Eining - 01.11.1944, Qupperneq 8

Eining - 01.11.1944, Qupperneq 8
b E 1 N I N G Skemmtilegur náungi Við strendur Alaska lifir láðs og" lagar- spendýr, sem Eskimóar kalla Amikuk. Þetta er sjó-Oturinn, eitt hið furðulegasta dýr þessarar jarðar. Iiann, er 4—5 fet á lengd, 45—70 pund á þyngd, hefur fallega greitt skegg, og andlit hans er sérlega viðkunnanlegt og1 minnir mjög á mannsandlit. Fimm- fingraðir framhreifar hans minna og á mannshendi. Húðfeldur hans er kaf- loðinn og svo rúmgóður, að han.n leggst í fellingar. Þetta yndislega og þykka loðskinn, dökkbyúnt eða næstum al- svart, ofurlítið silfurstirnt, er eitt hið eftirsóttasta og verðmætasta á loð- skinnamarkaðinum. Amikuk er hinn mesti fjörkálfur. Ilann hoppar, hamast og fer á harða- spretti. Stundum vöðlar hann saman þarfaflyksum í hnoðra, kastar þeim í hinn næsta, sem aftur kastar til hins þriðja, og þannig getur leikurinn geng- ið um alla hjörðina. Jíann unir því vel að liggja upp í loft á yfirborði sjávar,; krossleggja framhreifana á brjóstum, sér og ýmist lygna augunum eða horfa upp í bláan himinninn. Stundum rís hann teinréttur upp úr sjónum, ber hreifann fyrir auga og skimar allt í kringum sig. Amikuk lifir að mestu á fæðuteg- undum, sem hann finnur á sjávarbotni. Ilann er mjög frækinn og þjálfaður kafari. Þegar honum heppnast ao finna, tvær skeljasamlokur, þá leggst hann á bakið á yfirborð sjávar og lemur svo saman skeljunum þar til þær brotna. Finni hann ekki nema eina samloku, þá tekur hann með sér stein af sjávar- botni og notar hann til að brjóta skel- ina. Þegar þessari litlu máltíð er lokið, krossleggur hann hreifana á brjósti sér, leggst í hálfgerðan dvala og nýtur lífs- ins. Iiann getur kafað til botns á 240 feta dýpi og verið í kafi allt að 6 mínútur í senn. Amikuk er mesta friðsemdarskepna. í þjóðfélagi hans ríkir eining og friður. Þegar hjörðin ieggs'c tii svefns á yfir- borði sjávar, þá krækja þeir sér saman í bendu til þess aö þeir fljóti ekki eitt- hvað í burtu hver frá öðrum. Þeir berj- ast aldrei út af kvenkyninu eins og sel- urinn, og þeir eru' ástríkir og siðsamir. Hver og einn hefur sína unnustu, að- eins eina, og hann er góður við hana. Hann vefur framhreifann utan um hana, þrýstir brjóstum hennar fast upp að brjósti sér. Svo nugga þau saman nefunum í sífellu og kyssast alúðlega. Einnig er hún mjög góð við unga sína. Ilún lætur þá liggja ofan á sér, þar sem hún liggur á bakinu og vaggar sér á sjávaröldunni. Þannig annast hún þá og nærir og leikur sér við þá. Hún kast- ar þeim upp í loftið, leikur við þá með þarahnoðrum, kelar við þá og kyssir í sífellu. Hún getur átt unga sína á hvaða tíma ársins sem er. Einnig í því svipar Amikuk til mannsins. Unginn er fullskapaður, er hann fæðist, vel sjá- andi og með 32 tennur. En í heilt ák verður móðurin að annast hann og" næra og kenna honum að synda, því að hann fæðist ekki syndur. Þegar þau; sofa, heldur hún framhreifanum þétt utan um hann. Skæðasti og næstum eini óvinur Amikuks er maðurinn. Það var líka komið svo fyrir nokkru, að þessi veiði- vargur hafði næstum útrýmt þessari meinlausu, greindu og skemmtilegu. skepnu. Að fráskildum Eskimóum, vissu menn lítið um Amikuk, þar til Vitus Bering braut skip sitt við Ber- ingeyju. Þá hafði skipshöfnin með sér þaðan 700 Oturskinn, og þar með hófst hinn mesti hamagangur í loðskinna- verzlun, sem þekkzt hefur í allri mann- kynssögunni. Menn gerðu út fjölda skipa, jafnvel alla leið frá Boston og Mexicó, til þess að veiða Amikuk. Þega- ar honum hafði verið næstnm útrýmt, bannaði stjórnin veiðina og sölu þess- ara skina, en 1911 voru þau í svo háu verði, áöur en salan var bönnuð, að eitt skinn gat kostað 1990 dollara — 8—10 þúsund krónur. Þessi Oturtegund er nú svo sjaldgæf, að hann sést sjaldan, jafnvel þar sem hann helzt er að finna. Rússar hafa nú komið sér upp til- raunastöð, og fást rússneskir sérfræð- ingar við að rækta Amikuk. Er enn ekki fengin reynsla fyrir því, hvernig hin lífsglaða og greinda skepna muni una. slíkri fangavist. Amikuk kann því vel að liggja uppi á steinum og flúðum á ströndinni, þvo sér í framan, greiða skegg og strjúka skrokk sinn. Ilann er svo hrekklaus og gæfur, að hann hafði ekki vit á að flýja mannvarginn, sem kom til þess að drepa hann. Oft kom hann á móti manninum, eins og til að heilsa honum. Þegar veiðimaðurinn sló hann með kylfu sinni, fleygði hann sér niður og" hélt fyrir augun með framhreifunum og beið rólegur dauða síns. Ilann virð- ist ekki hafa skilið hinn blóðuga hild- arleik, en haldið að hér væri aðeins um leik að ræða. Ilið friðsama þjóðfélag þessarar lffs- glöðu og hrekklausu skepnu hlaut eins og margt annað í þessu jarðríki ráns, veiðimennsku og blóðsúthellinga, að veröa peningagræðgi og hégómleik að bráð. Endursagt úr Reader’s Digest. — P. S. Til lesendanna Þið sem kaupiö og lesiö þetta blað, ættuð að gera ofurlítið meira fyrir það. Fyrst og fremst hugleiða, hvort blaðið muni gera gagn, eða vera óþarft. Ef ykkur finnst það gagnslítið, þá er það auðvitað sérlega vinsamlegt af ykkur að kaupa blaðið og ekki að vænta, að þið sinnið því frekar. Ef aftur á móti þið teljið blaðið gott og gagnlegt, þá ættuð þið, hver og einn, að útvega því svo sem einn eða fleiri kaupendur hjá kunningjum ykkar, ef þess er kostur. Blaðið kostar það mikla vinnu, þegar á allt er litið, að æskilegt er, að hún komi að sem fyllstum notum. ,Sú vinna borg- ar sig þeim mun betur, sem fleiri lesa blaðið, auk þess sem það bætir afkomu þess fjárhagslega. Vitanlega er sam- keppnin orðin mikil. Blöð og bækuf flæða yfir landið. Þess vegna er heldur ekki ætlast til að aðrir sinni Einingu en þeir, sem telja blaðið þess virði. Margir hafa sent því hlýjar kveðjur. Þjóðkunnur maður hringdi nýlega til blaðsins og bauð aðstoð fjárhagslega, ef þyrfti, og bað okkur, blessaða, að halda áfram. Nokkrir hafa sent því gjafir og flest allir kaupendur staðið vel í skilum. Ritstjóri blaðsins mundi telja það æskilegt, að kaupendur yrðu það marg- ir, að hægt væri að hafa blaðið 12 bls. í hvert skipti. Með því móti mætti gera það fjölbreyttara og föngulegra, birta t. d. stundum heil erindi eða endur- sagðar merkisgreinar úr erlenduni tímaritum, en hafa auk þess nægilegt rúm fyrir ýmislegt smávegis og stuttar greinar. Blaðið er svo heppið, að þurfa ekki enn að greiða einn eyri í ritlaun, til ritstjórnar eða afgreiðslu. Allt sem því hlotnast, getur því gengið til þess eins að efla það og auka, — Leggið því lið, góðir lesendur, eftir ástæðum og hug ykkar til blaðsins. Drul<nar konur Greifafrú Snowden hefur nýlega skýrt frá því opinberlega, að á 12 mínútna göngu frá járnbrautarstöð einni hafi hún mætt 33 ölv- uðum stúlkum. Allar voru þær ungar. Þetta er kvenfrelsisöld, og sannarlega sést það á fleiru en því, sem gott er og fagurt, að kvenþjóðin hefur hlotið aukið frjálsræði. — Ekkert hafa menn notað sér fremur til tor- tímingar en frelsið. Það er frelsi út af fyrir sig, að geta tálm- unarlaust reykt, drukkið og slarkað, og stund- að vændiskvennaiðnað í hverri gjótu um allt Þingvallahraun með erlendum hermönnum. En öðruvísi mannkynssögu munu slíkar konur skrá en sumar formæður þeirra, er undu tak- markaðra frjálsræði, en ólu upp hetjur þjóð- anna og gátu sér ódauðleg nöfn.

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.