Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2004, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2004, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 6. OKTÓBER 2004 Menning DV Umsjón: Páll Baldvin Baldvinsson pbb@dv.is Tónskáld ráðið til Sinfóníunnar Atli Heimir á launum til 2006 Stjórn Sinfónluhljómsveitar Islands tilkynnti á fundi Vinafélags htjómsveitarinnar íIðnó á mánudagskvöldið að ráðið yrði i fyrsta sinn isienskt tónskáld til að starfa með hljómsveitinni. Heimild hefur verið I iögum fyrir þvf en rikisstjórnin þurfti að leggja þessu lið með sérstöku fjárframlagi i árog tilnæstu tveggja ára. Með þessu er verið að árétta mikHvægi þess að hlutur fstenskra tónverka skipi verðugan sess i verkefnum hljómsveitarinnar. Atli Heimir Sveinsson var ráðinn fyrstur til loka ársins 2006. A tli Heimir er löngu þjóð- þekktur fyrir tónsmiðar sinar. Verksvið hljómsveitartónskáldsins er i mótun en mun aðallega felast iþvíaö semja tónverk sem henta sinfónluhljómsveitinni. Þetta eru ánægjuleg tiðindi, en hjá leikhús- um landsins hefur samningsákvæði þessa eðlis verið virkt í áratugi. Vekur mesta furðu að þetta skuli loksins gert núna og kemur hljómsveitinni velþvlhún hefur á siöustu vikum verið gagnrýnd kurteislega fyrir lak- anhlut íslenskra tónskálda á verkefnaskrá vetrarins. Auður Gunnars- idóttir Næturljóð i hádeginu í Hafnarfirði Tónleikar í Hafnarborg lagt fyrir sig fjölda hlutverka, auk söngs á Ijóðum bæði fyrir landann og útlend- inga. Efnisskrá Auðar er samsett af sönglög- um eftir Leonard Bernstein, Andrew Lloyd Webber og de Celia. Hefst söngur- inn kl. 12 og varir í hálfa klukkustund. Kaffistofan í Hafnar- borg býður upp á góðan kost í hádeg- inu. Hafnfirðingar eiga það gott. Þeir geta skroppið í hádeginu og hlustað á tónlist - borga ekki krónu fyrir - í Hafnarborg. Það er Antonía Hevesi sem 11811» hefur skipulagt þessa tónleika sem verða einu sinni f mánuði og hefst röðin á morgun. Það er Auður Gunn- arsdóttir sópran sem ríður á vaðið og syng- ur fyrir Hafnfirðinga. Hún er langskólaður söngvari og hefur Anna Theódóra Rögnvaldsdóttir segir að við val á sjónvarpsþáttum í Edduna hafi svokallaðir „format“-þættir verið útilokaðir. Idol og Viltu vinna milljón? hafi ekki komið til álita. En hvað með stælingar á borð við Gísla Martein, Silf- Eddu-verðlaun verða veitt um miðjan nóvember og eru framleiðendur þessa dagana að týna til það sem þeim fínnst frambærilegt úr verkum síðasta árs. Á vefsíðu Lands & sona upplýsti Anna Theódóra Rögnvaldsdóttir að flóknir og dýrir þættir á borð við Viltu vinna milljón? og Idol hefðu ekki einu sinni komið til álita við störf hennar við tilnefningar. Hún gerir það að kröfu að stjórn Eddunnar útiloki þætti sem eru gerðir eftir „formati", aðfengnu formi frá útlöndum. í grein sinni segir Anna: „Þegar ég var í valnefnd fannst mér ekki koma til greina að tilnefna format- þætti til Edduverðlauna og félagar mínir voru sama sinnis. Okkur fannst ekki beint við hæfi, á ís- lenskri hátíð, að tilnefna þætti sem eru byggðir á aðkeyptum erlendum formötum - hversu vel og fag- mannlega sem þeir eru unnir. An þess að ég hafi hugmynd um það held ég að valnefndirnar á undan okkur hafi verið sömu skoðunar og að valnefndirnar sem á eftir okkur koma verði líka sömu skoðunar." Valnefndaverkahringur Og Anna heldur áfram: „En að mínu mati á það ekki að vera í verkahring valnefnda að taka slíkar stefnuákvarðanir, heldur stjórn- enda Eddunnar. Hátíðin á að hafa skoðanir sjálf, ekki fela fólki utan úr bæ að hafa skoðanir fyrir sig. Og hún á að gera þessa stefnu opin- bera - dyggir áhorfendur þáttanna eiga heimtingu á því^L'o ekki sé talað um stöðvarnar^Rn eru að senda formatþætti inn í Edduna í góðri trú (og borga náttúrlega þátt- tökugjöld eins og aðrir).“ Jón og séra Jón Almenningur og bransinn hefur til þessa trúað að í Eddunni gengju allir jafnir til leiks. Þar væri ekki far- ið í manngreinarálit hvort menn hefðu tiltekin próf, væru í ákveðn- um félögum, ekki væri tekið til álita hvort þeir væru straight eða gay, svartir eða hvítir, hvort hugmyndir baki verkunum væru stolnar, stæld- ar eða fengnar með leyfi. Anna er ákveðið þeirrar skoðun- ar að slíkar takmarkanir verði að taka upp „á íslenskri hátíð". Það er sem sagt á þjóðernisgrundvelli sem bransanum og almenningi skal skammtað það sem er nógu „ís- lenskt“ upp í vitin á okkur. Stælt og stolið Ekkert er nýtt undir sólinni, sagði Predikarinn. Fyrirmynd Silf- urs Egils hefur þáttarstjórnandinn viðurkennt að komi frá Frakk- landi. Um allt meginlandið er slíka þætti að ílnna á annarri hverri stöð. 70 mínútur draga dám af amerískum kapalþáttum, Gísli Marteinn er undarlega eins og Parkinsson, langir portrett-þættir á borð við Sjálfstætt fólk fyrirfinn- ast víða; eru matreiðsluþættir Jóa Fel. nokkuð annað en daufur skuggi af Nigellu og Sirrý sækir margt til Opruh. Það er varla til sá þáttur í íslensku sjónvarpi að hon- um svipi ekki töluvert eða alveg til einhvers útlensks þáttar. Hvað er þá málið? Jú, ein sjón- varpsstöð hefur skorið sig úr ís- lensku flórunni vegna þess að hún hefur keypt sérfræðiaðstoð og skipulag til erlendra fyrirtækja í stað þess að stela eða stæla leynt og ljóst fyrirmyndir. Frumleikakrafan Hvers vegna hefur almenningur og akademían sjálf verið rænd sín- um rétti til álits? Skoðun Önnu ber keim af sterkri forræðishyggju. Ósk hennar um reglur frá stjórn ís- lensku kvikmynda- og sjónvarps- akademíunnar er eðlileg og sjálf- sögð. En þau sjónarmið sem hún setur fram eru fráleit. Og það verð- ur stjórnin að staðfesta í eitt skipti fyrir öll. Framleiðsla á borð við Sirrý, Idol og Viltu vinna... sáluga gera miklar kröfur til framleiðslugetu, hæfni, samhæfmgar og framkvæmdar. Á öllum stigum kemur til hugvit og verktækni sem er sú sama og í öll- um öðrum dagskrárliðum sem vanda þarf til. Þessir þættir og aðrir sem bera keim af erlendum dagskrám (sjáið bara fréttatímana) eiga að vera jafnréttháir til álita í Edduvah og hinir sem eru heima- saumur með íslensku lopabandi í erlent ívaf. Anna sjálf: frumleg? Á næsta ári verður frumsýnd þáttaröð eftir Önnu Theódóru sem kallast Allir litir hafsins eru kaldir. Þetta er íslenskur krimmi sem lengi hefur verið í undirbúningi og von- andi tekst vel. Er það þess virði fyr- ir val Eddunnar eftir ár að leggjast yfir þá þætti og finna alla þá erlendu svipi og líkindi sem flnna mætti í því verki? Nei, það er út í hött. pbb@dv.is YOKO hefur sent bæjarstjórninni bréfog vill að reistur verði gönd- ull I Reykjavík til minningar um eiginmann sinn sáluga. í fréttatil- kynningu frá Lista- safni Reykja- víkur segir að bæjar- stjórnin hafi tekiö vel í málið og hyggist láta reisa súluna í ná- lægri framtíð. Þegar frá því er litið að Jón var alltaf óttalegt prikk, þá er það dálítið skrýtið að Jóka skuli vilja að hon- um sé reist svo opinbert fallusar- tákn. Þar sem blómatími Jóns var á þeim tíma þegar tjargaðir sima- staurar voru víða standandi í Reykjavík, og hann var nú alltaf verkari, þá er hér með lagt til að í táknið verði valinn gamall tjarg- aður og veðraður sfmastaur. Þaö er þá hægt að fá Símann til að kosta uppsetninguna. Flugan ÞAÐ er straumur aferlendum gestum til Reykjavlkur. Paulo Coelho, portúgalska súperstjarn- an, mun vera á leiðinni til lands- ins og verður hér í einhverja daga til að fagna útkomu Ellefu mln- útna sem er nýkominn út hjá JPV. Þá hefur frést að vonir standi til að Colline Serreau leikskáld verði hér við frumsýningu Héra Héra- sonar um helgina, en menn i leik- húsbransanum eru vanirþvi að slíkar áætlanir breytist á síöustu stundu sökum veikinda í fjölskyld- unni. Það er greinilegt aö for- stöðumenn eru búnirað átta sig á mikilvægi slíkra heimsókna. Hóteleigendur geta glaðst. ÞAÐ eru miklar hræringar hjá danska ríkisútvarpinu og menn reknir, settir afog nýir ráðnir I staðinn. Veltan í toppunum þar er griðartega hröð. Aldrei hafa út- varps- eða sjónvarpsstjórar hér á landi tekið pokann sinn fyriryfir- skot i rekstrinum, þótt margir hafi farið langt út fyrir rammann. Ein- hverra hluta vegna hefur hin að- haldssama ríkistjórn látið slíkt af- skiptalaust. Væri hollt efsá siður danskra yrði tekinn upp að láta menn bera ábyrgð á eigin óstjórn. MICHAEL Moore, kvikmynda- og áróðursmaðurinn snjalli, situr núna heima hjá sér og les bréf frá amer- ískum at- vinnuher- mönnum í írak sem nota karl- inn eins og kveina- dálk. Hefur Mikki gert sér mat úr öllu saman og birtir valda búta í pressunni. GAMALL hundur í danska músik- bransanun, Bengt Fabricus Bjerre, sem var samverkamaður Hauks Morthens hér I eina tið og hefur marga sopiö fjöruna í dönsku músiklífi er nú að semja söngleik um Hafmeyjuna litlu. Verðursýn- ingin flutt í sjónum undan Löngu- línu næsta sumar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.