Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2004, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2004, Side 18
78 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2004 Sport DV Tiger giftir sig með stæl Tiger Woods giftist sænsku skutlunni Elinu Nordegren á Barbados í gær. Það var að gert með miklum stæl enda er brúðkaupið talið hafa kostað 130 líg-tfjjL króna. Tiger á . svo sem vel L fijK fyrir veislunni I pHfiEfl því hann er I íþróttamaður ^ , Hann leigði I heilt hótel á gestinaog verður með þaðáleiguí níu daga. Heimildir . herma síðan M að hann hafi látið senda 500 rósir til eyjarinnar. Golfsnilhngurinn ætlar ekki að láta fara illa með sig fari svo að hann skilji við sænsku barnapíuna því hann lét hana skrifa undir kaupmála áður en þau sögðu „já“ við altarið. Vildi ná mér niður á Souness Dwight Yorke játaði f gær að það hefði orðið honum mikil hvatning, í leiknum með Birmingham gegn Newcastle, að hans gamli stjóri, Graeme Souness, væri að stýra Newcastle. „Það hafði ekki slæm áhrif að vita hver stýrði andstæðingnum," sagði Yorke sem lenti ítrekað upp á kant við Souness þegar þeir voru báðir hjá Blackburn. „Það var verulega ljúft að skora gegn honum,“ bætti Yorke við. Di Vaio sáttur á Spáni ítalski framherjinn Marco Di Vaio sér ekkert eftír því að hafa yfirgefið Juventus í sumar til þess að ganga tíl iiðs við Valencia. Skal svo sem engan imdra þar sem hann hefur blómstrað á Spáni. Frammistaða hans á Spáni hefur þegar skilað honum sætí í ítalska landsliðinu. „Ég get ekki sagt að ég sakni ítalska boltans. Hér líður mér fr ábærlega en ég fylgist samt vel með hvað er að gerast á ftalíu," sagöi Di Vaio. Wenger áfram hjá Skyttunum Arsene Wenger greindi frá þvf í gær að hann myndi skrifa undir nýjan samning við 45!^ Arsenal á s næstu dögum. v Samn- -A ingur Weng- p' ers við Arsenal rennur út í sumar en hann verður samningsbundinn til 2008 samkvæmt nýja samningnum. „Ég er til í að skuldbinda mig félaginu. Það á bara eftir að ganga frá smáatriðum og ég hlakka til að starfa hérna áfram næstu árin,“ sagði Wenger við fjölmiðla fgær. Enski landsliðsframherjinn Michael Owen á ekki sjö dagana sæla á Spáni. Hann hefur byrjað skelfilega illa með Real Madrid í vetur og fjölmiðlar á Spáni eru ekki að hjálpa honum mikið því þeir réðust grimmilega á hann eftir helgina. Owen fékk annað tækifæri sitt í byrjunarliði Real á sunnudag er þeir mættu Deportivo la Coruna og töpuðu, 1-0. Öll spænsku blöðin voru sammála um að Owen hefði verið langlélegasti leikmaður vallarins og spænska stórblaðið Marca gaf Owen einkunnina núll fyrir frammistöðuna gegn Deportivo. Gefið er frá núll og upp í tíu. „Liverpool-stjórinn, Rafael Benitez, hefur örugglega skálað i kampavíni daginn sem Owen skrifaði undir samning við Madrid. Við skulum bara sætta okkur við það. Owen er ekki ofurbolti." Owen var algjörlega heillum horfinn í leiknum og klúðraði nánast öllu sem hægt var að klúðra. Hann varð síðan fyrir smá- vægilegum meiðslum í upphafi síðari hálfleiks og fór af velli á 52. mínútu við mikinn fögnuð stuðningsmanna Real. Spænska blaðið Marca var síst að spara stóru orðin eftir leikinn sem þeir fjölluðu um í heilsíðu- grein. Þar var fyrirsögnin: „Owen, mjög lélegt". Þeir létu ekki þar við sitja og bættu við: „Við skulum bara sætta okkur við það. Owen er ekki ofurbolti" en það orð er notað yfir stórstjörnur félagsins. Þeir ýja síðan að því að Liverpool hafi fagnað þegar Owen var seldur til Madrid. „Liverpool-stjórinn, Rafael Benitez, hefur örugglega skálað í kampavíni daginn sem Owen skrifaði undir samning við y Madrid," segir Marca sem vlll sjá Owen x hverfa frá félaginu hið fyrsta. „Owen er ekki Henry, Owen er ekki Reyes. Owen er ekki Totti. Drogba. Owen er Owen er ekki Figo. Raul og ekki Adriano. Owen er ekki Hlaupið af velli Owen skiptirhér við Fernando Morientes á sunnudag. Hann hefur eflaust langað að hlaupa beina leið heim. Reuters Owen er ekki Zidane," segja strákarnir hjá Marca. Eins og áður sagði hefur Owen nú verið tvisvar í byrjunarliði Reai Madrid í vetur. Honum hefur ekki tekist að skora í þessum leikjum en ■Ntw honum var - skipt út í báðum \ X \- leikjunum. Þá er talið líklegt að hann muni missa sætí sitt í byrjunarliði enska landsliðsins. Þó flestir séu búnir að snúa bakinu við Owen þá á hann hauk í horni þar sem gamla stórstjarna félagsins, Emilio Butragueno, er. Hann er í stjóm félagsins í dag og viU endilega að menn gefi Owen meiri tíma til þess að aðlagast. Það vilja spænsku blöðin ekki gera og þeir spyrja af hverju Owen hafi verið keyptur þar sem þeir hafi fengið Fernando Morientes aftur til félagsins. „Það þurfa allir að standa saman hjá félaginu í dag," segir Butragueno sem var kallaður gammurinn á sínum tíma. „Michael er hluti af hópnum og við höfum mikla trú á honum. Ég hef rætt við strákimi og hann er ekki af baki dottínn." Það er alkunna að leikmenn þurfa tíma til þess að aðlagast nýjum liðum og löndum og þess vegna vill Butragueno að blöðin leyfi Owen aðeins að anda áður en þeir klára að taka hann af lífi. „Hann er nýkominn til landsins og þarf sinn tíma eins og aðrir. Zidane og Ronaldo þurftu sinn tíma líka. Þið megið ekki gleyma því. Ef Owen heldur ró sinni og æfir vel þá á hann eftir að spjara sig. Ég er alveg viss um það,“ segir Butragueno. Gammurinn var einnig spurður hvort Owen eða Morientes ættí að spila en hann vildi lítíð tjá sig um það. Sagði það vera höfuðverkur þjálfarans en ekki sinn. henry@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.