Íslenzk tunga - 01.01.1965, Side 113

Íslenzk tunga - 01.01.1965, Side 113
RITFREGNIR 111 (bls. 27 og 31), og á einhljóðsframbur'ðinn vestfirzka á undan ng og n/f. En það, sem höf. segir um hann, er ekki gallalaust; hann segir (bls. 17): „Nicht- diphthongische Aussprache ist bei c und ö nicht ungewöhnlich. Die Aussprache von a in diesen Stellungen als [a] oder [ai] ist dialektisch (Westfjorde)" (ská- letrað hér). llér er sagt eða gefið í skyn tvennt, sem er rangt: að einhljóðs- framburðurinn á e og ö sé algengari en á a og að hann sé ekki staðbundinn eins og á a. Ekki er minnzt einu orði á flámæli, og er það miður í bók, er virðist ekki aðeins ætlað að vera kennslubók, heldur og handbók fyrir fræðimenn. Á ókringda /to-framburðinn er heldur ekki minnzt (bls. 32) né á einhljóðsfram- burðinn á undan gi, gj (bls. 16—17). Illjóðritun er mikið notuð í þessum kafla. Er hljóðritunarkerfið óvanalegt, ltvorki það, sem venja er að nota í íslenzkri hljóðfræði, né hið alþjóðlega hljóð- ritunarstafróf (sent liið íslenzka er gert eftir, með smávægilegum breytingum). Kerfi höf. er yfirleitt skýrt og í sumurn tilvikum einfaldara en íslenzka kerfið. T. d. notar höf. ekki hring yfir eða undir [b, d, g] til að tákna röddunarleysi (eins og jafnan er gert í íslenzkri hljóðritun), enda er hringurinn allsendis óþarfur; miklu einfaldara er að taka það fram í eitt skipti fyrir öll, eins og höf. gerir (bls. 18—19), að [b, d, g] séu að jafnaði órödduð. I sumum tilvik- um er hljóðritunin greinilega miðuð við þýzka lesendur, eins og t. d. þegar notað er [u] með lykkju niður úr (til að tákna aukna opnun) fyrir u [y].2 Ekki skal í sjálfu sér lasta það, að höf. noti óvenjulegt hljóðritunarkerfi. En ekki verður komizt hjá að benda á, að alvarlegar veilur koma fram við notkun þessa kerfis. Kemur þetta frarn t. d. við táknun á lengd sérhljóða. Höf. segir (bls. 12): „In der phonetischen Umschrift wird in Silben mit Hauptakzent hinter lange Konsonanten und Vokale ein Doppelpunkt, in anderen Silben hinter lange Vokale ein Punkt gesetzt" (skáletrað hér). Hljóðritað er svo t. d. [fa:ra.] fara, [am:a.] amma, [kasda.] kasta. Það er harla óvænt kenning, að lokasérhljóðin í þessum orðum séu löng, og ekki er síður nýlunda að setja í hljóðritun lengdarmerki í lok allra tvíkvæðra orða, er enda á sérhljóði (auk annarra tilvika, er vikið verður að hér á eftir). Verður ekki annað séð en að jafnvel þó að sérhljóðin væru löng, mætti sleppa punktinum að ósekju, alveg eins og sleppt er hringnum á [b, d, g], sem að var vikið, eða fráblásturs-[h]- inu við [p, t, k] (sbr. [kasda.]). Á sama hátt notar höf. punkt á eftir sérhljóði næst á undan r í enda tví- eða fleirkvæðs orðs, t. d. [tvi:sva.r] tvisvar (bls. 13), [kusdY.rJ kústur (bls. 16), og er það jafnástæðulaust og á eftir bakstæðu sérhljóði. Alvarlegri er þó meðferð- in á sérhlj. + nefhlj. í enda tvíkvæðra orða. Framan af er lengd að jafnaði 2 Hér er notað [y] fyrir þetta hljóð og sömuleiðis [i] fyrir Li] með lykkju, er höf. notar til að tákna i.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Íslenzk tunga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenzk tunga
https://timarit.is/publication/852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.