengi á heimili sínu. Synir hans drukku og einn þeirra varð ræfill. Mjög þekktur embættismaður í stóru kauptúni fylgdi trúlega kenningu and- banninga. Synir lians skvettu í sig, einn þeirra varð drykkjuræfill og son- arsynir hafa ekki losnað við bölið. Þingmaöur einn vildi, aö sonur sinn, lær i að „lyfta glasi“ og fylgdi auðvit- að trúlega, kenningum andbanninga og studdi þá dyggilega. Sonur hans gekk uni götur þorpanna og „sló“ menn um 25 aura, og lifði „róna“ lífi. Nú nenni ég ekki að telja lengur, en legg drengskap minn við, að öll þessi tilfelli, sem ég hef nefnt, eru sorglegur raunveruleiki, sem ég veit glögg skil á, og væri vandalítið að bæta. við þann lista. P. S. Erfiðari þáiturinn Einhver hefur sagt: Það tók Móse 40 ár að leiða Israel út af Egiptalandi, en það var langt um erfiðara og tók lengri tíma, að uppræta Egiptaland úr hugum og sálum ísraelsmanna. Það er auðveldara aö semja. lög handa mönnurn, en gera þá löghlýðna, auðveldara að taka hættuna frá þeim, en gera þá hæfa til að umgangast hætt- una, auðveldara að draga menn í alls konar dilka stjórnmála og trúmála, en að gera þá að víðsýnum, sjálfstæðum ■og þroskuðum þjóðfélagsborgurum. Ste in blind ásælni Undarlegir eru vegir mannanna. Lít- ur helzt út fyrir, að þeir séu í illum álögum. En sjálfsagt er þar að verki aðeins vanþroski þeirra og hörmuleg blindni. Lítið á allan hamaganginn, alla ásælnina og ránsháttinn. Menn og þjóð- ir ræna hverjir aðra, gir.nast hver frá öðrum, heyja styrjaldir um feng, reyna að hrifsa hver frá öðrum, rífa til sín, ná í sem mest. Menn hafa rányrkju í frammi við jörðina, einnig við djúp hafsins, og alls staðar og á öllum svið- um mannlífsins er einhver tryllings- háttur, allt einhver eftirsókn, blind ásælni og græðgi. Þó fýkur allt út í veður og vind. Er engu líkara, en fjandinn sæki það, sem menn rífa til sín. Styrjaldir sópa a.uðæfum þjóðanna burt og heilsuleysi, sem menn oft baka sér me. áhyggjum, ofþreytu og ann- ríki, eyðir öllu því í heilsubætur, sem menn hafa ski’apað saman. Menn heimta marga frídaga, en eiga enga raunverulega helgidaga, enga daga, sem helgaðir eru heill sálar og líkama, enga sanna hvíldardaga, alla; daga þarf að nota til einhvers: skemmt- ana, vinnu, flutninga, kosninga, smöl- unar, kaupstaoaferða, fundarhalda og alls konar annríkis. Menn mega ekki vera að því að hvíla sig og njóta lífs- ins allir í ka.pphlaupi, allar lífsstundir þeirra, við það að bjargast. Allur heim- urinn sprengmóður við það að bjarga lífi sínu og týnir því þar fyrir. — Á þessa staðreynd benti meistarinn. Hví- lík blindni. Hvílík óskapleg fásinna. Vegna ásælninar og ágengninnar kemst allt í heiminum í uppnám. Kröf- og þjóðir girnast og rífa til sín. Ilags- munastefnur rekast á, og heil stórveldi i’ekast á. Eins og tröllin kasta þau fjöregginu milli sín, og í blindingsleik kasta menn eldi sín á milli og svo kviknar í húsinu — kviknar í heimin- um, auðæfum er „blásið burt“, eyðing- in herjar lönd og lýði. Þannig týna menn lífi sínu, sem ákafast reyna að bjarga því. Spaklega talaöi meistarinn, er hann sagði: „Leitið fyrst guðs ríkis og rétt- lætis lians, og þá mun þetta allt veitast yður að auki“. — P. S. Sigurvegarar „Gy ingaþjóðin hefur aldrei unnið heinaðarlega stórsigra, en þeir hafa lagt meira til andlegrar menningar mannkynsins, en liinir sigursælu Róm- verjar. Persar sigruðu Grikki á fimmtu, öld fyrir Krist og brenndu Aþennuborg, en hugsjónaauðlegð og speki hinnar grísku hámenningar er óviðjafnanleg í sögu mannkynsins allt til daga, Krists“. — Leslie D. Weatherhead. Saga hinna kúguðu þjóða: Norð- manna, Dana, Pólverja, Hollendinga, Belgíumanna og annara slíkra, mun ljóma skærar á komandi öldum, en hernaðarsaga kúgara þeirra. Hinar sameinuðu þjóðir mega líka vara. sig, er þær standa sem sigurvegarar yfir andstæðingum sínum. Það er auðvelt að hrapa af háum tindum, auðgert að misnota vald og mátt, og meiri vandi að semja frið, en sigra óvin. „Sá, sem vill vera mestur, skal vera allra þjónn“, kenndi meistarinn. Sæl væri íslenzka þjóðin, ef hún ætti slíka ur manna fara stöðugt vaxandi. Menn stjórnmálamenn.

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.