Eining - 01.11.1944, Blaðsíða 5

Eining - 01.11.1944, Blaðsíða 5
E I N I N G 5 Brjef frá hátemplar Vinn fyrir mannkynið Fyrir hálfu ári sendi ég umgangsorð fyrir annan og þriðja ársfjórðung þessa. árs. Ilefur það sennilega komið óþarflega snemma, cn það vísaði til þess sérstaka. starfs, sem nú er fram- undan og aldrei byrjum við of snemma að undirbúa friðarstarfið. Það er nú einmitt mikilvægasta starfið sem I.O. G.T. getur unnið fyrir mannkynið. Regla vor hefur verið svo lánsöm að geta. haldið velli í næstum því öllum, löndum. En þar sem undirstúkurnar eru aðal vígi bindindishreyfingarinnar, verðum við að leggja allt kapp á við- reisnarstarfið — að fylla í eyðurnar, sem þessi hræðilega, styrjöld hefur valdið. Reglan þarf að ná sem allra fyrst þeim styrkleik, er hún hafði fyrir ;styrjöldina, eða helzt enn meiri. Og" ætti hún þá að geta unnið mikið og gott verk fyrir allt mannkyn, og einnig1 fyrir hverja einstaka þjóð, sem þessi ægilega styrjöld hefur þjakað. Hátemplar og ritari hástúkunnar vonuðu að geta hafið á ný útgáfu blaðsins „International Goodtemplar" í þessum mánuði (júlí). Af því gat þó ekki oi'öið, en vonandi hefst útgáfa þess á næsta ársfjórðungi. Umburðarbréf þetta hef ég sent ekki aðeins öllum riturum stórstúkn- ..anna heldur og umboðsmönnum mínum •og gæzlumönnum unglingastarfs í öll- um stórstúkunum. Þetta hef ég sent loftleiðis og væri ég þakklátur, ef þið senduð mér nokkrar línur á sama hátt um hag Reglunnar í umdæmi ykkar. (Þessu hefur verið fullnægt, hvað Is- land áhrærir. J. Á.). Nokkrir S.R. og S.G.U. hafa enn ekki asent mér slcýrslu um félagatal 1. febr. 1942, 1943 og 1944. Að sjálfsögðu er mér það ljóst, að bræður okkar í stríðs- löndunum hafa búið við mikla örðug- leika og aukið annríki, og því gefizt lítill tími til að skrifa mér löng bréf. En aðalembættismenn stórstúknanna verða að reyna, samt sem áður, að ;senda mér nokkrar línur að minnsta Uosti. Þeirra góða starf til viðhalds Reglunni á hverjum stað, er vissidega þakkað og mikilsmetið, en fram- kvæmdanefnd hástúkunnar verður að fá vitneskju um hag Reglunnar á hverj- um stað, eins fljótt og auðið er. Um- boðsmenn mínir ættu því einnig að senda mér skýrslu um félagafjölda til öry>gis, ef bréf ritara stórstúknanna :skyldu ekki koma fram. Beztu óskir mínar til allra stúkna <og félaga í I. 0. G. T. Yðar bróðurlegast. Frá ritara hástúkunnar Drykkuskapur hefur aukizt'um allan, heim. Stjórnir og löggjafarþing sumra landa hafa reynt að stöðva þennan; faraldur. En svo virðist, sem flestar; ákvarðanir og málaleitanir til almenn- ingsálitsins hafi reynzt árangurslausar. Ekkert ríki hefur reynt að koma á al- geru banni, og beitt til þess valdi sínu. Löggjafar þjóðanna virðast ekki jafn- ákveðnir nú í þessum sökum, og í síð- ustu heimsstyrjöld. Okkar bíður því mjög mikilvægt viðfangsefni strax og- um hægist, að gera alþýðu manna og leiðtogum þjóðanna ljóst, að betri heim er raunverulega ekki hægt að skapa, nema áfengjum drykkjum sé útrýmt af vegum manna. Annað mikilvægt verkefni, sem bíður Reglunnar, er það að efla þann skilning og samúð, er sigrast á öllum sundrung- aröflum og því, er aðskilnaði veldur. Og verður þetta enn erfiðara nú, en í síðustu heimsstyrjöld. Nú er enginn hlutlaus, en hver einasti maður fullráð- inn af innstu sannfæringu, annarsi hvors vegar. En hvort sem þetta verð- ur örðugt starf eða ekki, þá verður það að framkvæmast, ef menningunni á að vera borgið, og í allri baráttu fyrir al- þjóðabræðralagi ber Góðtemplurum að vera í fremstu sóknarlínu. I ýmsum löndum hefur starfsemin. verið þurrkuð út og verður því að end- urreisast. Á öðrum stöðum hefur Regl- an megnað að halda aðeins velli. Einnig þar er aðstoðar þörf. í mjög fáum lönd- um, eins og t. d. Norvegi, hefur félög- um fjölgað og guðmóður fyrri tíma, gert vart við sig á ný. Þar hefur enn einu sinni sannast, að allar tálmanir má yfirstíga. Ég er viss um, að starf okkar yroi auðsóttara og árangursrík- ara, ef við reyndum að gleyma því, hve tímarnir eru erfiðir. Bróðurlegast, Djursholm, Sverrige, 6. júlí 1944. L a r s e n-L e d e t. Oscar Olson hátemplar þakkar í bréfi til mín, þær upplýsingar, sem ég hef sent honum og biður mig að bera kær- lega kveðjur sínar til allra vina og' kunningja á íslandi. Og geri ég það hér með. Jón Árnason, umboðsm. hát. Prentaraverkfallið Sökum prentaraverkfallsins gat októ berblað Einingarinnar ekki komið út, en reynt verður að bæta það upp með þessu tölublaði, sem er 12 blaðsíður, og svo jólablaðinu. Munu kaupendur blaðs- ins sjá, ef þeir athuga yfirstandandi árgang blaðsins, að þeir hafa fengið langt um meiri blaðsíðufjölda, en lofað var. En við þessari truflun varð ekki gert. Endurminningar frá áfengisskömfuninní Kunningi minn skrifar mér á þessa leið: „Þann 25. júlí 1942 er ég á gangi úti og mæti kunningja mínum. Hann spyr: „ILve gamall ert þú ?“ Sextíu ára í dag, svara ég. „Ég óska þér hjartanlega til ham- ingju“, segir hann og réttir mér 50 kr. í þessum svifum kemur II. Kunningi minn og segir við hann: „Þetta er nú afmælisbarnið, ætlarðu ekki að óska honum til hamingju ?“ „Jú, auðvitað“, svarar H. „Ég vona, að þú hafir þá vit á að taka út á sextíu ára afmælið þitt“, segir II. „Ég er viss; um að þú getur fengið vel út á það“. Ekki hefur það nú staðið til, svara ég. Ég hvorki drekk áfengi eða sel það né veiti öðrum. II. hefur þá við nokkrar fortölur og segir: „Seldu mér leyfið þitt. Ilér eru 600 krónur, og þú ert ekki peningaþurfi, eins og ætla mætti, ef þú getur neitað þessum 600 krónum, og jafnvel meiru fyrir það eitt að skrifa nafnið þitt. Slíkt mundi ég kalla bjánaskap". Það er sama hve mikið þú býður, svara ég. Leyfið færð þú ekki. Mér er bölvanlega við áfengið, og þótt ég sé fátækur, ætla ég mér ekki að hagnast á slíku. — Ég geng burt. „Þú ert fanatískur asni“, kallar hann til mín. Þegar þetta var, hafði ég legið fjóra mánuði á sjúkrahúsi og H. gat vel hugsað sér, að ég hefði peninga- þörf. Seinna hitti ég hann og þá minnt- ist hann á þetta við mig og sagðist skyldi hafa náð út á leyfið mitt 2400 kr. virði. Þannig er þessi saga, og mátt þú fara með hana eftir vild“. Það var ekki óalgengt á tímuro áfengisskömmtunarinnar, að menn, fengju slík tilboð, og oft gerðust enn ljótari sögur en þessi. Það er gersam- lega, sama, hvaða leiðir farið er í áfeng- ismálum, þær gefast allar illa nema ein: Ekkert áfengi. Pétur Sigurðsson. Haukadalsskóli Framh. af 1. bls. andastarf með þessari skólastofnun og skólahaldi, og jafn víst er það, að land og þjóð standa í þakklætisskuld við hann fyrir merkilegt og óeigingjarnt starf í þágu fósturjarðarinnar og alveg sérstaklega fyrir að hafa endurreist menningarsetrið í Ilaukadal í anda þeirra Ilalls og Teits og annarra göfug- ra Ilaukdæla. O s c a r O 1 s o n , I. C. T. Jón Gunnlaugsson

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.