Eining - 01.11.1944, Page 7

Eining - 01.11.1944, Page 7
E I N I N G 7 Seiðurinn mikli Hver er vitur og skynsamur yðar á meðal? Ilann sýni af góðri hegð- un verk sín í hógværð spekinnar. En ef þér hafið beiskan ofsa og eigin- girni í hjarta yðar, þá stæriö ýður ekki og ljúgið ekki gegn sannleikanum. Sú speki kemur <kki a'i oían lieidur er hún jarönesk. náttúrleg, djöfulleg. Því hvar sem ofsi og eigingirni er, þar er óstjórn og hvers kyns ill hátt- semi. En sú speki, sem að ofan er, hún er í fyrsta lagi hrein, því næst frið- söm, ljúfleg, sannsýn, full miskunnar og góðra ávaxta, óhlutdræg, hræsn- islaus; en ávexti réttlætisins verður sáð í friði þeim til handa, sem frið semja. Af hverju koma stríð og af hverju bardagar meðal yðar? Af hverju öðru en girndum yðar, sem heyja stríð í limum yðar? Þér girnist og fáið' ekki, þér drepið og öfundið, og getið þó ekki öðlazt; þér berjist og stríð- ið; þér fáið ekki, af því að þér biðjiö ekki. Þér biðjið, og öðlist ekki, af því að þér biöjiö illa, til þess að geta sóað því í munaði y ' ar. Þér ótrúu, vitið þér ekki, að vinátta við heiminn er fjandskapur gegn Guði? . . . Nálægið yður Guði, og þá mun hann nálgast yður .... Auðmýkið yður fyrir drottni, og hann mun upphefja yður, Jakobs bréf, 3,13—18; 4,1—10, Hvað kosta styrjaldir? Álitið er að yfirstandandi styrjöld hafi kostað Evrópu og Ameríku 500 billjónir dollara um síðustu áramót, og hefur sá reikningur stígið all verulega síðan. Þá hafði og Kyrrahafsstyrjöldin kostað hátt upp í 200 billjónir dollara. Hve mikið er ein billjón? Þótt Nebú- kaðnesar konungur í Babýlon hefði lif- að fram á þennan dag, og verið billjón- eigandi, og hefði eytt 1000 dollurum á dag í þessi 2500 ár, þá ætti hann þó enn afgangs margar milljónir. Ameríkumenn eyddu 64 billjónum dollara til hernaðar á tímabilinu frá dögum Georgs Washington til 1940, þar með talin fyrri heimsstyrjöldin. En á einu ári hefur þessi heimsstyrjöld kostað Bandaríkin 106 billjónir. I janúar 1942 sagði Roosevelt forseti, að þeir þyrftu að framleiða í snatri 50,000 orustuflugvélar, 45,000 skrið- dreka, 20,000 loftvarnabyssur og 8,000,- 000 smálestir til útflutnings. Eftir 12 mánuði höfðu þeir framleitt 85% af þessu. Hér er þó minnst talið af því, sem þessi styrjöld kostar. Fyrir nokkru höfðu Þjóðverjar sjö milljóna manna her, Rússar tíu, og Bandaríkin ætla að koma sér upp hálfri áttundu milljón landhers, en auk þess þremur milljón- um sjóher og til landvarna. Tugir þús- unda vísindamanna og annara kunnáttu- manna vinna í þjónustu hernaðarins, og tugir miljóna verkamanna og sérfræð- inga, karla og kvenna, vinna að hernað- arframleiðslu. Svo er skipastóli þjóð- anna sökkt í sjávarins djúp og ógrynni af alls konar vörum, stórborgir eru lagðar í rúst, löndin herjuð og eydd, milljónir kvaldar, svívirtar og drepnar: konur, börn, gamalmenni, sjúldingar og kjarni þjóðanna í sjálfum hernaðinum. Heimurinn móðgast, sé efast um að lærðir menn hans og leiðtogar séu full- vita. Spámaðurinn -Haggaí staðhæfði, að auðæfum þjóðanna mundi blásið í burt, þótt þær söfnuðu miklu og flyttu mikið heim. Hvers vegna? Vegna húss drott- ins, svarar spámaðurinn, sem liggur í auðn, meðan hver og einn „flýtir sér með sitt eigið hús“. Hvað er ,,hús drottins“? Það er guðs- ríkið í sálum mannanna. Það er hin andlega menning þjóðanna. Það er hið kristilega bræðralag. Þetta guðshús, þetta musteri réttlætis, friðar og kær- leika, hafa þjóðirnar svikist um að reisa og efla, en allar „flýtt sér“ með sín eigin hús — flýtt sér að hugsa um sinn eigin hag, flýtt sér að rífa til sín. Hver hefur svo niðurstaðan orðið? Ófriðarbál, sem eyðir og tærir og sópar auðæfum þjóðanna burt. Þær byggðu á sandi, og sandurinn sveik, þegar stormurinn skall á. Munu þær læra af þessu að byggja næst á bjargi? Munu þær nú framvegis leita fyrst guðsríkis og réttlætis hans, svo að allt hitt veitist þeim að auki? Við getum undrast og spurt, en fram- tíðin ein getur svarað. Leiðrétting • Það leiðinlega óhapp vildi til með síð- asta blað, að blaðsiðurnar böfðu brenglast í prentuninni, þanig að 3. blaðsíða kom þar sem 2. átti að vera og 7. í stað 6. Kom þetta ruglingi á tvær greinar aðal- lega, en ekki þótli útgefendum blaðsins fært að láta prenta það upp aftur, þótt prentsmiðjan befði gert það orðalaust. Menn eru beðnir afsökunar á þessu. Svo heitir lítil bók, sem ritstjóri E i rti n g a r heíur tekið saman um bindindi og áfengisviðskipti. Bók þessa æítu lesendur E i n in g a r að kaupa og einnig að útbreiða, vegna málefnis- ins. Hún er sérlega ódýr, kostar 5 krón- ur, en er þó 72 blaðsíður, í frernur stóru broti, prentuð á góðan pappír og' með mörgum myndum. Stórstúka Is- Iands og binindismálanefnd I. S. í. gefa bókina út. 50 höfundar eiga siftákafla í bókinni, mismur.andi langa. Meðal hinna þekktustu manna, sem kafia eiga í bókinni eru þessir. . Jóhann Sæmundsson læknir, Alfreð Gíslason læknir, Vilmundur Jónsson landlæknir, Jcnaían Eallvarðsson saka- dómari, Sveinn Sæmundsson yfirlög- regluþjónn, Sigurður Thorlacius skóla- stjóri, Geir Gígja náttúrufræðingur, Jón Sigtryggsson faRgavörður. Og er- lendir: Dr. WiSfred Grenfell, dr. How- ard A. Kelly, Billy Sunday, Bernard Shaw, Goethe og fl. slíkir. Efnið er fjölbreytt og fræðandi. Bók af þessari stærð mundi kosta, samkvæmt almennu bókaverði, minnst 15 kr. Agúrkan í flöskunni Maður að nafni C. W. Pollock segir þessa. sögu: „Þegar ég var tíu ára, sýndi faðir minn mér stóra Agúrku í flösku. Stút- ur flöskunnar var allt of mjór til þess að Agúrkan kæmist um hann. Ég spurði því, hvernig Agúrkan hefði komizt niður í flöskuna. Faðir minn tók þá flösku, fór með mig út í garðinn og smeygði flöslcunni yfir mjög granna og unga Agúrku, sem var að vaxa. Þá skildi ég, hvernig í öllu lá, að Agúrkan hafði vaxið í flöskunni. Faðir minn. vék sér þá að mér og sagði: „Oft sé ég menn, er temja sér lífsvenjur, sem mér finnst vera ósarn- boðnar hverjum manni með heilbrigða skynsemi. En þá kemur mér í hug, að sénnilega hafi þeir vanizt á þetta ung- ir og geti því ekki sloppið úr slíkum fjötrum vanans, fremur en Agúrkan úr flöskunni. Varaðu þig, drengur minn, á öllum slíkum venjum". „Þessi kenning varð mér ógleyman- leg“, segir.sögumaður. Mikill fjöldi manna lætur viljaþrek sitt og sálarlíf vaxa, þegar á æskudög- um, í örmjóum sívalningi sígarettunn- ar eða innan við flöskustútinn, og get- ur síöan aldrei brotizt út úr þessu þrönga og þrælslega fangelsi. Tóbaksneyslan: er óholl, hún er kostnaðarsöm, hún er óþrifaleg, hún er ónauðsynleg.

x

Eining

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.