Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2004, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2004, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2004 Fréttir DV ALLTÁ SAMA STAB, y ALLTAF, ALLSSTABAR ... Á VISIR.IS visir ...UMALLT! Nýjar leikjatölvur á næsta leiti Sony hefur tilkynnt að handhelda Playstation-tölvan á mynd- inni sé væntanleg á markað innan skamms. Engin dagsetning hefur þó verið ákveðin og er líklegt að Nintendo-menn verði á undan - með sína hand- heldu leikjatölvu sem kallast DS. Útgáfudagur Nin- tendo hefur verið ákveðinn 21. nóvember nk. og mun gripurinn kosta um tíu þúsund krónur í Banda- ríkjunum. Ókeypis leikur, PictoChat, fylgir Nintendo-tölvunum en hann gerir notendum kleift að teikna á skjáinn og skiptast á skilaboðum við aðra DS eigendur. SÍMASKJÁR í BÍLINN Nokia hefur sett á markað sniðugan simaskjá fyrir bíla. Skjánum er komið fyrir á mæla- borðinu og sýnir hann nákvæmlega það sem er á skjá farsim- ans. Fyrir neðan er komið fyrir þriggja takka kerfi sem bilstjórinn geturnot- að til að gefa skipanir i simann. Hljóðinu er svo varpað um hátalara bíls- ins og ættu ökumenn að geta ekið óáreittir með þennan búnað og kjaftað við alla vini sina i leiðinni. Bunaðurinn kostar rétt rúmar 20 þúsund krónur. Kóalabirnur á pilluna Kóalabirnur í Viktoríu- ríki í Ástralíu eiga að fara á pilluna samkvæmt nýj- ustu fréttum. Um tvö þúsund bimur munu fá igrædda getnaðar- vörn, sem svipar til pillunnar að innihaldi, á næstu tíu vikum. Getnaðarvörnin er talin geta gert birnurnar ófrjóar í sex ár. Umhverf- isráðherrann, John Thwaites, segir þetta hið besta mál enda sé gróður- lendi víða í stórhættu vegna kóalabjarnanna. Dýraverndunarsinnar eru hins vegar æfir vegna málsins og segja miklar Ukur á að kóalabirnir deyi út á austurströnd Ástralíu þar sem borgir og bæir hafa teygt sinn inn á svæði bjarnanna. Pétursfiskur viÖ ísland Pétursfiskur eða zeus faber veiddist nýlega í fyrsta skipti við íslands- strendur svo vitað sé. Fisk- inn veiddi Helga RE sem út af Sand- gerði og mældist hann 31sm langur. Pétursfiskur getur orðið ailt að 70 sm langur og um 8 kg að þyngd. Heimkynni fisksins eru í Miðjarðarhafi, austanverðu Atlantshafi frá sunnanverð- um Noregi, Bretlandseyjum og suður til Portúgals og áfram með vesturströnd Afríku. Hann finnst einnig í Indlandshafi, við Ástralíu og Nýja-Sjáland. Pétursfisk- ur veiddist í fyrsta sinn við Færeyjar árið 2001. Af hverju snýst peningur? Þrír bandarískir eðHsfræð- ingar, DavidJ. Gross, David Politzer og Frank Wilczeck, fengu Nóbelinn I eðlisfræði fyrr I vikunni. Þremenningarnir fá verðlaunin fyrir rannsóknir sin- ar á sterkum kröftum og þykja uppgötvanir þeirra afskaplega mikilvægar. Þeir .^sfajMBiaw. hafasýnt ÆflHVk framáað Stfll, kraftur- j. ,,, inn'er 4 ;«■• ríkjandiá milli " kvarkanna I róteind ogi nifteind.Á mannamáli kvað þessi uppgötvun geta skýrt af hverju hægt er láta pening snú- ast og hvernig alheimurinn varð til. Gross, Politzer og Wilczeck skipta á milli sín 100 milljóna króna verðlaunafé. Þeir hafa ekki hugmynd um hvað þeir ætla að gera við pen- ingana - einn þeirra stakk upp á kampavíni. DV hvetur fyrirtæki til að senda tölvubréf til að láta vita af góðum tilboðum, helst með myndum, á netfangið neytendur@dv.is. Neytendasíða DV birtist í blaðinu alla virka daga. Jarðfræðingar telja ekki ólíklegt að eld- stöðvakerfi Reykjanesskagans láti á sér kræla fyrr en seinna. Eldstöðvarkefin eru fjögur og sumar byggðir á þéttbýlasta svæði landsins eru í mikilli nálægð Eldgos rýfir brátt kyrrðtna á — Eldstöðvakerfin á Reykjanesskaga 1 Reykjanes-Grindavík- Vogar 2 Krýsuvík-Trölla- dyngja 3 Brennisteinsfjöll-Blá- fjöll 4 Hengill-Selvogur Á fyrstu öldum byggðar í land- inu urðu íjögur til fimm gos á Reykjanesskaganum. Reykjanesi er skipt í Qögur eldstöðvakerfi, Reykjanes-Grindavík-Vogar, Krýsu- vík-Trölladyngja, Brennisteinsfjöll- Bláljöll og Hengill-Selvogur. Gos- hrinur ganga yfir í kerfunum á 700 til 1000 ára fresti og samkvæmt þessu er langt liðið á kyrrðartíma- bilið. Um það bil 16 hraun hafa runnið á Reykjanesskaganum og talið er að Svínahraun geti verið kristnitökuhraunið frá því árið 1000, Kapellu- eða Nýjahraun rann á fyrri hluta 11. aldar og hraunið við Hlíðarvatn í Selvogi rann árið 1340. „Gosin sem verða á Reykjanesinu eru að meginhluta til sprungugos. Hraunkvika kemur upp og breiðist út á stóru svæði en það getur líka verið einhver aska í þessum gosum, sem sagt einhver sprengivirkni," segir Ragnar Stefánsson jarðskjálfta- fræðingur. „Ekkert bendir til þess núna að eldstöðvakerfi skagans séu að fara í gang. Það hefur verið mikil hreyfing á jarðskorpunni fyrir aust- an Reykjanesskagann, á Suður- landsundirlendinu eins og allir vita og reyndar líka í Henglinum sem fékk útrás í mörgum og nokkuð kröftugum jarðskjálftum árið 1998. Þá mynduðust margar nýjar sprung- ur á svæðunu, mikil spennuútlausn varð og jarðhitasvæðin breyttust nokkuð," segir Ragnar. Tíðir jarðskjáftar og jarð- skjálftahrinur Á síðustu misserum og árum hafa orðið tíðir jarðskjálftar og jarð- skjálftahrinur á Reykjanesskaganum og í sjó undan honum og segir Ragn- ar skjálftana og hrinurnar ekki óal- genga og nefnir meðal annars jarð- skjálftahrinu á Hengilssvæðinu árið 1952 til 1955 og marga jarðskjálfta utar á skaganum, frá Krýsuvfk og að Reykjanestá á árunum 1972 til 1973. Nokkuð stór skjálfti varð árið 1968 og er talið að upptök hans hafi verið í Brennisteinsfjöllum við Bláfjalla- svæðið. „Skjálftamir sem urðu í fram- haldi af Suðurlandsskjálftunum árið 2001 við Kleifarvatn eru engin vís- bending um að Reykjanesskaginn sé að færast úr skjálftafarinu yfir í eld- gosafarið. Við skiljum það ekki þannig en auðvitað er ekki hægt að útiloka að það ástand breytist á nokkmm ámm," segir Ragnar. „Allt spennuástand svæðsins breytist þá þannig að svæðið opnast og verður opnara fyrir eldkviku. Það er eitt af því sem við teljum að eigi eftir að gerast, einhvern tíma." Hraunin renna til sjávar á norðanverðum skaganum Mestar líkur eru á gosi á belti um miðbik skagans, frá austri til vest- urs eftir endilöngum skaganum, líklega mest tengt NA-SV-sprung- um. Einna síst er að gos verði nyrst á Reykjanesskaganum, en hraun frá gosum um miðbik skagans geta sums staðar runnið til norðurs, til sjávar, samanber litíar hraunspýjur sem runnu til norðurs í síðustu hrinu á árum upp úr 950 til 1300. Menn hafa hugsað um þetta í sam- bandi við ört vaxandi byggðina á norðanverðum skaganum og ýmis önnur mannvirki, en hættan vegna þeirra er minni á sumum stöðum en öðrum vegna þess hvernig landslagið er. Ragnar telur að á undan nýju gostímabili á Reykjanesskaganum myndu smám saman fara að koma fram einkenni um að svæðið væri að opna sig. „Það kæmu fram breyting- ar á spennuástandi á svæðinu og hvað það tímabil yrði langt er ekkert hægt að fullyrða um. En ég tel að það yrði nógu góður og langur aðdragandi tO að engin hætta steðj- aði að fólki. Það er annað með mannvirki sem gætu orðið fyrir þessu," segir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur. Breskir vísindamenn reikna út hlaupahraða kvenna og karla til ársins 2156 Konur munu hlaupa hraðar en karlar Konur munu hlaupa hraðar en karlar á ólympíuleikunum 2156 ef fram fer sem horfir. Þetta er að minnsta kosti skoðun breskra vís- indamanna sem hafa rannsakað þróun 100 metra hlaupsins allt ffá ólympíuleikunum árið 1900. Eins og allir vita hefur hraði hlaupara aukist jafnt og þétt síðustu öldina - en hraði kvennanna hefur aukist ívið meira. Yulia Nestenko, frá Hvíta-Rúss- landi, hljóp 100 metrana á leikun- um í Aþenu á dögunum á 10,93 sek- úndum, og hinn bandaríski Justin Gatíin hljóp sömu leið á 9,85 sek- úndum. Til samanburðar var bestí tími konu á ólympíuleikunum í Amsterdam árið 1928 12,2 sekúnd- ur og í karlaflokki 10,8 sekúndur. Munurinn var 1,4 sekúndur. Með sérstakri reikniformúlu áætía bresku vísindamennirnir að kona muni hlaup 100 metrana á 8,079 sekúndum árið 2156 og á sömu leikum verði bestí tími karls í 100 metra hlaupi 8,098 sem þýðir að karlinn kæmi seinna í mark ef kynin kepptu á sömu braut. Best Florence Griffith-Joyner hleypur hrað- ast allra kvenna i veröldinni. Heimsmet hennar i 100 m hlaupi er 10,49 sekúndur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.