Eining - 01.11.1944, Síða 11

Eining - 01.11.1944, Síða 11
E I N I N G 11 Hversvegna ofstæki? I síðustu bók sinni kemst Bernard. Shaw svo að orði: „Það er alltaf nauð- synlegt að flytja hvert mál með öfga- fullum staðhæfingum eða ofstæki, til þess að menn rumskist, og ógna þeim, til þess að sinna því“. Þetta segir nú hinn háaldraði og heimskunni rithöfundur og hugsuður. Og hvað sem um Bernard Shaw verður sagt, þá er þar á ferðinni skarpur andi, sem þorir að segja mönnum sannleik- ann. Reynsla hans er sú, að hnippa verði óþyrmilega í hinn kærulausa heim til þess að vekja hann til skyn- samlegrar umhugsunar. Okkur bindindismönnum er oft borið á brýn ofstæki. Við hverju öðru mætti búast, þegar litið er á kæruleysi og samvizkuleysi alls þorra manna gagn- vart áfengisbölinu. En hvað er ofstæki ? Um fallegan. hlut er nóg að segja: hann er fallegur. En n.ú segja menn oft um þetta eða liitt: það er dásamlega fallegt. Er það •ekki ofstæki? Nóg væri hverjum manni að segja við kærustu sína: Þú ert góð stúlka. En nú segja. menn: elsku hjart- ans yndið mitt. Er slíkt ekki ofstæki? Vissulega. En slíkt ofstæki er afsakan- legt hinum logheita og ástfangna manni. Ég held ekki, að draumljúfar vöggu- vísur eigi alltaf við í heimi kæruleys- ingja, letinga, drabbara og stórsynd- ara. Það er vissulega harkalegt að arga í eyru manns: Nonni, Nonni vaknaðu, heyrir þú það, skipið er að farast, eða sólin er komin í hádegisstað, þótt ekki sé nema dagmál, svo ekki sé talað um, að hrista svefnpurkuna. Allt er þetta ofstæki, en sannarlega afsakanlegt. Mönnum þótti indælt að hlusta á sæluboðun meistarans. En sennilega hefði hann ekki hlotið krossdauða og orðið aðdáunarefni kristinna manna á öllum öldum, leiðtogi og frelsari mann- kynsins, ef hann hefði aldrei flutt ræð- una í 23. kapitula Mattheusar guð- spjals. Það var guðlegt ofstæki. Sjö sinnum þrumar hann: „Vei yður fræði- menn og farisear, þér hræsnarar . . . . Þér heimskir og blindir . . . blindir leið- togar .... fullir ráns og óhófs .... Þér höggormar, þér nöðru-afkvæmi, hvernig ættuð þér að geta umflúið dóm helvítis?" Þannig plægði hann akurinn. — Of- stæki. — Ilveitikornið varð að deyja, en það varð að falla í plægða jörð, og þannig bar það mikinn ávöxt. P. S. Gleymið ekki að greiða fyrir blaðið Nú er þessi árgangur bráðum allur Islenzka frímerkjabókin 3. útgáfa, fæst lijá flestum bóksölum. Kostar 15 krónur Gísli Sigurbjörnsson, frímerkjaverzlun. — Reykjavík. íslenzk frímerki. — Fjölbreytt úrval. Annast öll venjuleg bankaviðskipti innanlands og utan, svo sem innheimtur, kaup og sölu Fást ávalt í bóka- og ritfangaverzlun erlends gjaldeyris o. s. frv. Marinós Jónssonar Vesturgötu 2. — Reykjavík. Útvegsbanki tslands h. f. Efnalaugin Glœsir Kemisk fatahreinsun og litun. Ásamt útibúum á: Akureyri, Isafirði, Seyðisfirði, Siglufirði og Vestmannaeyjum. Hafnarstræti 5, Reykjavík. — Sími 3599. — Sendum um allt land gegn póstkröfu.

x

Eining

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.